Fleiri fréttir

Gylfi spilar ekki gegn Ungverjalandi

Gylfi Þór Sigurðsson staðfesti í samtali við Vísi í dag að hann geti ekki spilað með íslenska landsliðinu gegn Ungverjalandi á miðvikudaginn þar sem hann á við meiðsli að stríða.

Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki

Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu.

Helga: Var búin að lofa mömmu að skora

Helga Franklínsdóttir átti magnaða innkomu í 2-1 sigri Stjörnunnar á Val í kvöld. Hún fiskaði vítaspyrnu og skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.

Mist: Þetta er ógeðsleg tilfinning

Mist Edvardsdóttir miðvörður Vals var sár eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna í Garðabænum í kvöld.

Fyrsti sigur Grindavíkur - KR fjarlægðist fallsætið

Shanika Gordon tryggði botnliði Grindavíkur fyrsta sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Grindavík í kvöld. KR vann 3-0 sigur á Þrótti í miklum fallbaráttuslag og Fylkir vann flottan sigur á Þór/KA í Árbænum. Þá gerðu ÍBV og Breiðablik jafntefli í Eyjum.

KR úr leik í Evrópudeild UEFA

KR-ingar töpuðu fyrir Dinamo Tbilisi, 2-0, í síðari leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. KR er því úr leik eftir að hafa tapað samanlagt, 6-1.

Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum

Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum.

Baldur, Guðjón og Skúli Jón á bekknum gegn Tbilisi

Baldur Sigurðsson, Guðjón Baldvinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru allir á varamannabekk KR sem mætir Dinamo í Tbilisi ytra klukkan 17 í dag. Auk þess fóru Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Viktor Bjarki Arnarson ekki með liðinu til Georgíu.

KR-útvarpið með beina lýsingu frá Georgíu

KR-útvarpið mun lýsa leik KR og Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA ytra í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00 en útsendingin klukkutíma fyrr.

Fyrsta stig Bjarnólfs í húsi - myndir

Víkingar náðu í sitt fyrsta stig undir stjórn Bjarnólfs Lárussonar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Víkinni í gær. Björgólfur Takefusa snéri aftur eftir eftir meiðsli og tryggði Víkingum langþráð stig með marki í uppbótartíma.

Eyjamenn gefa ekkert eftir - myndir

Eyjamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn í gær þegar þeir unnu 3-1 sigur á heimamönnum í Fylki og minnkuðu forskot KR-inga á toppi Pepsi-deildar karla í tvö stig. Tryggvi Guðmundsson var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora tvö mörk og leggja upp það þriðja.

Þorvaldur: Vorum betri en vantar mörk

Þorvaldur Örlygsson var ómyrkur í máli eftir enn eitt tap Framara. Nú tapaði liðið fyrir Þór fyrir norðan, 3-0, og staða liðsins vonlítil fyrir framhaldið.

Eiður Aron: Mun spila með ÍBV aftur

„Tilfinningin var bæði góð og skrýtin,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson sem lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir ÍBV þar sem hann er á leið til sænska félagsins Örebro.

Bjarnólfur: Þetta er stökkpallur fyrir framhaldið

Bjarnólfi Lárussyni þjálfara Víkings var létt eftir að lið hans náði jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld í öðrum leik hans við stjórnvölin og er hann vongóður fyrir framhaldið þó mikil vinna sé eftir.

Bjarni: Áttum að nýta hraðaupphlaupin

Bjarna Jóhannssyni þjálfara Stjörnunnar leið eins og hann hefði tapað í kvöld þegar lið hans gerði 1-1 jafntefli við Víking sem jafnaði sekúndum áður en flautað var til leiksloka.

Derek Young: Það tala allir Glasgow-sku

„Ég er þreyttur. Þetta var erfiður leikur en fín úrslit," sagði sagði Derek Young nýjast Skotinn í Grindavíkurliðinu að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

Heimir: Feginn að hafa ekki spilað enn við KR

Heimir Hallgrímsson, segist vera því feginn að hafa ekki enn spilað við KR í sumar en ÍBV komst upp í annað sæti Pepsi-deildar karla í kvöld með 3-1 sigri á Fylki í kvöld.

Haraldur Björns: Hefðum átt að pressa frá upphafi

„Við vorum í sókn allan seinni hálfleikinn og ég fæ ekki boltann. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta," sagði Haraldur Björnsson markvörður Vals eftir 1-1 jafntefli Vals við Grindavík í kvöld.

Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar.

Ólafur: Lítið sjálfstraust í liðinu

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var þungur á brún eftir sjötta tap Blika í deildinni í sumar. Skal engan undra þar sem Íslandsmeistararnir eru komnir niður í níunda sæti deildarinnar.

Umfjöllun: Víkingur stal stigi

Víkingur náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stjörnunni. Varamaðurinn Björgólfur Takefusa sem virðist koma í hörkuformi úr meiðslum jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komar fram yfir venjulegan leiktíma. Rausnarlegur viðbótartími hjá Valgeiri sem Víkingar fagna og Stjörnumenn furða sig á.

Ólafur: Styttist í kynslóðaskipti hjá markvörðum landsliðsins

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins.

Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson.

Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi á Hlíðarenda

Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu.

Umfjöllun: FH lagði andlausa Blika

Breiðablik er komið niður í níunda sæti í Pepsi-deild karla eftir 0-1 tap gegn FH á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Emil Pálsson sem skoraði eina mark leiksins.

Leik Keflvíkinga og KR-inga frestað um 50 daga

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum KR-inga í Pepsi-deild karla, annarsvegar vegna þátttöku KR-liðsins í Evrópukeppni og hinsvegar vegna úrslitaleik Valitorsbikarsins. Annar leikjanna er leikur Þórs og KR sem mætast einmitt í bikarúrslitaleiknum á laugardeginum 13. ágúst en þau áttu síðan að mætast í deildinni mánudaginn 15. ágúst.

Þórður Þórðarson: Hef meiri trú á Fram en Víkingi

Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum.

Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum

Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli, Ísland1, gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli, Ísland2, lagði Svía að velli 3-1.

Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna

Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008.

Rúnar ætlar að segja nei verði honum boðið A-landsliðið

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur ekki áhuga á því að taka við karlalandsliðinu í fótbolta. Þetta kom í ljós þegar Valtýr Björn Valtýsson spurði hann hreint út í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá undanúrslitaleik KR og BÍ/Bolungarvíkur í Valtor-bikarnum í gær.

Geir segir að nafn Guðjóns Þórðarsonar sé upp á borðinu

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og þar sagði hann að það komi alveg til greina að leita aftur til Guðjóns Þórðarsonar um að taka við karlalandsliðinu.

Svava: Náðum besta árangri sem íslenskt fótboltalið hefur náð

Íslenska 17 ára landslið stelpna endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu sem lauk í Nyon í Sviss í gær. Íslenska liðið tapaði 2-8 á móti Þjóðverjum í leiknum um þriðja sætið. Telma Þrastardóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir