Fleiri fréttir

Virgil van Dijk gæti snúið aftur á fimmtudaginn

Virgil van Dijk, miðvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn næsta fimmtudag þegar að liðið mætir Herthu Berlín í æfingaleik. Van Dijk hefur verið frá vegna meiðsla í níu mánuði.

Tottenham fær spænskan landsliðsmann

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur samið við spænska landsliðsmannin Bryan Gil. Hann kemur til félagsins frá Sevilla og skrifar undir fimm ára samning.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum

Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn.

Ari Freyr lagði upp í Íslendingaslag

Tveimur leikjum var að ljúka í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Hammarby vann 2-1 sigur á heimavelli gegn Norrköping, og Häcken gerði 1-1 jafntefli gegn Elfsborg.

Hádramatískur sigur í fyrsta leik Freys

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby unnu nauman 2-1 sigur á Nyköbing í fyrstu umferð dönsku B-deildarinnar í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom á ögurstundu.

„Ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið“

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis úr Breiðholti, er óvænt stjarna Pepsi Max-deildar karla í sumar. Sævar hefur nú skorað tíu mörk í 13 leikjum, og segist hafa komið sjálfum sér á óvart. Sævar verður í liði Leiknis sem mætir KA síðar í dag.

Gifti sig í skrúfutökkunum

Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs á Akureyri í Lengjudeild karla í fótbolta, batt á sig heldur óhefðbundinn skóþveng þegar hann gifti sig í gær.

Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit

Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton.

Lygilegur sigur Frakka hélt þeim á lífi

Frakkar hafa verið allt annað en sannfærandi í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum það sem af er. Eftir 4-1 tap fyrir Mexíkó í fyrsta leik var útlit fyrir að liðið félli úr keppni í morgun en hádramatísk endurkoma hélt þeim á lífi.

Spilaði allan leikinn enn einu tapinu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Orlando Pride sem þurfti að þola 2-0 tap fyrir OL Reign á heimavelli í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í nótt. Orlando hefur átt slæmu gengi að fagna að undanförnu.

Kristófer Ingi í dönsku deildina

Kristófer Ingi Kristinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið SønderjyskE. Hann kemur frá franska B-deildarfélaginu Grenoble.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.