Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Stjarnan 1-3 Stefán Hirst Friðriksson á Selfossvelli skrifar 5. júlí 2012 12:47 Stjarnan vann öruggan 3-1 sigur á Selfyssingum á Selfossi í kvöld. Stjarnan spilaði megin hluta leiksins manni fleiri og vann að lokum sannfærandi sigur. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og virtist markmið beggja liða vera að sækja til sigurs. Það dró svo strax til tíðinda á 14.mínútu. Þá var Endre Ove Brenne, leikmanni Selfyssinga vikið af velli fyrir brot á Atla Jóhannssyni. Dómur sem virtist vera virkilega strangur. Heimamenn létu rauða spjaldið ekki á sig fá en þeir komust yfir á 23. mínútu. Þar var að verki Viðar Örn Kjartansson en hann fékk boltann innan vítateigs eftir sendingu Sigurðar Eybergs Guðlaugssonar og kláraði Viðar færið vel. Stjörnumönnum tókst svo að jafna metin á 40. mínútu með glæsilegu marki Alexander Scholz. Boltinn barst þá fyrir fætur hans rétt fyrir utan vítateig og lét Scholz sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í hornið fjær. Gestirnir náðu svo forystunni í leiknum á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Þar var að verki Ellert Hreinsson en hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf Scholz. Síðari hálfleikurinn var nokkuð rólegur og voru það gestirnir sem stýrðu leiknum en heimamenn beittu þó hættulegum skyndisóknum og komust þeir oft í ágætis tækifæri til þess að jafna leikinn. Stjörnunni tókst svo að gera útum leikinn á 81. mínútu. Jóhann Laxdal átti þá frábæra fyrirgjöf fyrir fætur Kenny Chopart, sem átti ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Rauða spjaldið sem Selfyssingar fengu í upphafi leiks var verulega vafasamt og algjört lykilatriði í leiknum. Þeir áttu virkilega erfitt uppdráttar eftir það, þó að þeim hafi tekist að komast yfir stuttu seinna. Þetta var í rauninni eltingarleikur eftir það. Sigur gestanna því sanngjarn að lokum.Bjarni: Okkur tókst illa að opna þá „Þetta hafðist hjá okkur. Það tók verulega á að ná yfirhöndinni á leiknum og tókst okkur illa að opna þá í seinni hálfleiknum. Við gerðum þó nóg til þess að landa þremur stigum hér í kvöld," sagði Bjarni. „Leikurinn þróaðist náttúrulega allt öðruvísi eftir þetta rauða spjald. Mér fannst Selfyssingarnir sýna ótrúlegan kraft eftir að þeir urðu manni færri og verður maður að hrósa þeim. „Við vorum ekki að spila nægilega vel í leiknum, vorum að reyna alltof erfiða hluti og þessvegna varð þetta erfitt hjá okkur í dag," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.Logi: Gat aldrei orðið „Þetta atvikaðist þannig að þetta gat aldrei orðið. Við missum fyrirliðann útaf meiddan og miðvörðinn okkar stuttu seinna með rautt spjald. Þetta gat þar af leiðandi aldrei orðið neitt annað en erfitt," sagði Logi. „Við erum hinsvegar komnir í 1-0 í fyrri hálfleiknum og eigum að halda markinu okkar hreinu. Við erum að fá á okkur tvö ódýr mörk sem við eigum að geta komið í veg fyrir. Það er ekki eins þeir hafi verið að skapa sér einhver sérstök færi. Mér fannst við eiga fullt í þessum síðari hálfleik en þetta gekk ekki hjá okkur," bætti hann við. Aðspurður um rauða spjaldið sagði Logi: „Mér finnst skrýtið að maður sem er á leiðinni útaf vellinum og snýr í burtu frá markinu geti fengið dæmt á sig rautt spjald. Ég vona dómarans vegna að þetta hafi verið rétt hjá honum," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga í leikslok.Ellert: Sýndum góðan karakter „Við byrjuðum þennan leik ekkert sérstaklega vel. Eftir að við jöfnum leikinn þá var þetta í rauninni engin spurning. Við sýndum góðan karakter að koma til baka í fyrri hálfleiknum og áttum þetta að lokum skilið," sagði Ellert. „Selfyssingarnir börðust vel og eiga mikið hrós skilið fyrir sinn leik," sagði Ellert Hreinsson, leikmaður Stjörnunnar í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Stjarnan vann öruggan 3-1 sigur á Selfyssingum á Selfossi í kvöld. Stjarnan spilaði megin hluta leiksins manni fleiri og vann að lokum sannfærandi sigur. