Fleiri fréttir

Fær Evrópudeildin Meistaradeildarsæti?

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun tilkynna það á morgun, hvort að sigurvegarar í Evrópudeildinni vinni sér í framtíðinni sæti í Meistaradeildinni árið eftir. Þessi breyting er til umræðu sem hluti af þeirri viðleitni sambandsins að auka mikilvægi og áhuga á Evrópudeildinni.

Rætt um að fá Phil Neville til ÍBV

Bradley Simmonds hefur farið ágætlega af stað með ÍBV í Pepsi-deildinni. Þessi 19 ára strákur, sem áður var á mála hjá QPR, er ánægður með lífið á Íslandi.

Gunnar skorar og skorar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Norrköping í dag er hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Halmstad á útivelli.

Hallbera og Sara í liði vikunnar

Landsliðskonurnar Hallbera Guðný Gísladóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru valdar í lið 7. umferðar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af vefmiðlinum Spelare12.com.

Guðjón Heiðar leggur skóna á hilluna

Skagamaðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum því þessi vinstri fótar bakvörður hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann mun því ekki leika meira með Skagaliðinu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagamanna.

Ég verð ekkert fúll þótt hann fari frá okkur

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, virðist vera búinn að sætta sig við að kólumbíski framherjinn Radamel Falcao sé á förum frá spænska félaginu. Argentínski þjálfarinn ætlar í það minnsta ekki að fara í fýlu ákveði Falcao að leita annað.

Draumurinn heldur áfram hjá Rio

"Ég er svo ánægður með að hafa skrifað undir nýjan eins árs samning fyrir þetta frábæra félag,“ sagði Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Berlín 2015

Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti það í dag að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar eftir tvö ár muni fara fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar sama ár fer fram í Varsjá í Póllandi.

Íslenski Konninn slær í gegn

"Þetta er stuðningsmannalag Þróttar til heiðurs dyggasta stuðningsmanni félagsins, Konna,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson, betur þekkur sem Sóli.

Mourinho í tveggja leikja bann

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í bikarúrslitaleiknum á Spáni í síðustu viku.

Rússneski milljarðamæringurinn ekki hættur

Franska blaðið L'Equipe staðhæfir í dag að AS Monaco ætli sér að bjóða 5,5 milljarða króna, 30 milljónir punda, í belgíska varnarmanninn Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City.

Völlurinn er handónýtur

Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi.

Vítin til vandræða

Vítaskyttur Pepsi-deildarliðanna hafa aðeins skorað úr tveimur af sjö vítaspyrnum sem dæmdar hafa verið í fyrstu fjórum umferðunum í sumar. Þetta er langversta byrjun vítaskyttna síðan deildin varð tólf liða 2008.

Þetta víti er stútfullt af stælum

Leikmönnum Pepsi-deildar karla hefur gengið afar illa að nýta vítaspyrnur sínar í sumar og vítin voru eitt af umræðuefnunum í Pepsimörkunum í gær.

Greta Mjöll: Ég fékk bara eitt stykki hnefa í andlitið

Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks endaði síðan leikinn á móti Selfossi í kvöld á því að vera borin útaf eftir slæmt höfuðhögg. Breiðablik vann leikinn 4-1 og er með fullt hús eftir fjórar umferðir.

Mourinho og Ronaldo dæmdir í bann

Þjálfari Real Madrid, Jose Mourinho, og leikmaður liðsins, Cristiano Ronaldo, voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann í spænska bikarnum.

Wenger með meira en fjórtán ára forskot

Það hafa orðið miklar sviptingar á knattspyrnustjóramarkaðnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu dögum og þrír af þeim stjórum sem hafa verið lengst með sín félög leita nú á ný mið en það eru þeir Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, David Moyes, stjóri Everton og nú síðast Tony Pulis, stjóri Stoke.

Víðir skoraði flottasta markið í 3. umferð

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson skoraði flottasta markið í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta að mati lesenda Vísis en kosið var á milli fimm fallegustu markanna hér inn á Vísi. Lesendur Vísis fá tækifæri til að kjósa fallegasta mark hverrar umferðar í allt sumar.

Markaregn fjórðu umferðar

Tólf mörk voru skoruð í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla en það má sjá þau öll í meðfylgjandi myndbandi.

Bjarni fær nýjan þjálfara

Bjarni Þór Viðarsson sér ef til vill fram á betri tíð hjá danska liðinu Silkeborg en liðið er komið með nýjan þjálfara.

Marksækinn og söngelskur Skagamaður

Hallur Flosason skoraði annað marka ÍA í 2-0 sigri á Fram í gær en ef til vill vita færri að hann er einnig stórefnilegur tónlistarmaður.

Suarez rakti boltann langoftast

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattraki.

Neymar til Barcelona eftir álfukeppnina

Brasilíska dagblaðið O Globo heldur því fram í dag að Neymar muni hefja æfingar hjá Barcelona eftir að Álfukeppninni lýkur þar í landi í sumar.

Lærið opnað að aftan

"Hún er með risastóran skurð eftir að lærið var opnað að aftan," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson um meiðsli Margrétar Láru Viðarsdóttur.

Íslendingarnir á skotskónum

Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir á skotskónum fyrir lið sitt, Sarpsborg, í norska boltanum í kvöld.

Grétar Rafn ekki með gegn Slóvenum

Grétar Rafn Steinsson verður ekki með íslenska landsliðinu er það mætir Slóvenum á Laugardalsvelli þann 7. júní næstkomandi.

Feðgin dæmdu í 1. deild kvenna

Bergur Þór Steingrímsson og dóttir hans, Ellen Elísabet, voru aðstoðardómarar á leik í 1. deild kvenna nú um helgina.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 0-1

Róbert Örn Óskarsson var hetja FH-inga í 1-0 sigri á Blikum í Pepsi deild karla í kvöld. Blikar fengu víti á 89. mínútu og gátu jafnað leikinn en Róbert varði vítið og tryggði gestunum stigin þrjú.

Sjá næstu 50 fréttir