Fleiri fréttir Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum. 1.3.2012 12:15 Hjörtur skrifaði undir þriggja ára samning við PSV Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við hollenska stórliðið PSV Eindhoven. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í morgun. 1.3.2012 11:30 Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum. 29.2.2012 16:17 Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri. 29.2.2012 16:05 Strákarnir í 21 árs liðinu komnir á botninn í riðlinum Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 0-1 á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM í Bakú í Aserbaídsjan í dag og situr því í botnsæti riðilsins þegar liðið hefur spilað fimm leiki af átta. 29.2.2012 15:49 Svartfjallaland - Ísland í beinni á SportTV Hægt verður að fylgjast með vináttulandsleik Svartfjallalands og Íslands ytra í dag í beinni útsendingu á SportTV.is. Þetta kom fram í tilkynningu frá síðunni í dag. 29.2.2012 11:12 Ungur Dani semur við Stjörnuna Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur samið við 19 ára gamlan Dana, Alexander Scholz að nafni. Hann kemur til Stjörnunnar frá Vejle Kolding. 28.2.2012 19:04 Guðbjörg vill nýja bolta Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er ekki ánægð með þá bolta sem landsliðið fær að æfa með á Algarve í Portúgal. 28.2.2012 14:02 Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. 28.2.2012 07:30 Pálmi Rafn kallaður í landsliðið Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfellingum ytra á miðvikudaginn. 27.2.2012 12:03 Keflavík lagði Stjörnuna (sjáið mörkin) | Skaginn sigraði ÍBV Keflvíkingar lögðu Stjörnuna af velli 3-2 í Reykjaneshöll í dag. Þá unnu Skagamenn góðan sigur á ÍBV á Akranesi og Breiðablik rúllaði upp BÍ/Bolungarvík. Leikið var í öllum riðlum keppninnar í dag. 25.2.2012 20:30 Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. 24.2.2012 09:45 Helgi Valur verður fyrirliði gegn Japan | byrjunarliðið klárt Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði í fyrsta landsleik íslenska karlandsliðsins í fótbolta undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ísland leikur vináttuleik gegn Japan í Osaka í dag og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 sport og hefst útsending 10.20. 24.2.2012 08:15 Förum í leikinn til þess að vinna Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna. 24.2.2012 07:00 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24.2.2012 06:00 Enn vinnur Fram sigur á KR – sjáið mörkin Framarar unnu 2-1 sigur á KR í viðureign liðanna í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. Þetta var þriðji sigur Framara á Íslands- og bikarmeisturunum úr Vesturbænum í röð. 23.2.2012 22:50 Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga. 23.2.2012 14:15 Vináttulandsleikur við Ungverja næsta sumar Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 23.2.2012 13:00 Óvíst hver verði fyrirliði Íslands Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 23.2.2012 07:00 Tveir erlendir varnarmenn hætta í Pepsi-deildinni Færeyingurinn Jónas Þór Næs og Daninn Nikolaj Hagelskjær Pedersen stóðu sig báðir vel með liðum sínum í Pepsi-deildinni síðasta sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að þeir verði ekki áfram á Íslandi í sumar. 22.2.2012 14:45 Hólmfríður og Kristín Ýr ætla að spila í norsku b-deildinni í sumar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir hafa ákveðið að spila með norska b-deildarliðinu Avaldsnes í sumar en þær voru í stórum hlutverkum hjá bikarmeisturum Vals í fyrrasumar. 21.2.2012 12:45 Systurnar eru eins og svart og hvítt Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. 21.2.2012 08:00 Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve? Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal. 21.2.2012 06:00 Valur Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur á Þrótti | Sjáið mörkin Valur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 5-0 sigur á Þrótti í lokaleik sínum í riðlinum. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu. 20.2.2012 09:45 Halldór Orri í landsliðið í stað Elmars Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Japan í næstu viku. 19.2.2012 13:44 Úrslit dagsins í Lengjubikarnum | Sjáið mörk Fram gegn Selfossi Það gerðist fátt óvænt í leikjum dagsins í Lengjubikar karla. FH og Grindavík gerðu jafntefli en Fram lagði Selfoss. 18.2.2012 20:21 FH lánar Matthías til Noregs Það er nú orðið ljóst að Matthías Vilhjálmsson leikur ekki með FH í sumar. Hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start í eitt ár. 17.2.2012 09:41 Vita ekki hvar þær enda Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu. 17.2.2012 08:00 FH-ingar missa fyrirliðann sinn | Matthías að semja við Start Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH-inga, mun ekki spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því að Matthías sé að ganga frá samningi við norska b-deildarliðið Start. 16.2.2012 16:01 Arnar Sveinn hættur í fótbolta | Byrjar aftur í handbolta Valsarinn Arnar Sveinn Geirsson er hættur að æfa fótbolta. Í það minnsta tímabundið. Hann tilkynnti liðsfélögum sínum þetta í gær. 15.2.2012 15:14 Guðmundur samdi við Hauka Bakvörðurinn Guðmundur Sævarsson skrifaði í gær undir eins árs samning við 1. deildarlið Hauka en hann kemur til liðsins frá erkifjendunum í FH. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu í dag. 15.2.2012 09:56 Lennon: Þetta var bara vinaleg stríðni Eftir leikinn á mánudag fóru Steven Lennon og Gary Martin, leikmaður ÍA, mikinn á samskiptasíðunni Twitter þar sem þeir gerðu stólpagrín að Skúla Jóni Friðgeirssyni, leikmanni KR en Fram vann 5-0 sigur á KR þar sem Lennon skoraði öll fimm mörk Framliðsins. 15.2.2012 08:30 Stefnum á Evrópusæti í sumar Framherjinn Steven Lennon segir að Fram-liðið ætli ekki að vera í neinni fallbaráttu í sumar. Hann skoraði fimm mörk í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn KR. 15.2.2012 08:00 Blikar unnu Fótbolta.net mótið | Guðmundur Kristjáns með sigurmarkið Breiðablik vann 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Kórnum í kvöld en það þurfti að endurtaka leikinn þar sem rafmagn fór af Kórahverfinu í Kópavogi þegar 20 mínútur voru eftir af fyrri leiknum fyrir tíu dögum. 14.2.2012 19:52 Lolli í Val síðastur á undan Lennon til að skora fimm á móti KR KR-ingurinn Ólafur Brynjar Halldórsson hefur að venju tekið saman skemmtilegar staðreyndir um KR-liðið á heimasíðu félagsins en greinin um 5-0 tap KR á móti Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins er nú komin inn á síðunni undir fyrirsögninni "A Hard Day's Night" 14.2.2012 18:15 Sonur Atla Eðvaldssonar farin frá FH yfir í KR Emil Atlason hefur ákveðið að skipta úr FH yfir í KR í fótboltanum en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Emil Atlason er 19 ára gamall og spilar framarlega á miðjunni eða sem framherji. Hann er sonur Atla Eðvaldsson, fyrrum atvinnumanns og landsliðsfyrirliða og er yngri bróðir landsliðskonunnar Sifjar Atladóttur og Egils Atlasonar sem hefur spilað lengst með Víkingum. 