Íslenski boltinn

Úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Haukar lögðu Víking en Þróttur og Fjölnir gerðu jafntefli í fjörugum leik.

Mikil dramatík var í leik Þróttar og Fjölnis. Illugi Þór Gunnarsson kom Fjölni í 2-3 þegar ein mínúta var eftir en Vilhjálmur Pálmason náði að jafna í uppbótartíma.

Haukar komust upp að hlið Víkings Ó. á toppnum með sigrinum en Víkingur R. er í níunda sæti. Fjölnir er í þriðja sæti deildarinnar en Þróttur í því sjöunda.

Úrslit:

Haukar-Víkingur 2-0

Viktor Unnar Illugason, Enok Eiðsson.

Þróttur-Fjölnir 3-3

Vilhjálmur Pálmason 2, Helgi Pétur Magnússon - Illugi Þór Gunnarsson 2, Bjarni Gunnarsson.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×