Fótbolti

Aron svekktur út í KSÍ

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna, er í ítarlegu viðtali hjá Kjarnanum í dag. Þar ræðir hann meðal annars um viðbrögð KSÍ við því að hann ákvað að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland.

Í yfirlýsingu KSÍ stóð meðal annars að "KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands."

Aron segir ekkert vera viss um þessari ákvörðun fylgi fleiri tekjumöguleikar.

„Ég veit það ekki, tíminn verður að leiða það í ljós. En ég var svolítið svekktur með að forráðamenn KSÍ fullyrtu að ég væri einungis að velja Bandaríkin út af peningum. Það er alfarið rangt. En að sjálfsögðu hafa þeir sína skoðun á málinu og ég verð að virða hana," segir Aron.

Framherjinn fer um víðan völl í viðtalinu og segist meðal annars vonast til þess að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu á HM í Brasilíu en Bandaríkin hafa þegar tryggt farseðil sinn þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×