14.2.2012 17:15 Sverrir hættur hjá FH Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag. 14.2.2012 15:25 KR-ingar réðu ekkert við Lennon - sjáið mörkin Það er óhætt að segja að Steven Lennon hafi verið maður á bak við Reykjavíkurmeistaratitil Framara en Lennon skoraði öll mörkin í úrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld þegar Fram vann 5-0 sigur á KR. 13.2.2012 22:20 Fyrsti úrslitaleikur Fram og KR í fimmtán ár er í kvöld Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. KR er komið í úrslitaleikinn fjórða árið í röð og vann titilinn 2009 og 2010 en Fram hefur ekki unnuð Reykjavíkurmeistaratitilinn síðan 2006 og er í sínum fyrsta úrslitaleik í fjögur ár. 13.2.2012 17:30 Óskar Ófeigur fékk fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson, íþróttablaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, fékk í gær fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ á ársþingi sambandsins í gær. 12.2.2012 12:16 Gísli tók sæti Jóns í stjórn KSÍ Ársþing KSÍ fór fram í gær og var kosið um fjögur sæti í stjórn. Skagamaðurinn Gísli Gíslason er sá eini sem kemur nýr inn í hana. 12.2.2012 08:00 Ásgeir Börkur til reynslu hjá sænsku félagi Miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson heldur eftir helgi út til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Åtvidaberg. 12.2.2012 06:00 Skýrslur eftirlitsmanna birtar á innrivef KSÍ Tillaga um breytingu á reglugerð um störf eftirlitsmanna KSÍ voru samþykktar á ársþingi sambandsins. Tillögu um skýrslur dómara var vísað í starfshóp. 11.2.2012 15:11 Færri leikbönn fyrir gul spjöld Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikbönn vegna gulra spjalda á Íslandsmótinu í knattspyrnu en tilllögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag. 11.2.2012 15:04 Samþykkt að fjölga deildum á Íslandsmótinu í knattspyrnu Tillaga Leiknis og KB úr Breiðholti um að skipta 3. deild karla í tvær deildir og fjölga þar með um eina deild á Íslandsmótinu hefur verið samþykkt. 11.2.2012 14:29 Sjá næstu 50 fréttir
Leikmenn ÍA og Leiknis rændir í Egilshöll Leiknir og ÍA áttust við í æfingaleik knattspyrnu karla í Egilshöllinni í gær þar sem að bæði lið skoruðu 2 mörk. Leikurinn sjálfur fer ekki í sögubækurnar en það er öruggt að nokkrir leikmenn úr báðum liðum gleyma þessum leik seint. Þegar liðin fóru í búningsklefann eftir leik kom í ljós að þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið miklum verðmætum. 1.3.2012 12:15
Hjörtur skrifaði undir þriggja ára samning við PSV Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við hollenska stórliðið PSV Eindhoven. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í morgun. 1.3.2012 11:30
Svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi Stevan Jovetic tryggði Svartfjallalandi sigur á Íslandi með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem stóð sig vel í leiknum. 29.2.2012 16:17
Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri. 29.2.2012 16:05
Strákarnir í 21 árs liðinu komnir á botninn í riðlinum Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 0-1 á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM í Bakú í Aserbaídsjan í dag og situr því í botnsæti riðilsins þegar liðið hefur spilað fimm leiki af átta. 29.2.2012 15:49
Svartfjallaland - Ísland í beinni á SportTV Hægt verður að fylgjast með vináttulandsleik Svartfjallalands og Íslands ytra í dag í beinni útsendingu á SportTV.is. Þetta kom fram í tilkynningu frá síðunni í dag. 29.2.2012 11:12
Ungur Dani semur við Stjörnuna Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur samið við 19 ára gamlan Dana, Alexander Scholz að nafni. Hann kemur til Stjörnunnar frá Vejle Kolding. 28.2.2012 19:04
Guðbjörg vill nýja bolta Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er ekki ánægð með þá bolta sem landsliðið fær að æfa með á Algarve í Portúgal. 28.2.2012 14:02
Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. 28.2.2012 07:30
Pálmi Rafn kallaður í landsliðið Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfellingum ytra á miðvikudaginn. 27.2.2012 12:03
