Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fylkir 2-1 | KR á toppinn Benedikt Bóas Hinriksson á Fylkisvelli skrifar 5. júlí 2012 12:46 Úr baráttu liðanna í Vesturbænum í kvöld. Mynd / Ernir KR-ingar spiluðu ekki vel á móti Fylki en unnu 2-1 í kvöld. Þorsteinn Már Ragnarsson og Hannes Halldórsson sáu um að bjarga KR-ingum um þrjú stig. Hannes með markvörslum sínum og Þorsteinn skoraði og fiskaði víti. Fylkismenn geta labbað með höfuðið hátt. Þeir veittu KR verðuga keppni en voru ekki heppnir fyrir framan markið – hvað þá með dómgæsluna. Fyrri hálfleikur var stjórnað af KR. Liðið hélt boltanum ágætlega í vörninni en þegar átti að sækja þá voru þeim eitthvað mislagðir fætur. Sendingar fóru út í bláinn og liðið var fljótt pirrað. Pirringurinn óx og óx og smitaðist út í stúkuna þar sem stuðningsmenn liðsins voru. Þeir voru alls ekki sáttir við spilamennskuna – hvað þá sendingarnar. Jóhann Þórhallsson fékk frábært færi eftir korter sem Hannes varði sérlega vel. Hættumerkin voru til staðar en liðið sinnti þeim ekki. Reyndar þurfti Rhys Weston að fara meiddur af velli og inn kom Gunnar Þór Gunnarsson. Skömmu síðar skoraði Fylkir. Þar var David Elebert að verki eftir aukaspyrnu Ingimundar. Rétt fyrir hálfleik skeiðaði hinn skemmtilegi Davíð Ásbjörnsson að marki og átti þrumuskot sem Hannes varði vel. En tæpt var það. Rúnar var ekkert að bíða. Setti Baldur inná í stað Dofra sem var ótrúlegur í fyrri hálfleik. Hann gerði ekki neitt og var bara fúll og pirraður frá fyrstu mínútu. Dofri hefur verið magnaður þegar hann hefur fengið að koma inná en fékk traustið í kvöld sem hann nýtti ekki. Kannski er hann bara varamaður. Baldur kom með kraftinn og áræðnina sem vantaði í KR-liðið. Byrjaði strax að strauja menn og láta finna fyrir sér. Samherjar hans tóku undir og liðið fór að finna taktinn. Á 53. mínútu gerðist svo umdeilt atvik. Þorsteinn Már fékk sendingu inn fyrir, Kristján og David Elebert eltu hann og Kristján virtist flækjast í Þorsteini sem féll við. Víti var dæmt en Kristján lá sárþjáður og öskraði hátt. Hann fór úr axlarlið og var borinn af velli. Var sóttur af sjúkrabíl og verður væntanlega frá í einhverjar vikur. Óskar Örn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Litlu síðar skallaði Óskar Örn frábæra fyrirgjöf Baldurs upp í markvinkilinn sem Bjarni varði meistaralega. Sigurmarkið var á leiðinni og það kom á 79. mínútu þegar Þorsteinn fékk langa sendingu inn fyrir vörnina. Hann tók David Elebert á inni í teig og þrumaði boltanum með vinstri framhjá Bjarna. Frábært mark. Undir lokin voru svo Fylkismenn æfir og réttilega. Björgólfur Takefúsa og Jóhann Þórhallsson voru teknir niður rétt við teiginn með átta sekúndna millibili en Valgeir dæmdi ekki neitt. Dæmdi hendi á Jóhann sem datt á hann eftir að hafa verið straujaður. Við þetta kristallaðist frammistaða Valgeirs í leiknum. Hann varð verri eftir því sem á leið. Ásmundur: Ósáttur með ValgeirÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var ósáttur í leikslok með dómarann Valgeir Valgeirsson. „Ég er ósáttur með hann. Ég hef ekkert gaman að því að drulla yfir dómara heilt yfir en í dag fannst mér hann hreinilega vera ósanngjarn." Um vítaspyrnudóminn hafði hann þetta að segja. „Það er þvælingur í teignum þar sem að minnsta kosti þrír eða fjórir menn liggja eftir og minn maður fór úr axlarlið. Ég veit ekki hvenær eða hvort það var snerting, það var mjög erfitt að sjá fyrir mig hvort það var víti eða ekki en það var greinilega auðveldara að flauta á vítapunktinn hér heldur en hinu megin," sagði Ásmundur sem var samt ánægður með sína stráka. „Ég tel okkur hafa átt góðan leik og tel að frammistaðan hafi verðskuldað þrjú stig." Bjarni Guðjónsson: Kominn í nýja takkaskó„Þetta var kannski ekki fallegur leikur en það var sterkt að koma til baka á móti breyttu og sterku Fylkisliði og vinna 2-1," sagði Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR. „Þeir voru mjög þéttir og síðan er hörkubarátta í þeim. Bjöggi var ekki í liðinu og þeir voru í meiri baráttuhuga. Þetta var að takast ágætlega hjá þeim en það var frábært mark hjá Steina (Þorsteini Má Ragnarssyni) sem kláraði þetta fyrir okkur." Bjarni gat ekki leynt því að honum langaði á punktinn. Ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir son sinn. „Ég ætlaði að fara á punktinn og hefði kannski átt að uppfylla drauma sonar míns með því að skora mark. Ég er kominn í nýja takkaskó, það var einn draumurinn og síðan var hitt að pabbi er ekki ennþá búinn að skora mark. Skari var ákveðinn og þá leyfi ég honum að taka það." Þess má geta að þegar viðtalið fór fram var guttinn hans Bjarna að æfa sig að taka víti. Setti tvö hægra megin niðri. Rúnar: Einhvern tímann verða guttarnir að spila Rúnar Kristinsson þjálfari KR þokkalega sáttur með sína stráka í leikslok og fór í frasabókina góðu eftir leik. „Við vorum góðir frá fyrstu mínútu og stjórnuðum leiknum frá upphafi en svo komust Fylkismenn betur og betur inn í þetta. Svo komast þeir yfir og þá lentum við í vandræðum. Síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum voru Fylkismenn betri og við máttum þakka fyrir að fara bara 1-0 undir inn í hálfleikinn. Við rifum okkur upp í síðari hálfleik og börðumst og hlupum og vildum jafna og svo skora sigurmarkið. Það var vel gert. En síðustu tíu mínúturnar þá var þetta spurning um að halda og það tókst þrátt fyrir að oft hefði mátt litlu muna." Ungu leikmennirnir í liði KR stóðu fyrir sínu. Hlupu og langaði að sýna sig og sanna. „Einhvern tímann verða þessir guttar að fá tækifæri og við komumst upp með þetta í dag og þeir fengu margir hverjir 90 mínútur í dag af góðri reynslu. Þorsteinn skoraði og fiskaði vítið, Atli inni á miðjunni óx ásmeginn, sérstaklega í síðari hálfleik þar sem hann var mjög góður og Egill hleypur mikið og er ofsalega duglegur. Kannski hefði ég viljað fá meira út úr Dofra greyjinu en hann átti kannski ekki sinn besta dag en ég veit að hann kemur sterkur til baka. Hann er það góður fótboltamaður." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
KR-ingar spiluðu ekki vel á móti Fylki en unnu 2-1 í kvöld. Þorsteinn Már Ragnarsson og Hannes Halldórsson sáu um að bjarga KR-ingum um þrjú stig. Hannes með markvörslum sínum og Þorsteinn skoraði og fiskaði víti. Fylkismenn geta labbað með höfuðið hátt. Þeir veittu KR verðuga keppni en voru ekki heppnir fyrir framan markið – hvað þá með dómgæsluna. Fyrri hálfleikur var stjórnað af KR. Liðið hélt boltanum ágætlega í vörninni en þegar átti að sækja þá voru þeim eitthvað mislagðir fætur. Sendingar fóru út í bláinn og liðið var fljótt pirrað. Pirringurinn óx og óx og smitaðist út í stúkuna þar sem stuðningsmenn liðsins voru. Þeir voru alls ekki sáttir við spilamennskuna – hvað þá sendingarnar. Jóhann Þórhallsson fékk frábært færi eftir korter sem Hannes varði sérlega vel. Hættumerkin voru til staðar en liðið sinnti þeim ekki. Reyndar þurfti Rhys Weston að fara meiddur af velli og inn kom Gunnar Þór Gunnarsson. Skömmu síðar skoraði Fylkir. Þar var David Elebert að verki eftir aukaspyrnu Ingimundar. Rétt fyrir hálfleik skeiðaði hinn skemmtilegi Davíð Ásbjörnsson að marki og átti þrumuskot sem Hannes varði vel. En tæpt var það. Rúnar var ekkert að bíða. Setti Baldur inná í stað Dofra sem var ótrúlegur í fyrri hálfleik. Hann gerði ekki neitt og var bara fúll og pirraður frá fyrstu mínútu. Dofri hefur verið magnaður þegar hann hefur fengið að koma inná en fékk traustið í kvöld sem hann nýtti ekki. Kannski er hann bara varamaður. Baldur kom með kraftinn og áræðnina sem vantaði í KR-liðið. Byrjaði strax að strauja menn og láta finna fyrir sér. Samherjar hans tóku undir og liðið fór að finna taktinn. Á 53. mínútu gerðist svo umdeilt atvik. Þorsteinn Már fékk sendingu inn fyrir, Kristján og David Elebert eltu hann og Kristján virtist flækjast í Þorsteini sem féll við. Víti var dæmt en Kristján lá sárþjáður og öskraði hátt. Hann fór úr axlarlið og var borinn af velli. Var sóttur af sjúkrabíl og verður væntanlega frá í einhverjar vikur. Óskar Örn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Litlu síðar skallaði Óskar Örn frábæra fyrirgjöf Baldurs upp í markvinkilinn sem Bjarni varði meistaralega. Sigurmarkið var á leiðinni og það kom á 79. mínútu þegar Þorsteinn fékk langa sendingu inn fyrir vörnina. Hann tók David Elebert á inni í teig og þrumaði boltanum með vinstri framhjá Bjarna. Frábært mark. Undir lokin voru svo Fylkismenn æfir og réttilega. Björgólfur Takefúsa og Jóhann Þórhallsson voru teknir niður rétt við teiginn með átta sekúndna millibili en Valgeir dæmdi ekki neitt. Dæmdi hendi á Jóhann sem datt á hann eftir að hafa verið straujaður. Við þetta kristallaðist frammistaða Valgeirs í leiknum. Hann varð verri eftir því sem á leið. Ásmundur: Ósáttur með ValgeirÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var ósáttur í leikslok með dómarann Valgeir Valgeirsson. „Ég er ósáttur með hann. Ég hef ekkert gaman að því að drulla yfir dómara heilt yfir en í dag fannst mér hann hreinilega vera ósanngjarn." Um vítaspyrnudóminn hafði hann þetta að segja. „Það er þvælingur í teignum þar sem að minnsta kosti þrír eða fjórir menn liggja eftir og minn maður fór úr axlarlið. Ég veit ekki hvenær eða hvort það var snerting, það var mjög erfitt að sjá fyrir mig hvort það var víti eða ekki en það var greinilega auðveldara að flauta á vítapunktinn hér heldur en hinu megin," sagði Ásmundur sem var samt ánægður með sína stráka. „Ég tel okkur hafa átt góðan leik og tel að frammistaðan hafi verðskuldað þrjú stig." Bjarni Guðjónsson: Kominn í nýja takkaskó„Þetta var kannski ekki fallegur leikur en það var sterkt að koma til baka á móti breyttu og sterku Fylkisliði og vinna 2-1," sagði Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR. „Þeir voru mjög þéttir og síðan er hörkubarátta í þeim. Bjöggi var ekki í liðinu og þeir voru í meiri baráttuhuga. Þetta var að takast ágætlega hjá þeim en það var frábært mark hjá Steina (Þorsteini Má Ragnarssyni) sem kláraði þetta fyrir okkur." Bjarni gat ekki leynt því að honum langaði á punktinn. Ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir son sinn. „Ég ætlaði að fara á punktinn og hefði kannski átt að uppfylla drauma sonar míns með því að skora mark. Ég er kominn í nýja takkaskó, það var einn draumurinn og síðan var hitt að pabbi er ekki ennþá búinn að skora mark. Skari var ákveðinn og þá leyfi ég honum að taka það." Þess má geta að þegar viðtalið fór fram var guttinn hans Bjarna að æfa sig að taka víti. Setti tvö hægra megin niðri. Rúnar: Einhvern tímann verða guttarnir að spila Rúnar Kristinsson þjálfari KR þokkalega sáttur með sína stráka í leikslok og fór í frasabókina góðu eftir leik. „Við vorum góðir frá fyrstu mínútu og stjórnuðum leiknum frá upphafi en svo komust Fylkismenn betur og betur inn í þetta. Svo komast þeir yfir og þá lentum við í vandræðum. Síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum voru Fylkismenn betri og við máttum þakka fyrir að fara bara 1-0 undir inn í hálfleikinn. Við rifum okkur upp í síðari hálfleik og börðumst og hlupum og vildum jafna og svo skora sigurmarkið. Það var vel gert. En síðustu tíu mínúturnar þá var þetta spurning um að halda og það tókst þrátt fyrir að oft hefði mátt litlu muna." Ungu leikmennirnir í liði KR stóðu fyrir sínu. Hlupu og langaði að sýna sig og sanna. „Einhvern tímann verða þessir guttar að fá tækifæri og við komumst upp með þetta í dag og þeir fengu margir hverjir 90 mínútur í dag af góðri reynslu. Þorsteinn skoraði og fiskaði vítið, Atli inni á miðjunni óx ásmeginn, sérstaklega í síðari hálfleik þar sem hann var mjög góður og Egill hleypur mikið og er ofsalega duglegur. Kannski hefði ég viljað fá meira út úr Dofra greyjinu en hann átti kannski ekki sinn besta dag en ég veit að hann kemur sterkur til baka. Hann er það góður fótboltamaður."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira