Fleiri fréttir

Nafnarnir einum leik frá sínum hundraðasta lands­leik

Leikur Íslands og Rúmeníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu fer ekki í sögubækurnar. Lokatölur 2-0 gestunum í vil og möguleikar Íslands á að komast til Katar í jólafrí á næsta ári litlir sem engir. Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson eru þó einu skrefi nær að ná ótrúlegum áfanga með íslenska landsliðinu.

Þjálfari Noregs vill nýja ríkis­stjórn

Noregur gerði 1-1 jafntefli við Holland í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á dögunum. Ståle Solbakken, þjálfari Norðmanna, var allt annað en sáttur með hversu fáir áhorfendur fengu að vera á leiknum.

„Þurfum að gera okkur grein fyrir hvar við erum staddir“

Arnar Þór Viðarsson þjálfari íslenska landsliðsins sagði stöðuna á liðinu núna svipaða og fyrir tíu árum þegar sú kynslóð sem leiddi liðið á tvö stórmót var að hefja sinn landsliðsferil. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-2 tapið gegn Rúmeníu í gærkvöld.

Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni

Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum.

Ronaldo fær sjöuna hjá Manchester United

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fær að leika í treyju númer sjö hjá Manchester United líkt og hann gerði þegar hann lék með liðinu fyrir tólf árum. Edinson Cavani gefur sjöuna eftir og mun leika í treyju númer 21.

„Hannes var hundfúll og það er bara jákvætt“

Arnar Þór Viðarsson segir að valið á Rúnari Alex Rúnarssyni fram yfir Hannes Þór Halldórsson hafi tengst því hvernig hann vildi sjá íslenska liðið spila gegn Rúmeníu í kvöld. Hann segir að Hannes hafi að sjálfsögðu viljað byrja leikinn.

Jóhann Berg: Gríðar­legt svekk­elsi

„Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld.

Englendingar á toppi I-riðils eftir öruggan sigur

Ungverjar tóku á móti Englendingum í toppslag I-riðils í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Raheem Sterling, Declan Rice og nafnarnir Harry Kane og Maguire sáu um markaskorun Englendinga í 3-0 sigri.

Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld

Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það.

Xhaka með veiruna

Granit Xhaka, miðvallar leikmaður Arsenal og svissneska landsliðsins, greindist með Covid-19 í gær, miðvikudag.

„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“

Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar.

„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“

„Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta.

Var drullusama um sjöuna hjá Man. Utd. og kennir Van Gaal um allt

Ángel Di María segir að sér hafi verið drullusama um hina frægu treyju númer sjö hjá Manchester United sem hann klæddist á eina tímabilinu sem hann lék með liðinu. Þá kennir Argentínumaðurinn Louis van Gaal um ófarir sínar hjá United.

Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu

Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Bras, brandari eða björt framtíð í Barcelona?

Skipti Frakkans Antoine Griezmann til fyrra félags síns Atlético Madrid frá Barcelona sýnir fram slæmt ástand síðarnefnda félagsins. Lokadagur félagsskiptagluggans í gær einkenndist af ringulreið og neyðarútsölu hjá félaginu.

Hættir eftir tímabilið

Sigurbjörn Hreiðarsson mun ekki halda þjálfun Grindavíkur áfram þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar

Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista.

Lyon í fínni stöðu í Meistaradeildinni

Lyon, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, vann 2-1 sigur á Levante frá Spáni í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Spáni í kvöld. Liðin mætast að nýju í Frakklandi eftir viku.

Mark Hålands ekki nóg gegn Hollandi

Noregur og Holland skildu jöfn 1-1 á Ullevaal-leikvanginum í Osló í undankeppni HM karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið elta Tyrki í riðlinum.

Sjá næstu 50 fréttir