Íslenski boltinn

Stjarnan í undanúrslit í fyrsta sinn í 18 ár | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld í fyrsta skipti í 18 ár er liðið lagði Fram að velli 2-1 í Garðabænum.

Stjarnan komst síðast í undanúrslit keppninnar árið 1994 er liðið mætti Grindavík. Að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu stóðu leikar 3-3 svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Haukur Bragason, markvörður Grindvíkinga, gerði út um draum Stjörnunnar en Grindavík hafði betur í 16-liða, 8-liða og undanúrslitum það ár í vítaspyrnukeppni.

Möguleiki er á að Stjarnan og Grindavík mætist á nýjan leik en Grindavík sló Víking úr keppni í gær.

Mikið fjör var á Samsung-vellinum í kvöld. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti á svæðið og tók þessar myndir.

Mynd/Ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×