Fleiri fréttir

Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr

Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis.

Nafnarnir spiluðu sinn hundraðasta landsleik

Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir hönd íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag.

Lingard með tvö í sigri Englands á Andorra

England vann 4-0 sigur á Andorra er liðin mættust á Wembley í Lundúnum í I-riðli undankeppni HM karla í fótbolta á næsta ári. Hálfgert B-lið Englendinga mætti til leiks sem átti í vandræðum framan af leik.

Barbára skoraði í sigri Brøndby

Barbára Sól Gísladóttir skoraði jöfnunarmark Brøndby í 2-1 sigri liðsins á heimavelli gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sveindís Jane lagði upp í tapi í Íslendingaslag

Íslendingaliðin Kristianstad og Hammarby mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lagði upp mark Kristianstad, en liðið þurfti að sætta sig við 2-1 tap.

Ásmundur hættir með Fjölni eftir tímabilið

Knattspyrnudeild Fjölnis og Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, hafa tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samstarfinu að tímabili loknu. Ásmundur hefur þjálfað liðið í samtals tíu ár af þrjátíu ára sögu félagsins.

Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra

Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum.

Fimmta jafntefli Úkraínumanna í röð

Frakkland mætti Úkraínu í D-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Liðin skildu jöfn 1-1, en þetta var annað jafntefli Frakka í röð, en það fimmta hjá Úkraínumönnum.

Guðni Þór: Með þennan vilja er hægt að gera allt

Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur með 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum á Jáverk-vellinum í dag. Liðið heldur enn í veika von um að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, en Guðni segir sigurinn í dag hafa verið verðskuldaðan.

Örebro og Häcken unnu Íslendingaslagina

Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag. Toppliðin tvö í deildinni gefa lítið eftir og þá urðu úrslit dagsins Kristianstad og Hammarby hliðstæð í Evrópubaráttunni.

Þrír æfðu ekki í dag

Þrír leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta æfðu ekki með liðinu fyrir leik morgundagsins gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 sem fer fram á morgun. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Glæsimark Amöndu dugði ekki til

Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 fyrir Rosenborg í toppbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn.

Ómögulegt að ætla að hringja og biðja um leyfi

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Hann kallar eftir skýrum ramma um hverja megi velja í landsliðið í kjölfar þess að stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson úr hópi liðsins fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, og Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Mourinho við Xhaka: Farðu í bólusetningu

Granit Xhaka, leikmaður Arsenal og svissneska karlalandsliðsins í fótbolta, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Knattspyrnusamband Sviss greindi frá því að hann væri óbólusettur en José Mourinho, þjálfari Roma, sem reyndi að fá Xhaka í sínar raðir í sumar hefur hvatt hann til að láta sprauta sig.

Arnór Ingvi lagði upp sigurmarkið og fauk út af

Arnór Ingvi Traustason fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 sigri liðs hans New England Revolution á Philadelphia Union í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Hann fékk að líta tvö gul spjöld með skömmu millibili.

Óhjákvæmilegt að gróðinn verði gríðarlegur á alla kanta

„Þetta er ekki áhætta að fá hann til liðs við Manchester United“ segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka, um skipti Cristiano Ronaldo til Manchester United. Í greiningu sinni á skiptunum segir Björn óhjákvæmilegt að félagið, styrktaraðilar og Ronaldo sjálfur græði umtalsvert á þeim.

Fordómafullir stuðningsmenn komust á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði ungverskra stuðningsmanna í garð leikmanna enska karlalandsliðsins í fótbolta í leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM 2022 á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöld. Stuðningsmenn gátu mætt á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Ungverja.

Sjá næstu 50 fréttir