Fleiri fréttir

„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“

Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Yngsti leik­maður Spánar frá upp­hafi

Hinn 17 ára gamli Pablo Gavira, kallaður Gavi, varð í kvöld yngsti leikmaður spænska A-landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar. Gavi hefur aðeins leikið sjö leiki fyrir aðallið Barcelona.

Fékk sömu með­ferð og Ron­aldo

Landon Donovan, einn besti knattspyrnumaður í sögu Bandaríkjanna, fékk styttu sér til heiðurs fyrir utan heimavöll LA Galaxy en hann lék með liðinu frá 2015 til 2014. Styttan minnir um margt á fræga styttu sem gerð var til heiðurs Cristiano Ronaldo.

Torres skaut Spánverjum í úrslit

Ferran Torres skoraði tvívegis er Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar með 2-1 sigri á Evrópumeisturum Ítalíu er liðin mættust á San Siro-vellinum í Mílanó-borg í kvöld.

Emil leikur aftur í Verónaborg

Emil Hallfreðsson mun spila í ítölsku C-deildinni í fóbolta í vetur með liði Virtus Verona. Þessi 37 ára gamli leikmaður skrifaði undir samning sem gildir út júní á næsta ári.

Síðasti leikur þjálfarans verður sá stærsti

Vilhjálmur Kári Haraldsson er í sérstakri stöðu í kvöld. Hann er að stýra Blikaliðinu í síðasta skiptið en um leið er liðið að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn

Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar.

Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“

Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá.

Íslendingaliðin skiptu stigunum á milli sín

Benfica tók á móti Bayern München í fyrstu umferð D-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hin kandadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse var í byrjunarliði Benfica og Glódís Perla Viggósdóttir var sömuleiðis í byrjunarliði Bayern þegar að liðin gerðu markalaust jafntefli.

City og United langdýrustu lið Evrópu

Nágrannaliðin frá Manchester, City og United, eru þau dýrustu í Evrópu samkvæmt útreikningum CIES Foot­ball Observatory. Manchester-liðin eru eru rúmum 200 milljónum punda fyrir ofan næsta lið á listanum.

Í liði vikunnar þrjár vikur í röð

Kanadíska knattspyrnukonan Shelina Zadorsky, miðvörður Tottenham Hotspur, hefur verið valin í lið vikunnar í ensku Ofurdeildinni þrjár vikur í röð, en hingað til hefur liðið aðeins leikið fjóra leiki á tímabilinu.

Andrarnir í hópnum eru báðir tæpir

Andri Fannar Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen eru báðir að glíma við meiðsli og Eiður Smári Guðjohnsen veit ekki hvort sonur sinn getur spilað í leikjunum sem eru framundan.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari sátu fyrir svörum.

Frá Kristianstad til Selfoss

Björn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Jón Guðni með slitið krossband

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Hammarby, er með slitið krossband í hné og verður frá keppni næstu níu mánuðina.

Sjá næstu 50 fréttir