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og virtist markmið beggja liða vera að sækja til sigurs. Það dró svo strax til tíðinda á 14.mínútu. Þá var Endre Ove Brenne, leikmanni Selfyssinga vikið af velli fyrir brot á Atla Jóhannssyni. Dómur sem virtist vera virkilega strangur. Heimamenn létu rauða spjaldið ekki á sig fá en þeir komust yfir á 23. mínútu. Þar var að verki Viðar Örn Kjartansson en hann fékk boltann innan vítateigs eftir sendingu Sigurðar Eybergs Guðlaugssonar og kláraði Viðar færið vel. Stjörnumönnum tókst svo að jafna metin á 40. mínútu með glæsilegu marki Alexander Scholz. Boltinn barst þá fyrir fætur hans rétt fyrir utan vítateig og lét Scholz sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í hornið fjær. Gestirnir náðu svo forystunni í leiknum á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Þar var að verki Ellert Hreinsson en hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf Scholz. Síðari hálfleikurinn var nokkuð rólegur og voru það gestirnir sem stýrðu leiknum en heimamenn beittu þó hættulegum skyndisóknum og komust þeir oft í ágætis tækifæri til þess að jafna leikinn. Stjörnunni tókst svo að gera útum leikinn á 81. mínútu. Jóhann Laxdal átti þá frábæra fyrirgjöf fyrir fætur Kenny Chopart, sem átti ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Rauða spjaldið sem Selfyssingar fengu í upphafi leiks var verulega vafasamt og algjört lykilatriði í leiknum. Þeir áttu virkilega erfitt uppdráttar eftir það, þó að þeim hafi tekist að komast yfir stuttu seinna. Þetta var í rauninni eltingarleikur eftir það. Sigur gestanna því sanngjarn að lokum.Bjarni: Okkur tókst illa að opna þá „Þetta hafðist hjá okkur. Það tók verulega á að ná yfirhöndinni á leiknum og tókst okkur illa að opna þá í seinni hálfleiknum. Við gerðum þó nóg til þess að landa þremur stigum hér í kvöld," sagði Bjarni. „Leikurinn þróaðist náttúrulega allt öðruvísi eftir þetta rauða spjald. Mér fannst Selfyssingarnir sýna ótrúlegan kraft eftir að þeir urðu manni færri og verður maður að hrósa þeim. „Við vorum ekki að spila nægilega vel í leiknum, vorum að reyna alltof erfiða hluti og þessvegna varð þetta erfitt hjá okkur í dag," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.Logi: Gat aldrei orðið „Þetta atvikaðist þannig að þetta gat aldrei orðið. Við missum fyrirliðann útaf meiddan og miðvörðinn okkar stuttu seinna með rautt spjald. Þetta gat þar af leiðandi aldrei orðið neitt annað en erfitt," sagði Logi. „Við erum hinsvegar komnir í 1-0 í fyrri hálfleiknum og eigum að halda markinu okkar hreinu. Við erum að fá á okkur tvö ódýr mörk sem við eigum að geta komið í veg fyrir. Það er ekki eins þeir hafi verið að skapa sér einhver sérstök færi. Mér fannst við eiga fullt í þessum síðari hálfleik en þetta gekk ekki hjá okkur," bætti hann við. Aðspurður um rauða spjaldið sagði Logi: „Mér finnst skrýtið að maður sem er á leiðinni útaf vellinum og snýr í burtu frá markinu geti fengið dæmt á sig rautt spjald. Ég vona dómarans vegna að þetta hafi verið rétt hjá honum," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga í leikslok.Ellert: Sýndum góðan karakter „Við byrjuðum þennan leik ekkert sérstaklega vel. Eftir að við jöfnum leikinn þá var þetta í rauninni engin spurning. Við sýndum góðan karakter að koma til baka í fyrri hálfleiknum og áttum þetta að lokum skilið," sagði Ellert. „Selfyssingarnir börðust vel og eiga mikið hrós skilið fyrir sinn leik," sagði Ellert Hreinsson, leikmaður Stjörnunnar í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira