Fótbolti

Seedorf ráðinn stjóri AC Milan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Clarence Seedorf þegar hann lék með AC Milan.
Clarence Seedorf þegar hann lék með AC Milan. nordicphotos / getty
Clarence Seedorf hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri AC Milan en félagið rak í gær Massimiliano Allegri.

Þetta kemur fram á vefsíðu Sky Sports en Hollendingurinn lék í tíu ár fyrir AC Milan.

Seedord er í dag leikmaður Botafogo í Brasilíu en ákveðin ákvæði í samningi hans gerir honum kleyft að yfirgefa félagið strax.

AC Milan er í 11. sæti ítölsku A-deildarinnar en ekkert hefur gengið hjá liðinu á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×