Fótbolti

Klinsmann ætlar sér stóra hluti á HM

Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu eru búnir að tryggja sér farseðilinn á HM í Brasilíu. Þjálfari liðsins, Jürgen Klinsmann, ætlar sér stóra hluti á mótinu.

"Við viljum að minnsta kosti komast upp úr riðlinum. Allt annað væru vonbrigði. Ef við komumst áfram þá veltur framhaldið á því hversu mikla trú við höfum á okkur gegn stóru þjóðunum. Trúin og sjálfstraustið er alltaf að aukast," sagði Klinsmann.

Þessi fyrrum þýski framherji þekkir vel hvað þarf til að ná árangri á HM en hann var í liðinu sem vann HM árið 1990.

"Það er ekki alltaf auðvelt fyrir ungu mennina að vera yfirvegaðir og jarðbundnir og ætla á sama tíma að hafa sama hungur og Messi og Ronaldo hafa haft í mörg ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×