Fótbolti

Luis Garcia leggur skóna á hilluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luis Garcia hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Luis Garcia hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. nordicphotos/getty
Spánverjinn Luis Garcia hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en leikmaðurinn er 35 ára.

Hann hefur verið á mála hjá mexíkóska liðinu Pumas en hann hóf sinn feril hjá unglingaliði Barcelona.

Garcia varð eftirminnilega Evrópumeistari með Liverpool gegn AC Milan árið 2005 en hann var hjá félaginu á árunum 2004-2007.

Á ferlinum lék Garcia með Atlético Madrid, Barcelona, Liverpool, Racing de Santander, Panathinaikos, Puebla og Pumas UNAM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×