Fleiri fréttir

KR-ingar í bikarúrslit í sextánda sinn - myndir

KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að vinna 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag. KR-ingar eru þar með komnir í bikarúrslitaleikinn í þriðja sinn á síðustu fjórum tímabilum en þetta verður sextándi bikarúrslitaleikur A-liðs KR frá upphafi.

Geir: Þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill.

Rúnar: Bjarni, Viktor og Guðmundur Reynir fara ekki með til Tbilisi

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kom KR-liðinu í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð í kvöld þegar KR vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði. KR-liðið vann 4-0 sigur á Fram undir hans stjórn í undanúrslitaleiknum í fyrra en gerði út um leikinn í dag með því að skora þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum.

Hannes Þór Halldórsson: Þetta tók á taugarnar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, er kominn í bikarúrslitaleikinn á sínu fyrsta tímabili í Vesturbænum eftir að KR-liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. KR mætir Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fer 13. ágúst.

Guðjón Þórðarson: KR-ingar kláruðu þetta vel

Bikarævintýri Guðjóns Þórðarsonar og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík lauk í kvöld þegar liðið tapaði 1-4 á heimavelli á móti KR í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. Guðjón fór samt ótrúlega langt með liðið sitt sem er á sínu fyrsta ári í B-deildinni. KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að skora þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum.

Baldur: Líður vel í hreina loftinu út á landi

Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR í kvöld þegar KR-liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. KR mætir Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fer 13. ágúst.

Glódís Perla: Klikkuð reynsla að spila svona leik

Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í 17 ára landsliðinu urðu í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 tap fyrir geysisterku þýsku liði í leiknum um þriðja sætið í dag. Glódís Perla var í viðtali hjá Írisi Björk Eysteinsdóttur, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins, eftir leikinn.

KR-ingar í bikarúrslitin annað árið í röð - tvö frá Baldri fyrir vestan

Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR þegar liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik liðanna á Torfnesvelli á Ísafirði í kvöld. KR-ingar skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum í leiknum. KR mætir Þór í úrslitaleik Valtors-bikarsins sem fer fram á Laugardalsvellinum 13. ágúst næstkomandi.

Stórt tap hjá stelpunum í bronsleiknum

Íslenska 17 ára landslið kvenna í fótbolta endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 stórtap á móti Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið í Nyon í Sviss í dag. Telma Þrastardóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur syngja: Við erum harðir eins og hafið

BÍ/Bolungarvík leikur í dag stærsta leikinn í sögu félagsins þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum Valitors-bikarinn. BÍ/Bolungarvík er í B-deildinni en KR-ingar eru á toppnum í Pepsi-deildinni og hafa ekki tapað leik í deild eða bikar í sumar.

Guðmundur samdi við ÍBV til tveggja ára

Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann gekk í raðir úrvalsdeildarliðsins fyrir þetta keppnistímabil í Pepsideildinni í fótbolta. Guðmundur er frá Selfossi og er bróðir Ingólfs sem oftast er kenndur við Veðurguðina.

Enn óvissa með Jósef Kristin - FIFA komið í málið

Lítið gengur í deilum Grindvíkingsins Jósefs Kristins Jósefssonar við búlgarska félagið PSFC Chernomorets Burgas. Jósef, sem æft hefur með Grindvíkingum undanfarnar vikur, hefur enn ekki fengið laun greidd frá félaginu sem ennfremur neitar honum um félagaskipti.

Enn einn Skotinn til Grindavíkur - ekki séð hann spila

Skoski miðjumaðurinn Derek Young hefur gengið til liðs við Grindavík. Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar segir að Grindvíkingar renni að vissu leyti blint í sjóinn hvað Young varðar. Robbie Winters, framherji þeirra, gefi honum þó topp meðmæli.

Pétur Markan lánaður til BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrnumaðurinn Pétur Georg Markan hefur verið lánaður til BÍ/Bolungarvíkur frá Víkingi. Pétur Georg er kominn vestur og mun mæta á sína fyrstu æfingu klukkan 10 í fyrramálið á Ísafirði.

Haukur Ingi til Grindavíkur - vantar karaktera í liðið

Knattspyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason er genginn til liðs við Grindavík. Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar segir vanta karaktera í Grindavíkurliðið og vonar að Haukur geti ekki síður styrkt liðið á því sviði.

Semjum aldrei aftur við Íslendinga

Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Jitex eru allt annað en sáttir við markvörðinn Söndru Sigurðardóttur. Varaformaður félagsins hefur lokað dyrunum á íslenskt knattspyrnufólk og segir að brennt barn forðist eldinn og á þar við sænska félagið.

