Fleiri fréttir

Samuel Eto‘o verður sóttur til saka

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Samuel Eto‘o er í vandræðum á Spáni. Eto'o mun í annað sinn verða sóttur til saka eftir að hafa neitað að greiða meðlagsgreiðslur.

Selfoss á topp Lengjudeildarinnar

Það voru fjórir leikir á dagskrá í 5. umferð Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld og mörk skoruð í öllum leikjum.

Danir sigruðu heimsmeistarana á heimavelli

Andreas Cornelius er nýjasta þjóðhetja Danmerkur eftir að hann kom inn af varamannabekknum og skoraði tvö mörk gegn heimsmeisturum frá Frakklandi. Danir höfðu áður lent marki undir en með mörkum Cornelius vann Danmörk 1-2 sigur á Stade de France í París.

„Kannski verður maður með næst“

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, lætur umræðuna um A-landsliðsvalið ekki trufla sig. Einhverjir hafa kallað eftir því að fá Ísak beint inn í A-landsliðið eftir flotta frammistöðu með Breiðablik í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland 9-0 Liechtenstein | Stórsigur hjá strákunum okkar

U-21 landslið Íslands vann stórsigur í kvöld þegar að liðið fékk Liechtenstein í heimsókn í Víkina í kvöld. Ísland gerði hvorki né minna en 9 mörk í leiknum og hélt markinu sínu hreinu. Hremmingar Liechtenstein halda áfram, en þeir hafa nú fengið á sig 54 mörk og skorað 0 í riðlinum. Þetta var jafnframt næststærsta tap Liechtenstein í riðlinum til þessa.

UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar

Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn.

Foden sendur heim úr enska hópnum

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands hefur sent Phil Foden, leikmann Manchester City, heim í einangrun eftir að leikmaðurinn greindist með Covid-19.

Juventus, Real Madríd og PSG vilja öll Pogba

Paul Pogba er sagður vera íhuga vel og vandlega hvert næsta skref hans verður á ferlinum. Samningur hans við Manchester United rann út á dögunum og hann nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum.

Stuðningsmenn muni bera kostnaðinn af dýrasta HM sögunnar

Stuðningsmenn liða sem taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur sjá fram á gríðarlegan útlagðan kostnað. Samkvæmt úttekt breska miðilsins Telegraph getur kostað stuðningsmenn rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna að fara á mótið.

Getur þakkað „bol“ úr lögreglunni fyrir líf sitt

Emerson Royal, varnarmaður Tottenham Hotspur á Englandi, slapp ómeiddur eftir misheppnaða ránstilraun í Brasilíu í nótt. Vopnaðir menn reyndu að ræna Emerson en fótboltamaðurinn var heppinn að hafa lögreglumann sér við hlið.

Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum

Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar.

Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA

Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag.

„Vonast til að geta fengið fyrsta leikinn fyrir Ís­land“

Þorleifur Úlfarsson, leikmaður Houston Dynamo í MLS-deildinni í Bandaríkjunum er í leikmannahópi U-21 árs landsliðs Íslands sem spilar þrjá leiki á næstu dögum. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Houston á dögunum og vonast til að fá að tækifærið til að sýna hvað hann getur með U-21.

Þorsteinn framlengir um fjögur ár við KSÍ

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnusamband Íslands um fjögur ár. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á frekari framlengingu.

Ron­aldo trúir að Man Utd geti rétt úr kútnum

Framtíð Cristiano Ronaldo hefur verið til umræðu að undanförnu. Talið var að leiðir hins 37 ára gamla Portúgala og Manchester United gætu skilið. Svo virðist ekki vera ef marka má ummæli hans í viðtali við vef Man United.

„Í dag er hugur minn bara við þetta starf“

„Ég held það sé rosalega auðvelt að standa hérna og segja nei þegar manni hefur ekki verið boðið eitt né neitt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks um orðróma þess efnis að hann væri að taka við danska úrvalsdeildarliðinu AGF.

„Byrjum bara á einum leik í einu eins mikil klisja og það er“

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Liechtenstein í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins af þrem á næstu átta dögum og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segist vilja fara út úr þessum glugga með góða tilfinningu.

Ribéry mun spila til fer­tugs

Franck Ribéry, fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München, er enn í fulli fjöri þó hann nálgist fimmtugsaldurinn. Ribéry leikur í dag með Salernitana á Ítalíu og var að framlengja samning sinn við félagið.

Hörður Björgvin: Tek jöfnunarmarkið alfarið á mig

Hörður Björgvin Magnússon lagði upp seinna mark íslenska liðsins þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Ísrael í B-deild Þjóðardeildarinnar í fótbotla karla í Haifa í kvöld. Hörður Björgvin var bæði sáttur og svekktur í leikslok.

„Hefðum klárlega reynt að skella okkur í pottinn að rifja upp gamla tíma“

Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta leikur seinustu þrjá leiki sína í undankeppni EM á næstu níu dögum. Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins, ræddi um komandi verkefni, ásamt því að fara stuttlega yfir tímabilið með Lyngby þar sem liðið tryggði sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Guð­jón Pétur og Her­mann ná sáttum

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, hafa náð sáttum eftir að sauð upp úr á milli þeirra tveggja í leik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta nýverið. Í kjölfarið var Guðjón Pétur settur í vikustraff en hann segir nú málið úr sögunni.

„Ég er ekkert að fara í Val í dag“

Heimir Hallgrímsson segir „leiðinlegt“ að lesa í fjölmiðlum orðróma þess efnis að hann sé að taka við knattspyrnuliði Vals af nafna sínum Heimi Guðjónssyni. Hann hafi ekki rætt við Val og stefni sjálfur enn á að þjálfa erlendis.

Guð­mundur ekki á­fram í Ála­borg

Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson mun ekki leika áfram með danska úrvalsdeildarliðinu AaB frá Álaborg þar sem félagið hefur ákveðið að framlengja ekki samning hans.

Sara Björk fékk væna flug­ferð eftir loka­leik sinn fyrir Lyon

Landsiðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir róir á önnur mið í sumar en ljóst er að hún verður ekki áfram á mála hjá Evrópu- og Frakklandsmeisturum Lyon. Hún lék lokaleik sinn fyrir félagið á miðvikudag og var tolleruð að loknum 4-0 sigri á Issy.

Sjá næstu 50 fréttir