Keflavík lagði Stjörnuna (sjáið mörkin) | Skaginn sigraði ÍBV Keflvíkingar lögðu Stjörnuna af velli 3-2 í Reykjaneshöll í dag. Þá unnu Skagamenn góðan sigur á ÍBV á Akranesi og Breiðablik rúllaði upp BÍ/Bolungarvík. Leikið var í öllum riðlum keppninnar í dag. 25.2.2012 20:30
Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. 24.2.2012 09:45
Helgi Valur verður fyrirliði gegn Japan | byrjunarliðið klárt Helgi Valur Daníelsson verður fyrirliði í fyrsta landsleik íslenska karlandsliðsins í fótbolta undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Ísland leikur vináttuleik gegn Japan í Osaka í dag og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 sport og hefst útsending 10.20. 24.2.2012 08:15
Förum í leikinn til þess að vinna Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna. 24.2.2012 07:00
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24.2.2012 06:00
Enn vinnur Fram sigur á KR – sjáið mörkin Framarar unnu 2-1 sigur á KR í viðureign liðanna í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. Þetta var þriðji sigur Framara á Íslands- og bikarmeisturunum úr Vesturbænum í röð. 23.2.2012 22:50
Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga. 23.2.2012 14:15
Vináttulandsleikur við Ungverja næsta sumar Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 23.2.2012 13:00
Óvíst hver verði fyrirliði Íslands Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 23.2.2012 07:00
Tveir erlendir varnarmenn hætta í Pepsi-deildinni Færeyingurinn Jónas Þór Næs og Daninn Nikolaj Hagelskjær Pedersen stóðu sig báðir vel með liðum sínum í Pepsi-deildinni síðasta sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að þeir verði ekki áfram á Íslandi í sumar. 22.2.2012 14:45
Hólmfríður og Kristín Ýr ætla að spila í norsku b-deildinni í sumar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir hafa ákveðið að spila með norska b-deildarliðinu Avaldsnes í sumar en þær voru í stórum hlutverkum hjá bikarmeisturum Vals í fyrrasumar. 21.2.2012 12:45
Systurnar eru eins og svart og hvítt Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. 21.2.2012 08:00
Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve? Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal. 21.2.2012 06:00
Valur Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur á Þrótti | Sjáið mörkin Valur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 5-0 sigur á Þrótti í lokaleik sínum í riðlinum. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu. 20.2.2012 09:45
Halldór Orri í landsliðið í stað Elmars Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Japan í næstu viku. 19.2.2012 13:44
Úrslit dagsins í Lengjubikarnum | Sjáið mörk Fram gegn Selfossi Það gerðist fátt óvænt í leikjum dagsins í Lengjubikar karla. FH og Grindavík gerðu jafntefli en Fram lagði Selfoss. 18.2.2012 20:21
FH lánar Matthías til Noregs Það er nú orðið ljóst að Matthías Vilhjálmsson leikur ekki með FH í sumar. Hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start í eitt ár. 17.2.2012 09:41
Vita ekki hvar þær enda Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu. 17.2.2012 08:00
FH-ingar missa fyrirliðann sinn | Matthías að semja við Start Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH-inga, mun ekki spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því að Matthías sé að ganga frá samningi við norska b-deildarliðið Start. 16.2.2012 16:01
Arnar Sveinn hættur í fótbolta | Byrjar aftur í handbolta Valsarinn Arnar Sveinn Geirsson er hættur að æfa fótbolta. Í það minnsta tímabundið. Hann tilkynnti liðsfélögum sínum þetta í gær. 15.2.2012 15:14
Guðmundur samdi við Hauka Bakvörðurinn Guðmundur Sævarsson skrifaði í gær undir eins árs samning við 1. deildarlið Hauka en hann kemur til liðsins frá erkifjendunum í FH. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu í dag. 15.2.2012 09:56
