Fleiri fréttir

Metin sem gætu fallið á morgun

Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram.

Neymar settur á sölulista

Brasilíumaðurinn Neymar skrifaði undir nýjan samning við PSG í fyrra en nú vill félagið losna við þennan þrítuga knattspyrnumann.

„Litum aldrei á hann sem miðjumann“

Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina.

Gerrard heldur áfram að versla

Steven Gerrard virðist ætla að klára leikmannamálin hjá enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa áður en hann heldur í sumarfrí.

Heimir: Við erum allt­of mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar

„Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Hjörtur spilaði allan leikinn í tapi

Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa eiga enn ágætis möguleika á að vinna sér sæti í Serie A þrátt fyrir 2-1 tap gegn Monza í kvöld.

Meiðsla­hrjáð hetja Róm­verja

Hinn 22 ára gamli Nicolò Zaniolo reyndist hetja Roma er liðið vann Feyenoord 1-0 í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Zaniolo hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einkar óheppinn með meiðsli og til að mynda tvívegis slitið krossband í hné.

Breiða­blik ekki byrjað jafn illa í ellefu ár

Bikarmeistarar Breiðabliks hafa farið skelfilega af stað í Bestu deild kvenna í fótbolta. Raunar hefur liðið ekki byrjað Íslandsmót jafn illa síðan 2011 ef stigasöfnun eftir sex umferðir er tekin saman.

Staðgengill Elíasar hetja Midtjylland

Midtjylland er danskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á OB í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 0-0 jafntefli í úrslitaleiknum í Kaupmannahöfn í dag. Hinn 37 ára gamli David Ousted var hetja Midtjylland.

Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun.

Salah mun ekki yfir­gefa Liver­pool í sumar

Mohamed Salah, stórstjarna Liverpool, hefur staðfest að hann muni ekki yfirgefa félagið í sumar. Samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Sadio Mané.

Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.

Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg

Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur.

Roy Keane: Það verður einhver stunginn

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni.

Njarðvík vann nágrannaslaginn í Keflavík | FH ekki í vandræðum með Kára

Toppliðið í 2. deildinni, Njarðvík, gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína og Bestu-deildar lið Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 1-4 útisigri í Keflavík. Steven Lennon, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og lagði upp annað gegn Kára í 3-0 sigri Hafnfirðinga á sama tíma.

Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt

AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru.

Sjá næstu 50 fréttir