Fylkir og Haugesund í viðræðum um Andrés Má

Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson gæti verið á förum til norska knattspyrnufélagsins Haugesund. Norska félagið hefur gert tilboð í miðjumanninn og viðræður standa yfir milli félaganna. Kjartan Daníelsson formaður knattspyrnudeildar Fylkis staðfesti þetta við Vísi í dag.

ÍBV og Örebro komast að samkomulagi um kaupverð á Eiði Aroni

ÍBV og sænska knattspyrnufélagið Örebro hafa komist að samkomulagi um kaupverðið á varnarmanninum Eiði Aroni Sigurbjörnssyni. ÍBV hafnaði tveimur tilboðum frá sænska liðinu og sendu Örebro gagntilboð sem Svíarnir samþykktu. Rúv greindi frá þessu í gærkvöldi.

Rúnar: Förum ekki áfram í þessari keppni

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var skiljanlega svekktur eftir 4-1 tap á heimavelli gegn Dinamo Tbilisi í undankeppni Evrópudeildar í kvöld. KR-ingar fengu fín færi í leiknum sem nýttust ekki.

Grétar Sigfinnur: Þetta er alls ekki vonlaust

Grétar Sigfinnur Sigurðarson var fyrirliði KR í kvöld í fjarveru Bjarna Guðjónssonar. Það er orðinn sjaldgæfur viðburður að taka viðtöl við KR-inga eftir tapleiki.

Ísland mætir Þýskalandi í bronsleiknum - vítakeppni í hinum leiknum

Íslensku stelpurnar í 17 ára landsliðinu mæta Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í Nyon í Sviss eftir að þýska liðið tapaði í vítakeppni á móti Frakklandi í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn fer fram á sunnudaginn. Spánn og Frakkland spila til úrslita um Evrópumeistaratitilinn.

Umfjöllun: KR-ingar teknir í kennslustund á heimavelli

KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur.

Rúnar Kristins: Vonandi getum við strítt þeim

Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið.

Guðmunda Brynja: Erum töluvert stærri og þyngri

Guðmunda Brynja Óladóttir frá Selfossi er lykilmaður í íslenska U17 ára landsliðinu sem mætir Spáni í undanúrslitum í Evrópukeppninni í dag. Hún segir mikla samheldni í hópnum þar sem enginn er skilinn út undan.

KR á móti Dinamo í kvöld: Leikir sem menn dreymir um að spila

KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá.

Tryggvi: Hundfúll eins og alltaf eftir tap

Tryggvi Guðmundsson var hundfúll eftir tapið gegn Þór í kvöld, enda rík ástæða til. Bikarúrslitaleikurinn rann ÍBV úr greipum en baráttuglaðir Þórsarar hirtu sætið.

Leiknismenn á siglingu undir stjórn Zorans

Leiknismenn unnu sinn þriðja leik í röð í 1. deild karla í kvöld þegar þeir unnu 5-1 sigur á Þrótturum sem voru fyrir leikinn sex sætum ofar en þeir í töflunni. Haukar sóttu að Selfossi í baráttunni um annað sætið þökk sé sigurmarki Hilmars Rafns Emilssonar á móti ÍR.

Finnur: Vantaði ákveðni í teigunum

"Það vantaði það sama og fyrr í sumar, ákveðni í vítateigunum," sagði Finnur Ólafsson leikmaður ÍBV eftir tapið gegn Þór í kvöld.

Atli Sigurjónsson: Ég vil fá KR í úrslitaleiknum

„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Ég er alveg búinn á því en mjög glaður," sagði Þórsarinn Atli Sigurjónsson í viðtali við Valtýr Björn Valtýsson á Stöð 2 Sport eftir að Þórsliðið hafði tryggt sér sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Veðurguðinn heim á Selfoss

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur gengið til liðs við Selfoss. Ingólfur hefur verið á mála hjá Víkingum en fengið fá tækifæri í búningi reykvíska félagsins í sumar. Sunnlenska.is greinir frá þessu.

Sigurganga Skagamanna heldur áfram - myndir

Skagamenn unnu sinn tíunda leik í röð í 1. deild karla í gær þegar þeir unnu 2-1 sigur á Selfossi í toppslag deildarinnar. ÍA-liðið hefur náð í 40 stig af 42 mögulegum í fyrstu fjórtán leikjum sínum í sumar.

Vægast sagt lélegur með hægri

Guðmundur Reynir Gunnarsson, bakvörður KR-inga, hefur farið á kostum með liðinu í sumar. Hann segir sig langa í atvinnumennsku hvenær sem af því verður. Guðmundur Reynir átti frábæran leik í 4-0 sigrinum á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar og er besti

Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan

Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998.

Sjá næstu 50 fréttir