Lennon: Þetta var bara vinaleg stríðni Eftir leikinn á mánudag fóru Steven Lennon og Gary Martin, leikmaður ÍA, mikinn á samskiptasíðunni Twitter þar sem þeir gerðu stólpagrín að Skúla Jóni Friðgeirssyni, leikmanni KR en Fram vann 5-0 sigur á KR þar sem Lennon skoraði öll fimm mörk Framliðsins. 15.2.2012 08:30
Stefnum á Evrópusæti í sumar Framherjinn Steven Lennon segir að Fram-liðið ætli ekki að vera í neinni fallbaráttu í sumar. Hann skoraði fimm mörk í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn KR. 15.2.2012 08:00
Blikar unnu Fótbolta.net mótið | Guðmundur Kristjáns með sigurmarkið Breiðablik vann 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Kórnum í kvöld en það þurfti að endurtaka leikinn þar sem rafmagn fór af Kórahverfinu í Kópavogi þegar 20 mínútur voru eftir af fyrri leiknum fyrir tíu dögum. 14.2.2012 19:52
Lolli í Val síðastur á undan Lennon til að skora fimm á móti KR KR-ingurinn Ólafur Brynjar Halldórsson hefur að venju tekið saman skemmtilegar staðreyndir um KR-liðið á heimasíðu félagsins en greinin um 5-0 tap KR á móti Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins er nú komin inn á síðunni undir fyrirsögninni "A Hard Day's Night" 14.2.2012 18:15
Sonur Atla Eðvaldssonar farin frá FH yfir í KR Emil Atlason hefur ákveðið að skipta úr FH yfir í KR í fótboltanum en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Emil Atlason er 19 ára gamall og spilar framarlega á miðjunni eða sem framherji. Hann er sonur Atla Eðvaldsson, fyrrum atvinnumanns og landsliðsfyrirliða og er yngri bróðir landsliðskonunnar Sifjar Atladóttur og Egils Atlasonar sem hefur spilað lengst með Víkingum. 14.2.2012 17:15
Sverrir hættur hjá FH Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag. 14.2.2012 15:25
KR-ingar réðu ekkert við Lennon - sjáið mörkin Það er óhætt að segja að Steven Lennon hafi verið maður á bak við Reykjavíkurmeistaratitil Framara en Lennon skoraði öll mörkin í úrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld þegar Fram vann 5-0 sigur á KR. 13.2.2012 22:20
Fyrsti úrslitaleikur Fram og KR í fimmtán ár er í kvöld Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. KR er komið í úrslitaleikinn fjórða árið í röð og vann titilinn 2009 og 2010 en Fram hefur ekki unnuð Reykjavíkurmeistaratitilinn síðan 2006 og er í sínum fyrsta úrslitaleik í fjögur ár. 13.2.2012 17:30
Óskar Ófeigur fékk fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson, íþróttablaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, fékk í gær fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ á ársþingi sambandsins í gær. 12.2.2012 12:16
Gísli tók sæti Jóns í stjórn KSÍ Ársþing KSÍ fór fram í gær og var kosið um fjögur sæti í stjórn. Skagamaðurinn Gísli Gíslason er sá eini sem kemur nýr inn í hana. 12.2.2012 08:00
Ásgeir Börkur til reynslu hjá sænsku félagi Miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson heldur eftir helgi út til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Åtvidaberg. 12.2.2012 06:00
Skýrslur eftirlitsmanna birtar á innrivef KSÍ Tillaga um breytingu á reglugerð um störf eftirlitsmanna KSÍ voru samþykktar á ársþingi sambandsins. Tillögu um skýrslur dómara var vísað í starfshóp. 11.2.2012 15:11
Færri leikbönn fyrir gul spjöld Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikbönn vegna gulra spjalda á Íslandsmótinu í knattspyrnu en tilllögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag. 11.2.2012 15:04
Samþykkt að fjölga deildum á Íslandsmótinu í knattspyrnu Tillaga Leiknis og KB úr Breiðholti um að skipta 3. deild karla í tvær deildir og fjölga þar með um eina deild á Íslandsmótinu hefur verið samþykkt. 11.2.2012 14:29