Fleiri fréttir

Húsvíkingar létu Blika hafa fyrir hlutunum

Breiðablik er komið áfram í sextán liða úrslit Valitors-bikarsins eftir 2-1 sigur á Völsungi frá Húsavík í gær. Blikar voru mun sterkari í byrjun leiksins en voru á endanum heppnir að sleppa við framlengingu.

Tryggvi verður með öfluga grímu á andlitinu gegn Víkingum

Tryggvi Guðmundsson varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum gegn Keflavík á dögunum þar sem kinnbein brotnaði á þremur stöðum. Framherjinn ætlar ekki að láta þessi meiðsli stöðva sig og hefur hann hug á því að leika næsta leik ÍBV gegn Víkingum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Tryggvi mun leika með öfluga hlífðargrímu á andlitinu og eins og sjá má á myndinni.

Heimir: Sýndum karakter sem hefur vantað

„Þetta var ekki auðveldur sigur, en við vorum að spila á móti virkilega öflugu Fylkisliði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld.

Gylfi: Ömurlegt að tapa þessum leik

„Það er auðvita ömurlegt að tapa þessum leik, sérstaklega þar sem við höfðum ágætis tök á honum framan af,“ sagði Gylfi Einarsson, leikmaður Fylkis, eftir ósigurinn gegn FH í kvöld.

Bjarki: Var farinn að fljúga í large-treyjunni

Hinn smái en knái miðjumaður Völsungs, Bjarki Baldvinsson, var magnaður í leiknum gegn Blikum í Valitorbikarnum í kvöld. Bjarki var hundfúll að hafa tapað leiknum sem fór 2-1 fyrir Blika.

Ólafur: Vorum sjálfum okkur verstir

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hélt leikmönnum sínum lengi inn í klefa áður en hann kom fram að ræða við fjölmiðlamenn. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hafa verið að lesa sínum mönnum pistilinn.

Jóhann: Við getum verið stoltir

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, sagðist vera stoltur af sínu liði í kvöld en einnig svekktur að hafa ekki náð jöfnunarmarki sem hann taldi sitt lið hafa átt skilið.

Hrannar Björn: Þetta er mjög fúlt

Hrannar Björn Steingrímsson átti fínan leik í liði Völsungs í kvöld sem tapaði naumlega, 2-1, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hrannar skoraði mark Völsungs í leiknum og var það smekklega gert.

Víkingar í basli með KV

Pepsi-deildarlið Víkings er komið áfram í 16-liða úrslit Valitors-bikarkeppninnar eftir að hafa lent í basli með 3. deildarlið KV.

Umfjöllun: Freyr Bjarnason skallaði FH-inga áfram í bikarnum

FH-ingar komust í kvöld í 16-liða úrslit Valitor-bikar karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum leik, en leiknum lauk með 3-2 sigri Fimleikafélagsins. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma, en Freyr Bjarnason, leikmaður FH, skoraði sigurmarkið.

Umfjöllun: Völsungar velgdu Blikum undir uggum

2. deildarlið Völsungs kom skemmtilega á óvart í kvöld er liðið sótti Íslandsmeistara Breiðabliks heim. Blikar unnu 2-1 sigur en Völsungarnir voru svekktir eftir leik og máttu vera það enda voru þeir klaufar að skora ekki fleiri mörk.

Ég set pressu á sjálfan mig

Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins.

Besta byrjun nýliða í áratug

Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild kvenna hafa vakið mikla athygli með því að byrja Íslandsmótið á því að vinna 5-0 sigra á bæði Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu tveimur umferðunum.

Rúnar: Aldrei spurning eftir annað markið

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagðist aldrei hafa verið í rónni fyrr en KR komst í 0-2 á móti Stjörnunni en KR vann leik liðanna í Valitor-bikarnum, 0-3.

Daníel: Vildi ekki láta mig detta eins og stelpa

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki par sáttur við dómara leiksins að hafa ekki dæmt á Baldur Sigurðsson þegar hann var sloppinn í gegnum vörn KR eftir rúmlega 20 mínútna leik í kvöld.

Dofri: Æskudraumur að rætast

Hinn ungi leikmaður KR. Dofri Snorrason, átti mjög fínan leik með KR sem lagði Stjörnuna í Garðabænum, 0-3. Dofri var sterkur í vörninni og átti magnaða spretti fram. Úr einum slíkum sprett skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk félagsins.

Gunnlaugur: Úrvalsdeildarliðin refsa

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA, sagði að sitt lið hefði átt að skora meira en eitt mark gegn Grindavík í kvöld. Lokatölur voru 1-2 fyrir Suðurnesjaliðið sem er komið áfram í Valitor bikarkeppninni.

Ólafur: Heppnir að vera ekki refsað

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld. Hann stóð sjálfur vaktina í vörninni.

Fram og Valur komust áfram

Fjölmargir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Valitor-bikarkeppninnar í kvöld og má sjá úrslit þeirra alla hér fyrir neðan.

ÍBV og BÍ/Bolungarvík áfram í bikarnum

Tveir leikir hófust klukkan 18.00 í Valitor-bikarkeppni karla og er þeim báðum lokið. ÍBV og BÍ/Bolungarvík tryggðu sér þá sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Kristján Örn og félagar slógu Stabæk úr leik

Það var spilað í norsku bikarkeppninni í dag og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir Stabæk en það dugði ekki til gegn B-deildarliðinu Hönefoss.

Umfjöllun: Bikarhefnd Grindvíkinga á KA

Grindavík er komið í 16-liða úrslit Valitor-bikarsins eftir 1-2 sigur á KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Sanngjörn úrslit í skemmtilegum leik.

Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR á teppinu

Teppið í Garðabæ reyndist KR ekki nein hindrun í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heima í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu. KR-ingar beittari frá fyrstu mínútu og hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik sem þeim tókst ekki nýta. Voru hreint ótrúlegir klaufar fyrir framan markið.

Versta byrjun Blikakvenna í 34 ár

Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar kvenna og er í sjötta sæti deildarinnar. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1977 til þess að finna samskonar byrjun hjá kvennaliði Breiðabliks.

Þrír leikir færðir til í 7. umferð Pepsi-deild karla

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa til þrjá leiki í 7. umferð Pepsi-deildar karla vegna verkefna landsliða Íslands, Úganda og 21 árs liðs Finnlands. Þessum þremur leikjum hefur verið seinkað um einn eða tvo daga.

ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga

Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki.

ÍBV vann annan 5-0 sigur

ÍBV hefur farið mjög vel af stað í Pepsi-deild kvenna en liðið vann í kvöld 5-0 sigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

KR - Breiðablik í beinni á netinu

Leikur KR og Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna verður í beinni útsendingu á vefsíðunni sporttv.is en leikurinn hefst klukkan 19.15.

Ólafur: Það fór enginn þeirra í frí

Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk.

Leikmenn sjá rautt í leikjum Breiðabliks

Alls hafa farið fimm rauð spjöld á loft í fyrstu fimm leikjum Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi-deild karla í sumar. Þeir fengu tvö rauð spjöld í fyrstu tveimur leikjum sínum og mótherjar þeirra hafa síðan fengið þrjú rauð spjöld í síðustu þremur leikjum.

Fylkismenn líklega með táning í markinu

Ísak Björgvin Gylfason, átján ára markvörður úr 2. flokki Fylkis, mun að öllum líkindum standa í marki Fylkis þegar liðið mætir bikarmeisturum FH í 32-liða úrslitum Valitor-bikarkeppninnar annað kvöld. Fjalar Þorgeirsson verður í banni og Bjarni Þórður Halldórsson er enn meiddur.

Andri tognaður aftan á læri

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, fór meiddur af velli gegn Keflavík í gær eftir að hafa tognað í vöðva aftan á læri. Óvíst er hvort hann verði með í næsta leik.

Sjá næstu 50 fréttir