Fleiri fréttir

Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt
Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Pirraður á að vera ekki valinn í landsliðið
Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni.

Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester
Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja.

Stuðningsmaður Chelsea fær þriggja ára bann fyrir kynþáttaníð í garð Son
Thomas Burchell, stuðningsmaður Chelsea, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum knattspyrnuleikjum á Englandi eftir að hafa beitt Son Heung-Min, leikmann Tottenham Hotspur, kynþáttaníði í leik liðanna þann 14. ágúst síðastliðinn.

Reynir að komast í Eurovision og útilokar ekki að spila í Bestu-deildinni í sumar
Bragi Bergsson sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld hefur leikið fótbolta alla sína tíð. Hann útilokar ekki að spila í Bestu deild karla í sumar.

Knattspyrnudeild Breiðabliks nauðbeygð til að skipta um gervigras
Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar.

Hakimi sætir rannsókn eftir ásakanir um nauðgun
Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, sætir rannsókn eftir að hafa verið sakaður um nauðgun.

Keflavík hafði betur í níu marka leik | Njarðvík vann öruggan sigur
Þrír leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Keflavík vann 5-4 útisigur gegn Fjölni í riðli 4, Fylkir vann 2-1 sigur gegn Þrótti R. í sama riðli og í riðli 3 vann Njarðvík öruggan 4-1 sigur gegn Aftureldingu.

Lazio batt enda á sigurgöngu toppliðsins
Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mátti þola 0-1 tap er liðið tók á móti Lazio í toppslag ítölsku deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Napoli unnið átta deildarleiki í röð.

Dortmund skaust á toppinn
Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld.

Mikael og félagar upp í efri hlutann eftir sigur í Íslendingaslag
Mikael Neville Anderson og félagar hans í AGF unnu nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum hans í Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Nýliðarnir fá sýrlenskan varnarmann frá Svíþjóð
HK-ingar, nýliðar í Bestu-deild karla í fótbolta, hafa fengið sýrlenska varnarmanninn Ahmad Faqa á láni frá sænska félaginu AIK.

Rúnar og félagar komust aftur á sigurbraut og stukku upp um þrjú sæti
Eftir fjóra leiki í röð án sigurs unnu Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor loks langþráðan sigur er liðið tók á móti Basaksehir í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Firmino yfirgefur Liverpool í sumar
Brasilíski framherjinn Roberto Firmino mun yfirgefa herbúðir Liverpool þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar eftir átta ára veru hjá félaginu.

Segir að Kompany sé ætlað að stýra Manchester City einn daginn
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það sé skrifað í skýin að fyrrverandi fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, muni taka við sem knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna einn daginn.

Busquets komst upp fyrir þá Messi og Sergio Ramos
Spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets er nú sá leikmaður sem hefur oftast spilað í El Clasico leiknum á Spáni.

Neymar missir af seinni leiknum á móti Bayern
Paris Saint-Germain þarf að sætta sig við það að spila án Brasilíumannsins Neymar í leiknum mikilvæga á móti Bayern München í Meistaradeildinni.

Segist vera með tvo af bestu varnarmönnum heims í sínu liði
Knattspyrnustjóri Barcelona segist vera með tvo af bestu varnarmönnum heims innan sinna raða.

Klopp virkilega ánægður fyrir hönd Marcus Rashford
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool viðurkennir að það gleðji hann að sjá Marcus Rashford koma svo sterkan til baka eftir erfiða tíma hjá Manchester United.

Sandra leggur skóna á hilluna
Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna í fótbolta, hefur lagt skóna á hilluna. Hún greindi frá þessu á Instagram í dag.

Martínez ljóstrar upp um það sem hann sagði við Mbappé
Emiliano Martínez hefur ljóstrað upp um hvað hann sagði við Kylian Mbappé eftir úrslitaleik HM í Katar þar sem Argentína vann Frakkland í vítaspyrnukeppni.

Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið
Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki.

Ferskir vindar í Vesturbæ: „Jákvætt í alla staði“
Ferskir vindar blása í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir komandi fótboltasumar. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR, sem er töluvert unglegri álits en í fyrra, auk þess sem stór breyting varð á hliðarlínunni.

Messi hótað og fjórtán byssukúlum skotið á verslun tengdaforeldranna
Byssumenn skutu á verslun tengdaforeldra Lionels Messi í Rosario í Argentínu í gær. Þeir skildu eftir hótunarbréf til argentínska knattspyrnugoðsins.

Samþykkt ársþings KSÍ kosti sveitarfélög hundruði milljóna
Skiptar skoðanir eru um flóðlýsingarskyldu á heimvöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kostnaður af því að uppfylla kröfurnar getur numið um 100 milljónum króna á hvern völl.

