Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 0-1 Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 21. maí 2013 15:31 Róbert Örn Óskarsson var hetja FH-inga í 1-0 sigri á Blikum í Pepsi deild karla í kvöld. Blikar fengu víti á 89. mínútu og gátu jafnað leikinn en Róbert varði vítið og tryggði gestunum stigin þrjú. Fyrir leikinn skildi eitt stig liðin að, Breiðablik höfðu unnið tvo leiki 4-1 og tapað þeim þriðja 4-1 út í Vestmannaeyjum. FH var einu stigi ofar, eftir tvo sigurleiki í upphafi móts náðu ÍBV jafntefli í Kaplakrika í síðustu umferð. Þrátt fyrir miklar hrókeringar í varnarlínu gestanna spiluðu FH-ingar flottan varnarleik allan fyrri hálfleikinn. Þeir sátu aftur og hleyptu Blikum ekki inn í leikinn og beittu stórhættulegum skyndisóknum. Mark leiksins kom eftir aðeins 16. mínútur, þá áttu FH-ingar skyndisókn og Björn Daníel sendi fyrirgjöf beint á Emil Pálsson sem klippti boltann í netið. Gestirnir héldu taki sínu á leiknum út hálfleikinn og náðu Blikar ekki skoti á markið í fyrri hálfleik. Blikar mættu ákafari í seinni hálfleik og fengu nokkur hálf færi en Róbert Örn var alltaf vel staðsettur í marki FH. Besta færi Blika í leiknum kom svo á 89. mínútu þegar Sam Tillen braut á Ellerti, á punktinn steig Árni Vilhjálmsson en víti hans var slakt og Róbert sá við honum. Eftir það var lítil ógn í heimamönnum og sigldu FH-ingar sigrinum heim. Dominic Furness og Björn Daníel Sverrison spiluðu eins og hershöfðingjar á miðjunni í leiknum og fyrir aftan þá var Guðmann afar traustur í liði FH. Blikar komust lítið áleiðis gegn þessu þríeyki og var sóknarleikur þeirra daufur og hugmyndasnauður í leiknum.Guðmann: Allt liðið frábært í dag„Þetta var frábær dagur, við missum tvo menn úr hefðbundnu varnarlínunni en Brynjar og Jón Ragnar voru frábærir í dag rétt eins og allt liðið," sagði Guðmann Þórisson, leikmaður FH sáttur eftir leikinn. „Þetta voru hrókeringar í vörninni og það veldur oft ruglingi. En frá mínu sjónarhorni small þetta strax frá fyrstu mínútu og fannst við halda út allan leikinn. Þeir lágu aðeins á okkur undir lokin en fengu ekki mörg færi," Blikar komust lítið áleiðis og náðu ekki skoti á markið í fyrri hálfleik. „Björn og Dominic voru hrikalega sterkir allan leikinn, það er lúxus að hafa menn fyrir framan sig sem vinna boltann. Það auðveldar vinnuna fyrir okkur ef boltinn stoppar alltaf þar. Mér fannst Dominic koma sérstaklega sterkur inn, fyrsti leikur hans í byrjunarliðinu og hann á hrós skilið," Litlu mátti muna að Blikar nældu sér í stig þegar þeir fengu víti á 89. mínútu. „Það er súrt að vera búinn að halda hreinu og berjast svona í 89. mínútur og fá svo á sig víti. Hann ver hinsvegar sem er frábært fyrir hann, hann er búinn að vera góður í fyrstu leikjunum og þetta er frábært fyrir sjálfstraustið í honum." „Við reynum að horfa ekki á hvað hin liðin gera heldur fara í næsta leik og einbeita okkur að okkur. Það er enginn í liðinu að hugsa hvað önnur lið eru að gera," sagði Guðmann að lokum.Finnur Orri: Náðum aldrei takti í fyrri hálfleik„Það skilur oft lítið að og það gerðist í dag, vítið skildi að lokum liðin að," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. „Það vantaði mikið uppá í fyrri hálfleik hjá okkur, hvernig sem á því stendur þá náðum við aldrei takti í fyrri hálfleik. Þetta er ennþá leikur í stöðunni 1-0 og við vorum alltaf í séns í