Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 2-1 | Stjarnan í undanúrslit Henry Birgir Gunnarsson í Garðabæ skrifar 9. júlí 2012 12:34 Stjarnan er komin í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta skipti síðan 1994 eftir 2-1 sigur á Fram í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og komust snemma yfir með góðu skallamarki Garðars. Flott sending frá Jóhanni yfir á fjær þar sem Garðar stangaði knöttinn laglega í netið. Í stað þess að láta kné fylgja kviði ákvað hið sterka Stjörnulið að draga sig inn í skel og eftirláta Frömurum boltann. Sú taktík gekk samt ágætlega hjá heimamönnum. Frömurum gekk illa að brjóta niður vörn þeirra og skyndisóknir þeirra sköpuðu usla. Eftir því sem leið á hálfleikinn þyngdist þó pressa Framara og þeir komu sér í álitleg færi. Jöfnunarmarkið þeirra kom þó ekki úr hefðbundinni sókn. Heldur kom það úr glæsilegri aukaspyrnu Tillen í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Spyrna af um 25 metra færi sem fór yfir vegginn og neðst í markhornið. Glæsileg spyrna og Arnar Darri átti ekki möguleika í skotið. Talsvert fjör var í seinni hálfleik rétt eins og í þeim fyrri. Bæði lið að sækja og skapa sér færi. Þau voru bæði líkleg til þess að skora en það voru Garðbæingar sem skoruðu og aftur Garðar með skalla. Að þessu sinni eftuir hornspyrnu Halldórs Orra. Framarar seldu sig dýrt og fengu tækifæri undir lokin sem þeim tókst ekki að nýta. Þeir voru sjálfum sér verstir og meðan færanýtingin er ekki betri en ella vinna Framarar ekki leiki. Garðar skilaði góðum mörkum fyrir Stjörnuna í kvöld og munar mikið um að hann sé kominní gang. Laxdal-bræður báðir virkilega góðir og Scholz magnaður á miðjunni. Chopart einnig líflegur sem og Baldvin. Arnar Darri var alls ekki sannfærandi í markinu og Halldór Orri arfaslakur á miðjunni. Hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér og Stjörnumenn eiga mikið inni hjá honum. Sveinbjörn átti flottan leik fyrir Fram. Skilaði bolta vel, kom sér í færi en klikkaði á lykilatriðinu - að nýta þau. Lennon var duglegur og Halldór Hermann traustur. Bjarni: Púlsinn frekar hár undir lokin"Púlsinn var frekar hár hjá mér undir lokin enda var þetta ekta bikarleikur. Framararnir voru mjög sprækir og við réðum illa við þá í fyrri hálfleik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, en það var augljóslega þungu fargi af honum létt. "Við vorum í vandræðum með dekkningar í fyrri hálfleik en löguðum það í þeim seinni. Framarar voru meira með boltann en við vörðumst mjög vel sem við höfum ekki alltaf verið hrikalega góðir í. "Þetta er okkar þriðji leikur á sjö dögum og því ekkert óeðlilegt við það að við bökkum svolítið. Þetta var ekki okkar besti leikur og það er þeim mun sætara að vera komnir í undanúrslit." Þorvaldur: Við vorum betra liðiðÞorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var brúnaþungur í leikslok og skal engan undra eftir svekkjandi tap. "Mér fannst við spila vel í dag en þetta var bikarleikur sem gat fallið á beggja vegu. Við vorum óheppnir að fá á okkur þessi mörk og á móti kemur að við nýttum okkar möguleika ekki nógu vel," sagði Þorvaldur. "Mér fannst við vera töluvert betra liðið í leiknum en það skiptir engu máli því við töpuðum leiknum. Þetta snýst um að vinna leiki. "Mér fannst við sýna ágætis sjálfstraust í dag. Spila vel og halda boltanum innan okkar raða. Stjarnan hafði vart komist yfir miðju er þeir komast yfir í leiknum. Það var svekkjandi að sofna þar á verðinum. "Liðið hélt samt áfram og reyndi að klóra í bakkann. Við jöfnuðum með góðu marki, fáum færi en síðan mark í andlitið á okkur. Við sköpuðum allt til loka en þetta var ekki nóg í dag." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Stjarnan er komin í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta skipti síðan 1994 eftir 2-1 sigur á Fram í Garðabænum í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og komust snemma yfir með góðu skallamarki Garðars. Flott sending frá Jóhanni yfir á fjær þar sem Garðar stangaði knöttinn laglega í netið. Í stað þess að láta kné fylgja kviði ákvað hið sterka Stjörnulið að draga sig inn í skel og eftirláta Frömurum boltann. Sú taktík gekk samt ágætlega hjá heimamönnum. Frömurum gekk illa að brjóta niður vörn þeirra og skyndisóknir þeirra sköpuðu usla. Eftir því sem leið á hálfleikinn þyngdist þó pressa Framara og þeir komu sér í álitleg færi. Jöfnunarmarkið þeirra kom þó ekki úr hefðbundinni sókn. Heldur kom það úr glæsilegri aukaspyrnu Tillen í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Spyrna af um 25 metra færi sem fór yfir vegginn og neðst í markhornið. Glæsileg spyrna og Arnar Darri átti ekki möguleika í skotið. Talsvert fjör var í seinni hálfleik rétt eins og í þeim fyrri. Bæði lið að sækja og skapa sér færi. Þau voru bæði líkleg til þess að skora en það voru Garðbæingar sem skoruðu og aftur Garðar með skalla. Að þessu sinni eftuir hornspyrnu Halldórs Orra. Framarar seldu sig dýrt og fengu tækifæri undir lokin sem þeim tókst ekki að nýta. Þeir voru sjálfum sér verstir og meðan færanýtingin er ekki betri en ella vinna Framarar ekki leiki. Garðar skilaði góðum mörkum fyrir Stjörnuna í kvöld og munar mikið um að hann sé kominní gang. Laxdal-bræður báðir virkilega góðir og Scholz magnaður á miðjunni. Chopart einnig líflegur sem og Baldvin. Arnar Darri var alls ekki sannfærandi í markinu og Halldór Orri arfaslakur á miðjunni. Hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér og Stjörnumenn eiga mikið inni hjá honum. Sveinbjörn átti flottan leik fyrir Fram. Skilaði bolta vel, kom sér í færi en klikkaði á lykilatriðinu - að nýta þau. Lennon var duglegur og Halldór Hermann traustur. Bjarni: Púlsinn frekar hár undir lokin"Púlsinn var frekar hár hjá mér undir lokin enda var þetta ekta bikarleikur. Framararnir voru mjög sprækir og við réðum illa við þá í fyrri hálfleik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, en það var augljóslega þungu fargi af honum létt. "Við vorum í vandræðum með dekkningar í fyrri hálfleik en löguðum það í þeim seinni. Framarar voru meira með boltann en við vörðumst mjög vel sem við höfum ekki alltaf verið hrikalega góðir í. "Þetta er okkar þriðji leikur á sjö dögum og því ekkert óeðlilegt við það að við bökkum svolítið. Þetta var ekki okkar besti leikur og það er þeim mun sætara að vera komnir í undanúrslit." Þorvaldur: Við vorum betra liðiðÞorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var brúnaþungur í leikslok og skal engan undra eftir svekkjandi tap. "Mér fannst við spila vel í dag en þetta var bikarleikur sem gat fallið á beggja vegu. Við vorum óheppnir að fá á okkur þessi mörk og á móti kemur að við nýttum okkar möguleika ekki nógu vel," sagði Þorvaldur. "Mér fannst við vera töluvert betra liðið í leiknum en það skiptir engu máli því við töpuðum leiknum. Þetta snýst um að vinna leiki. "Mér fannst við sýna ágætis sjálfstraust í dag. Spila vel og halda boltanum innan okkar raða. Stjarnan hafði vart komist yfir miðju er þeir komast yfir í leiknum. Það var svekkjandi að sofna þar á verðinum. "Liðið hélt samt áfram og reyndi að klóra í bakkann. Við jöfnuðum með góðu marki, fáum færi en síðan mark í andlitið á okkur. Við sköpuðum allt til loka en þetta var ekki nóg í dag."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira