Íslenski boltinn

Tryggvi byrjar á bekknum í kvöld

Tryggvi byrjar á bekknum í kvöld
Tryggvi byrjar á bekknum í kvöld
Tryggvi Guðmundsson, framherji ÍBV á við smávægilega meiðsli að stríða og mun af þeim sökum hefja leik á varamannabekknum í Evrópuleik Eyjamanna gegn St. Patricks sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld.

Þetta kom fram í Boltanum á X-inu í morgun þar sem Tryggvi var í viðtali.

"Bakið hefur eitthvað verið að stríða mér eftir erfitt ferðalag til Írlands í síðustu viku. Eins hafa vellirnir í síðustu tveimur leikjum verið frekar harðir sem hefur sitt að segja líka."

ÍBV átti í vök að verjast í fyrri leik liðanna sem tapaðist, 1-0. Engu að síður telur Tryggvi að möguleikar ÍBV á að komast áfram séu góðir.

"Þeir voru töluvert betri en við í Írlandi. Þeir halda boltanum vel og láta hann ganga nokkuð hratt á milli manna. Ég tel okkur hafa lært mikið í þessum leik sem eykur möguleika okkar á að klára verkefnið í kvöld"

Þrátt fyrir að byrja á bekknum vonast Tryggvi til að geta lagt sitt af mörkum í kvöld.

"Ég kem bara inn á og redda þessu", sagði Tryggvi í léttum tón.

Leikur liðanna hefst klukkan 19:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×