Fleiri fréttir

„Allir eru Framarar inn við beinið“

Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir félagið hafa sett sér það markmið að komast upp í efstu deild áður en gengið yrði frá flutningi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal. Það tókst í gær er liðið tryggði sæti sitt í Pepsi Max-deild karla að ári.

Tap í fyrsta leik Berglindar í Svíþjóð

Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvalsdóttir þreytti frumraun sína fyrir Hammarby í Svíþjóð er liðið tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Eskiltuna United í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ramsdale genginn í raðir Arsenal

Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor.

Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum

Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann.

Rúnar Alex, Aubameyang og Lacazette með veiruna

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette, voru ekki í leikmannahópi Arsenal sem tapaði gegn nýliðum Brentford um helgina vegna veikinda. Nú hefur það verið staðfest að þeir greindust með kórónaveiruna.

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Þrjú efstu liðin með sigra í Lengjudeild kvenna

Þrjú efstu lið Lengjudeildar kvenna, KR, FH og Afturelding, unnu öll sína leiki í kvöld. Afturelding vann 3-0 sigur gegn botnliði Augnabliks, KR vann 6-0 stórsigur gegn Víking R. og FH vann 3-2 sigur gegn fallbaráttuliði HK.

Tap hjá Tottenham í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar

Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur heimsótti Pacos de Ferreira frá Portúgal í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Heimamenn höfðu betur 1-0, og Lundúnaliðið hefur því verk að vinna í seinni leik liðanna að viku liðinni.

Hólmar Örn og félagar þurfa sigur á heimavelli

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í norska liðinu Rosenborg þurfa á sigri að halda þegar að liðið tekur á móti franska liðinu Rennes í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-0 tap í kvöld.

Jón Guðni og félagar með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í sænska liðinu Hammarby heimsóttu svissneska liðið Basel í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Tvö mörk heimamanna á lokamínútunum tryggðu þeim 3-1 sigur og Hammarby hefur því verk að vinna í seinni leik liðanna.

Blikabanarnir Aberdeen þurfa á sigri að halda í seinni leiknum

Skoska liðið Aberdeen sló Breiðablik út í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeir heimsótti Qarabak frá Aserbaídsjan í fyrri leik liðanna um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og þurftu að sætta sig við 1-0 tap.

Sjáðu Brennuþrennuna og mörk systranna

Brenna Lovera skoraði þrennu fyrir Selfoss í 4-3 sigrinum gegn Fylki í Árbæ í gærkvöld og er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Rifti samningi sínum við Roma og samdi við erki­fjendurna í Lazio

Spánverjinn Pedro er genginn í raðir ítalska knattspyrnufélagsins Lazio. Það sem vekur athygli við þessi félagaskipti er að Pedro lék með Roma á síðustu leiktíð en hefur nú skipt um félag í Rómarborg, eitthvað sem fáir hafa gert í gegnum tíðina.

KR-ingar skikkaðir í sóttkví fram yfir helgi

Leikmenn, þjálfarar og aðrir úr starfsliði KR í 1-0 sigrinum gegn HK í Kórnum á mánudag eru komnir í sóttkví. Ástæðan er sú að leikmaður úr byrjunarliði KR greindist með kórónuveirusmit.

Alfreð hættir á Selfossi

Alfreð Elías Jóhannsson hættir sem þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta í haust. Hann greindi frá þessu sjálfur á Facebook.

Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi

„Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Rummenigge sér fyrir sér að Haaland endi hjá Liverpool

Liverpool hefur ekki látið mikið af sér kveða á leikmannamarkaðnum í sumar í samanburði við samkeppnisaðilana í Manchester United, Chelsea og Manchester City. Það gæti samt verið von á einhverju stóru í framtíðinni.

Lewandowski vill nýja á­skorun og ætlar að yfir­gefa Bayern

Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann.

Arnór Ingvi rekinn af velli á Gillette Stadium í nótt

New England Revolution tókst að landa sigri í MLS-deildinni þrátt fyrir að vera manni færri í átján mínútur. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hafði fengið sitt annað gula spjald.

Sjá næstu 50 fréttir