Umboðsmaður Haalands segir Real Madrid vera draum hvers leikmanns
Rafaela Pimenta, umboðsmaður framherjans Erlings Braut Haaland, segir að það sé draumur hvers leikmanns að fara til spænska stórveldisins Real Madrid.

Gætu hætt við þriggja liða riðla á HM
Sú ákvörðun gæti verið tekin síðar í þessum mánuði að hætta við þau áform að breyta fyrirkomulaginu á HM í knattspyrnu árið 2026 í þriggja liða riðla í stað fjögurra.

Brynjar Ingi genginn til liðs við HamKam
Landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er genginn til liðs við norksa félagið HamKam frá Vålerenga.

Valur enn með fullt hús eftir nauman sigur | Markalaust í Garðabæ
Valur vann nauman 1-0 sigur er liðið tók á móti HK í A-deild Lengjubikars karla í kvöld og á sama tíma gerðu Stjarnan og Fram markalaust jafntefli.

Sjálfsmark Real Madríd gaf Börsungum forskotið
Barcelona fer með 1-0 forystu inn í seinni viðureign liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitaeinvígi spænsku bikarkeppninnar í fótbolta, Copa del Rey.

KA hafði betur í Akureyrarslagnum
KA vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Þór í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld.

Aroni og félögum mistókst að hrifsa til sín toppsætið
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Al-Duhail í toppslag katörsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Ráðning FIFA á ofurfyrirsætunni Limu sögð taktlaus
Sú ákvörðun FIFA að ráða brasilísku ofurfyrirsætuna Adriönu Limu í stöðu hjá sambandinu hefur verið harðlega gagnrýnd og sögð taktlaus.

Mourinho púaði á vítaskyttu og bað sína menn að gera sér upp meiðsli í krakkaleik Roma og Lazio
Eftir að hafa verið rekinn af velli í þriðja sinn á tímabilinu er José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, aftur búinn að koma sér í fréttirnar fyrir vafasama hegðun.

Allir fengu gullsíma frá Leo Messi
Leikmenn argentínska heimsmeistaraliðsins fengu ekki aðeins gullverðlaun um hálsinn eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu í Katar í desember því Lionel Messi sjálfur var líka í gjafastuði.

Sjáðu mörkin sem komu Man. United áfram og markið sem sló út Tottenham
Deildabikarmeistarar Manchester United eiga enn möguleika á fernunni á þessu tímabili eftir endurkomu sigur á móti West Ham í enska bikarnum í gærkvöldi.

Áfrýjun Sigurðar skilaði engu
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki.

Erfitt fyrir Katrínu forsætisráðherra að búa með Man. United aðdáendum
Katrín Jakobsdóttir stendur með Jürgen Klopp og Liverpool liðinu sínu í mótlætinu þrátt fyrir að lífið heima hafi orðið erfiðara eftir uppkomu Manchester United og fall Liverpool.

Búist við að Toney fái að minnsta kosti sex mánaða bann
Ivan Toney, framherji enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, á yfir sér í það minnsta sex mánaða bann frá knattspyrnu fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins.

„Seiglan og trúin sem liðið hafði var mögnuð“
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna gegn West Ham í enska bikarnum í kvöld. Liðið lenti undir í seinni hálfleik, en snéri taflinu við og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum.

Jói Berg og félagar heimsækja Englandsmeistarana
Dregið var í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir leiki kvöldsins í kvöld og eins og svo oft áður eru áhugaverðar viðureignir framundan.

Liverpool að blanda sér í Meistaradeildarbaráttuna
Liverpool stökk upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri gegn Wolves í kvöld. Liðið er nú aðeins sex stigum frá Meistaradeildarsæti og á leik til góða.

Tottenham féll úr leik gegn B-deildarliði og Southampton gegn D-deildarliði
Á hverju ári býður enska bikarkeppnin, FA-bikarinn, upp á óvænt úrslit og í kvöld fengu áhorfendur að sjá tvö úrvalsdeildarlið falla úr leik gegn liðum í neðri deildum. Tottenham mátti þola 1-0 tap gegn B-deildarliði Sheffield United og D-deildarlið Grimsby Town gerði sér lítið fyrir og sló Southampton úr leik.

United í átta liða úrslit eftir endurkomusigur
Nýkrýndir deildabikarmeistarar Manchester United eru komnir í átta liða úrslit hinnar bikarkeppninnar á Englandi, FA-bikarsins, eftir 3-1 sigur gegn West Ham í kvöld.

Arsenal endurheimti fimm stiga forskot með öruggum sigri
Arsenal styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Everton í kvöld.