leiknum." Gunnleifur Gunnleifsson hélt Blikum inn í leiknum í fyrri hálfleik, bæði Atli Viðar og Atli Guðnason fengu góð færi en Gunnleifur sá við þeim. „Hann varði tvisvar eða þrisvar mjög vel og hélt okkur algjörlega inn í leiknum. Hann gerði það mjög vel," Þrátt fyrir að hrókeringar hafi verið á varnarlínu gestanna áttu Blikar fá svör við varnarleik FH-inga. „Það er ekki hægt að vanmeta FH, sama hver spilar. Þeir eru alltaf með sterkt lið og maður getur alltaf stólað á að þeir mæti með gott lið svo það var ekkert vanmat hjá okkur," sagði Finnur.Heimir: Vissum að þeir myndu fá færi„Við spiluðum sterkan varnarleik og náðum að loka vel á vinstri vænginn hjá Blikum sem hefur verið þeirra hættulegasta vopn á þessu móti að mínu mati," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. FH-ingar spiluðu vel saman í leiknum, gáfu Blikum fá færi á sér og hefðu getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleik. „Við náðum að skora mark og komast sanngjarnt yfir og fengum færi til að komast í betri stöðu en við klikkuðum. Ég skil ekki hvernig Atli Viðar og Atli Guðna gátu klúðrað þessum færum, þeir vita hvað Gulli gerir. Auðvitað er hinsvegar ánægjulegt að taka stigin þrjú." „Við vissum að þeir myndu komast inn í leikinn enda með frábært sóknarlið. Við vissum að 1-0 er aldrei öruggt og þeir fóru að henda mönnum fram og mér fannst við ekki nógu klókir að nýta okkur það. Gott lið eins og Blikar fá alltaf færi en ég var sáttur að halda þetta út." Með sigrinum skutust FH-ingar upp í annað sæti, tveimur stigum frá toppnum. „Við skoðum ekkert hvað hin liðin gera, við getum ekki breytt því hvað hin liðin gera. Það eina sem við getum gert er að hugsa um okkur sjálfa," sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson var hetja FH-inga í 1-0 sigri á Blikum í Pepsi deild karla í kvöld. Blikar fengu víti á 89. mínútu og gátu jafnað leikinn en Róbert varði vítið og tryggði gestunum stigin þrjú. Fyrir leikinn skildi eitt stig liðin að, Breiðablik höfðu unnið tvo leiki 4-1 og tapað þeim þriðja 4-1 út í Vestmannaeyjum. FH var einu stigi ofar, eftir tvo sigurleiki í upphafi móts náðu ÍBV jafntefli í Kaplakrika í síðustu umferð. Þrátt fyrir miklar hrókeringar í varnarlínu gestanna spiluðu FH-ingar flottan varnarleik allan fyrri hálfleikinn. Þeir sátu aftur og hleyptu Blikum ekki inn í leikinn og beittu stórhættulegum skyndisóknum. Mark leiksins kom eftir aðeins 16. mínútur, þá áttu FH-ingar skyndisókn og Björn Daníel sendi fyrirgjöf beint á Emil Pálsson sem klippti boltann í netið. Gestirnir héldu taki sínu á leiknum út hálfleikinn og náðu Blikar ekki skoti á markið í fyrri hálfleik. Blikar mættu ákafari í seinni hálfleik og fengu nokkur hálf færi en Róbert Örn var alltaf vel staðsettur í marki FH. Besta færi Blika í leiknum kom svo á 89. mínútu þegar Sam Tillen braut á Ellerti, á punktinn steig Árni Vilhjálmsson en víti hans var slakt og Róbert sá við honum. Eftir það var lítil ógn í heimamönnum og sigldu FH-ingar sigrinum heim. Dominic Furness og Björn Daníel Sverrison spiluðu eins og hershöfðingjar á miðjunni í leiknum og fyrir aftan þá var Guðmann afar traustur í liði FH. Blikar komust lítið áleiðis gegn þessu þríeyki og var sóknarleikur þeirra daufur og hugmyndasnauður í leiknum.Guðmann: Allt liðið frábært í dag„Þetta var frábær dagur, við missum tvo menn úr hefðbundnu varnarlínunni en Brynjar og Jón Ragnar voru frábærir í dag rétt eins og allt liðið," sagði Guðmann Þórisson, leikmaður FH sáttur eftir leikinn. „Þetta voru hrókeringar í vörninni og það veldur oft ruglingi. En frá mínu sjónarhorni small þetta strax frá fyrstu mínútu og fannst við halda út allan leikinn. Þeir lágu aðeins á okkur undir lokin en fengu ekki mörg færi," Blikar komust lítið áleiðis og náðu ekki skoti á markið í fyrri hálfleik. „Björn og Dominic voru hrikalega sterkir allan leikinn, það er lúxus að hafa menn fyrir framan sig sem vinna boltann. Það auðveldar vinnuna fyrir okkur ef boltinn stoppar alltaf þar. Mér fannst Dominic koma sérstaklega sterkur inn, fyrsti leikur hans í byrjunarliðinu og hann á hrós skilið," Litlu mátti muna að Blikar nældu sér í stig þegar þeir fengu víti á 89. mínútu. „Það er súrt að vera búinn að halda hreinu og berjast svona í 89. mínútur og fá svo á sig víti. Hann ver hinsvegar sem er frábært fyrir hann, hann er búinn að vera góður í fyrstu leikjunum og þetta er frábært fyrir sjálfstraustið í honum." „Við reynum að horfa ekki á hvað hin liðin gera heldur fara í næsta leik og einbeita okkur að okkur. Það er enginn í liðinu að hugsa hvað önnur lið eru að gera," sagði Guðmann að lokum.Finnur Orri: Náðum aldrei takti í fyrri hálfleik„Það skilur oft lítið að og það gerðist í dag, vítið skildi að lokum liðin að," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika eftir leikinn. „Það vantaði mikið uppá í fyrri hálfleik hjá okkur, hvernig sem á því stendur þá náðum við aldrei takti í fyrri hálfleik. Þetta er ennþá leikur í stöðunni 1-0 og við vorum alltaf í séns í leiknum." Gunnleifur Gunnleifsson hélt Blikum inn í leiknum í fyrri hálfleik, bæði Atli Viðar og Atli Guðnason fengu góð færi en Gunnleifur sá við þeim. „Hann varði tvisvar eða þrisvar mjög vel og hélt okkur algjörlega inn í leiknum. Hann gerði það mjög vel," Þrátt fyrir að hrókeringar hafi verið á varnarlínu gestanna áttu Blikar fá svör við varnarleik FH-inga. „Það er ekki hægt að vanmeta FH, sama hver spilar. Þeir eru alltaf með sterkt lið og maður getur alltaf stólað á að þeir mæti með gott lið svo það var ekkert vanmat hjá okkur," sagði Finnur.Heimir: Vissum að þeir myndu fá færi„Við spiluðum sterkan varnarleik og náðum að loka vel á vinstri vænginn hjá Blikum sem hefur verið þeirra hættulegasta vopn á þessu móti að mínu mati," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. FH-ingar spiluðu vel saman í leiknum, gáfu Blikum fá færi á sér og hefðu getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleik. „Við náðum að skora mark og komast sanngjarnt yfir og fengum færi til að komast í betri stöðu en við klikkuðum. Ég skil ekki hvernig Atli Viðar og Atli Guðna gátu klúðrað þessum færum, þeir vita hvað Gulli gerir. Auðvitað er hinsvegar ánægjulegt að taka stigin þrjú." „Við vissum að þeir myndu komast inn í leikinn enda með frábært sóknarlið. Við vissum að 1-0 er aldrei öruggt og þeir fóru að henda mönnum fram og mér fannst við ekki nógu klókir að nýta okkur það. Gott lið eins og Blikar fá alltaf færi en ég var sáttur að halda þetta út." Með sigrinum skutust FH-ingar upp í annað sæti, tveimur stigum frá toppnum. „Við skoðum ekkert hvað hin liðin gera, við getum ekki breytt því hvað hin liðin gera. Það eina sem við getum gert er að hugsa um okkur sjálfa," sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira