Fleiri fréttir

Glódís á reynslu til FC Rosengård

Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Stjörnunnar, heldur út til Svíþjóðar á næstu dögum og mun æfa með FC Rosengård í Malmö.

Zlatan: Ég kæmi frítt til Borussia Dortmund

Zlatan Ibrahimovic og Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, göntuðust fyrir framan sjónvarpsvélarnar þegar þeir hittust á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið þar sem umræðuefnið var möguleg koma Zlatans til Dortmund.

Ronaldo skoraði í sigri Real Madrid

Cristiano Ronaldo hélt upp á það að hafa fengið Gullbolta FIFA á mánudagskvöldið með því að skora annað mark Real Madrid í 2-0 sigri á Osasuna í spænsku bikarkeppninni í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna og Real Madrid vann samanlagt 4-0.

64 mörk í 16 heimaleikjum Manchester City á tímabilinu

Leikmenn Manchester City hafa boðið upp á stanslausa markaveislu á Etihad leikvanginum á þessu tímabilið en City-menn unnu enn einn stórsigurinn í kvöld þegar þeir slógu b-deildarlið Blackburn Rovers út úr ensku bikarkeppninni.

Negredo, Dzeko og Aguero skoruðu allir i bikarsigri City

Manchester City er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 5-0 sigur á b-deildarliði Blackburn Rovers á Etihad-leikvanginum í kvöld í endurteknum leik í 3. umferðinni en liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Blackburn.

Bryan Ruiz lánaður til PSV

Hollenska knattspyrnufélagið PSV Eindhoven hefur fengið Bryan Ruiz á láni frá Fulham út tímabilið.

AC Milan sló Hörð Björgvin og félaga út úr bikarnum

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia eru úr leik í ítalska bikarkeppninni eftir 3-1 tap á móti AC Milan á San Siro í kvöld en þetta var fyrsti leikur AC síðan að Massimiliano Allegri var rekinn.

Kári Ársælsson til liðs við Djúpmenn

BÍ/Bolungarvík og Kári Ársælsson hafa komist að samkomulagi um að sá síðarnefndi leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kári skrifaði undir eins árs samning við félagið og mun leika sinn fyrsta leik núna á laugardaginn gegn Selfoss í fotbolti.net mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Djúpmanna.

Messan: Fallegustu mörkin á fyrri hluta tímabilsins

Messan með þeim Guðmundur Benediktssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni var á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi en þeir félagar sýndu í gær nokkur af fallegustu mörkum fyrri hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Messan: Markið sem átti alltaf að standa

Messan með þeim Guðmundur Benediktssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni var á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi og ræddu þeir félagar meðal annars um markið sem var dæmt af Newcastle gegn Manchester City.

Moyes ætlar að reyna fá Pogba til baka

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar greinilega að styrkja leikmannahópinn í janúar en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi á tímabilinu.

Fimm flottustu mörk helgarinnar

Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum liðinnar umferðar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Eiður hafnaði tilboði frá Zulte-Waregem

Eiður Smári Guðjohnsen mun hafa neitað samningstilboði frá belgíska liðinu Zulte-Waregem um að ganga í raðir félagsins frá Club Brugge í janúar en þetta kemur fram á vefsíðu Het Laaste Nieuws í dag.

Wilshere: Þetta eru þrjú risa stig

Jack Wilshere skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á Villa Park í kvöld en með sigrinum komst Arsenal aftur á toppinn.

Hollenskur unglingalandsliðsmaður til reynslu hjá KR

Íslandsmeistarar KR eru að skoða hollenska varnarmanninn Maikel Verkoelen sem mun æfa með Vesturbæjarliðinu út þessa viku til að sýna forráðamönnum og þjálfurum KR hvað hann getur. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðunni krreykjavik.is.

Flottur sigur hjá Birki og félögum

Birkir Bjarnason og félagar hans í Sampdoria unnu 3-0 heimasigur á níu leikmönnum Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Nathan Baker skotinn niður

Aston Villa leikmaðurinn Nathan Baker var borinn af velli í leik Aston Villa og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hafa orðið fyrir þrumuskoti Arsenal-mannsins Serge Gnabry.

Mancini vill fá Vidic

Tyrkneska liðið Galatasaray mun að öllum líkindum reyna að klófesta serbneska varnarmanninn Nemanja Vidic, leikmann Manchester United, næstkomandi sumar.

Lars Lagerbäck valdi landa sinn bestan í heimi

Svíinn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, valdi landa sinn Zlatan Ibrahimovic besta knattspyrnumann heims á árinu 2013 en landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar taka þátt í kosningunni á besta knattspyrnumanni heims hjá FIFA.

Tvö mörk á mínútu komu Arsenal á toppinn

Arsenal endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Aston Villa á Villa Park í kvöld. Arsenal hefur nú eins stigs forskot á Manchester City og tveggja stiga forskot á Chelsea sem bæði höfðu unnið sína leiki um helgina.

Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.

Arnór Sveinn kominn heim í Breiðablik

Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun spila með Kópavogsliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Neymar komst ekki í FIFA lið ársins

Brasilíumaðurinn Neymar komst ekki í FIFA-lið ársins sem var tilkynnt á árlegri verðlaunaathöfn FIFA þar sem alþjóðasambandið gerir upp knattspyrnuárið.

Nasri missir af næstu ellefu leikjum City

Samir Nasri, miðjumaður Manchester City, meiddist á hné í sigrinum á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær og verður frá keppni næstu átta vikurnar.

Dani á leiðinni til Stjörnunnar á reynslu

Stjarnan fær í vikunni danska varnarmanninn til reynslu Casper Andersen en þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, við Fótbolta.net í dag.

Allegri rekinn sem stjóri AC Milan

Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri AC Milan hefur verið leystur frá störfum en þetta kemur fram á vefsíðu félagsins í dag.

Chelsea með tilboð í Matic

Samkvæmt heimildum Sky Sports mun enska knattspyrnuliðið hafa boðið 20 milljónir punda í Nemanja Matic, leikmann Benfica.

Manchester United skoðar 16 ára son Henrik Larson

Manchester United fylgist grannt með hinum 16 ára gamla Jordan Larsson, syni Henrik Larsson fyrrum framherja Celtic, United og Barcelona. Larsson yngri leikur með Hogaborgs BK í sænsku fjórðu deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir