Fleiri fréttir

Hvaða lið fara upp í dag?

Lokaumferð 1. deildar karla í fótbolta fer fram í dag og hefjast allir leikirnir klukkan 14.00. Það er gríðarlega mikil spenna í loftinu enda toppbaráttan eins jöfn og hún getur verið. Það munar bara einu stigi á liðunum í fyrsta (Fjölni) til fjórða sæti (Víkingi, Grindavík og Haukum). BÍ/Bolungarvík er síðan aðeins tveimur stigum á eftir og því eiga enn fimm félög möguleika á því að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni 2014.

Aston Villa með flottan útisigur.

Aston Villa vann flottan sigur á Norwich á útivelli,1-0, og er liðið því komið með tíu stig í deildinni og situr í 10. sæti.

Vissara fyrir Young að haga sér gegn Zabaleta

Spennan er farin að magnast fyrir leik Manchester-liðanna á sunnudag. Afar áhugavert verður að fylgjast með rimmu Pablo Zabaleta, varnarmanns Man. City, og Ashley Young, leikmanns Man. Utd.

Messi ætlar að slá met Raul

Þegar spænski framherjinn Raul hætti að spila í Meistaradeildinni héldu margir að markamet hans í keppninni yrði seint slegið.

Flottur sigur hjá Elmari og félögum

Theódór Elmar Bjarnason og félagar hans í Randers unnu 3-2 heimasigur á AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en AaB er í öðru sæti deildarinnar og Randers höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum.

Guðjón lagði upp sigurmark Halmstad

Guðjón Baldvinsson átti mikinn þátt í gríðarlega mikilvægum sigri Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Halmstad vann þá 1-0 sigur á Öster á útivelli. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Halmstad í fallbaráttu sænsku deildarinnar.

Totti búinn að framlengja við Roma

Hinn síungi leikmaður Roma, Francesco Totti, er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta þó svo hann sé orðinn 36 ára gamall.

Baines vildi fara til Man. Utd

Man. Utd var á eftir bæði Marouane Fellaini og Leighton Baines áður en félagaskiptaglugginn lokaði. United fékk þó aðeins Fellaini en hann kom til félagsins á elleftu stundu.

Klinsmann ætlar sér stóra hluti á HM

Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu eru búnir að tryggja sér farseðilinn á HM í Brasilíu. Þjálfari liðsins, Jürgen Klinsmann, ætlar sér stóra hluti á mótinu.

Moratti-fjölskyldan að selja Inter

Átján ára valdatíma Moratti-fjölskyldunnar hjá ítalska liðinu Inter fer senn að ljúka. Fjölskyldan er að ganga frá sölu á félaginu til hins moldríka Indónesa, Erick Thohir.

Casillas fer ekki frá Real Madrid í janúar

Lífið hefur oft verið betra hjá Iker Casillas, markverði Real Madrid og spænska landsliðsins. Hann var settur á bekkinn hjá Jose Mourinho í fyrra og situr þar enn.

Sterkasti leikmaður heims samkvæmt FIFA 14 | Myndir

Adebayo Akinfenwa er ekki þekktasti knattspyrnumaður heims en margir knattspyrnuáhugamenn vita þó vel hver hann. Skal engan undra enda lítur hann frekar út fyrir að vera kraftlyftingamaður en knattspyrnumaður.

Ferguson ánægður með Rooney

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, er farinn að mæta á völlinn á nýjan leik og er einnig farinn að tjá sig um liðið.

Jói Kalli er ekki til sölu

Skagamenn segjast ekki vera farnir að leggja línurnar fyrir næsta sumar í 1. deildinni. Menn þar á bæ eru slegnir eftir að hafa verið sendir niður um deild eftir 0-5 tap gegn Ólsurum. Skagamenn ætla ekki að selja fyrirliðann sinn.

Guðrún Jóna verður ekki áfram með FH

Kvennalið FH í Pepsi-deildinni leitar nú að nýjum þjálfara en FH sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem kom fram að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir væri hætt þjálfun liðsins.

Swansea pakkaði Valencia saman á Mestalla

Swansea City byrjaði frábærlega í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta í kvöld þegar liðið burstaði spænska liðið Valencia 3-0 á útivelli. Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte Waregem gerðu á sama tíma markalaust jafntefli á móti Wigan á heimavelli.

Jóhann Berg tryggði AZ sigur í Ísrael

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var hetja hollenska liðsins AZ Alkmaar í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Jóhann Berg skoraði þá eina mark leiksins í 1-0 útisigri á ísraelska liðinu Maccabi Haifa.

FH-banarnir unnu í Úkraínu - öll úrslit kvöldsins

FH-banarnir í Genk byrja vel í riðlakeppni Evrópudeildarinnar því þeir sóttu þrjú stig til Úkraínu í kvöld með því að vinna 1-0 sigur á Dynamo Kiev. Julien Gorius skoraði eina mark leiksins 28 mínútum fyrir leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-2 | Langþráður Valssigur í Eyjum

Valsmenn unnu langþráðan sigur í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja. Valur vann ÍBV 2-0 og komu bæði mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna í Pepsi-deild karla síðan 7. ágúst en Hlíðarendaliðið var búið að spila sex leiki í röð án sigurs.

Bolt reynir að þreyta Aguero | Myndband

Það styttist í stórleik Man. City og Man. Utd en hann fer fram næstkomandi sunnudag á Etihad-vellinum. Fljótasti maður heims, Usain Bolt, leggur sitt af mörkum til þess að hjálpa Man. Utd í leiknum.

Þjálfari Eiðs Smára rekinn

Tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen gæti farið fjölgandi á næstunni því félagið er búið að reka þjálfarann sinn.

Rooney mærir Moyes

Þrátt fyrir meint ósætti á milli Wayne Rooney og David Moyes, stjóra Man. Utd, þá hrósar Rooney stjóranum fyrir góðar æfingar sem henti honum vel.

Aron svekktur út í KSÍ

Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna, er í ítarlegu viðtali hjá Kjarnanum í dag. Þar ræðir hann meðal annars um viðbrögð KSÍ við því að hann ákvað að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland.

Hörpu vantar fimm mörk til að ná Helenu

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 28 mörk í Pepsi-deild kvenna í sumar og hefur skoraði 51 mark síðan að hún varð mamma í apríl 2011. Harpa bætti í sumar metið yfir flest mörk hjá mömmu á einu tímabili en á enn eftir að ná Helenu Ólafsdóttur yfir flest mörk sem móðir.

Markahæsta mamman

Harpa Þorsteinsdóttir bætti mömmu-markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur um átta mörk í sumar en engin móðir hefur skorað jafnmikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Harpa skoraði 28 mörk í 18 leikjum.

Skagamenn fallnir í fjórða sinn

Skagamenn féllu í kvöld úr Pepsi-deild karla í fótbolta og spila því í 1. deildinni sumarið 2014. Þetta er í fjórða sinn sem Skagaliðið fellur úr efstu deild. Skagamenn féllu einnig úr deildinni 1967, 1990 og 2008.

Sjá næstu 50 fréttir