Fleiri fréttir

Luis Suárez gæti verið á leiðinni til Bayern Munich

Það bendir margt til þess að Bayern Munich ætli sér að fá Luis Suárez frá Liverpool í sumar. Suárez hefur verið mikið í fréttunum síðustu daga eftir að hafa verið dæmdur í langt leikbann. Það er því talið líklegt að leikmaðurinn vilji yfirgefa England og leika fyrir annað félag.

Bale vann tvöfalt

Gareth Bale, leikmaður Tottenham, var í kvöld útnefndur besti og besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af ensku leikmannasamtökunum.

Ferguson hefur áhuga á Lewandowski

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur gefið það í skyn að hann hafi áhuga á því að klófesta Robert Lewandowski frá Borussia Dortmund í sumar en leikmaðurinn hefur farið á kostum með þýska félaginu í vetur.

Þægilegt hjá FH gegn KR

FH er meistari meistaranna eftir öruggan 3-1 sigur á KR í Egilshöll í kvöld. Íslandsmeistararnir virka vel stemmdir fyrir Íslandsmótið sem hefst eftir viku.

Mancini: Met skipta okkur engu

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hafði engan áhuga á því að ræða metið sem Manchester City jafnaði um helgina þegar liðið skoraði í 48. heimaleiknum í röð er liðið bar sigur úr býtum gegn West-Ham 2-1 á heimavelli.

Svekkjandi tap hjá Zulte Waregem

Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í Zulte Waregem misstu af tækifæri í dag til að ná fjögurra stiga forystu á toppi belgísku úrvalsdeildarinnar.

Skúli Jón enn í frystikistunni

Skúli Jón Friðgeirsson var ónotaður varamaður þegar að Elfsborg vann 3-1 útisigur á Öster í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Of margir aumingjar í liðinu

Joey Barton, sem er enn á mála hjá QPR, hraunaði yfir liðið og leikmenn þess eftir að það féll úr ensku úrvalsdeildinni í dag.

Juventus einu stigi frá titlinum

Juventus hafði betur gegn Torino í borgarslag liðanna í ítalska boltanum í dag, 2-0. Juve er nú aðeins einu stigi frá ítalska meistaratitlinum.

Guðjón skoraði í sex marka leik

Guðjón Baldvinsson skoraði sitt annað mark á tímabilinu í Svíþjóð er lið hans, Halmstad, gerði 3-3 jafntefli við AIK í dag.

Fyrsta tap Kristianstad

Kristianstad tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Umeå á heimavelli. Gestirnir unnu, 2-1, en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Ekki gleyma þessari tilfinningu

Nigel Adkins, stjóri Reading, sagði leikmönnum sínum eftir leik í dag að gleyma því aldrei hvernig það er að falla úr ensku úrvalsdeildinni.

Van Persie skoraði á gamla heimavellinum

Manchester United og Arsenal gerði 1-1 jafntefli á Emirates-vellinum í London í dag en Manchester United hafði tryggt sér Englandsmeistaratitilinn í byrjun vikunnar.

Di Canio ekki hrifinn af Twitter

Paolo Di Canio, stjóri Sunderland, hefur í huga að setja sínum mönnum skorður þegar kemur að samfélagsmiðlum á borð við Twitter.

Kolbeinn skoraði í sigri Ajax

Kolbeinn Sigþórsson kom sínum mönnum í Ajax á bragðið í 2-0 sigri á NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ajax er nú einum sigri frá titlinum.

Breiðablik varð Lengjubikarmeistari

Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að Breiðablik varð í dag Lengjubikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Val í úrslitaleik.

Kári og félagar komnir upp

Rotherham tryggði sér í dag sæti í ensku C-deildinni á næstu leiktíð er liðið vann 2-0 sigur á Aldershot í lokaumferð D-deildarinnar í dag.

Enn einn sigurinn hjá Bayern

Þó svo að Jupp Heynckes, stjóri Bayern, hafi hvílt sínar stærstu stjörnur fyrir seinni leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni vann liðið samt enn einn sigurinn í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Fanndís með tvö í sigri Kolbotn

Fanndís Friðriksdóttir átti stóran þátt í því að tryggja Kolbotn sinn fyrsta sigur á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni.

Suarez mætir sterkari til leiks

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur fulla trú á því að Luis Suarez muni mæta sterkari til leiks en áður þegar hann klárar tíu leikja bannið sitt.

King handtekinn fyrir glæfraakstur

Marlon King, leikmaður Birmingham, var handtekinn í gær grunaður um glæfraakstur og að hafa valdið þriggja bíla árekstri.

Ungur Víkingur á leið til Ajax

Allt útlit er fyrir að Óttar Magnús Karlsson, sextán ára leikmaður Víkings í Reykjavík, verði innan skamms liðsfélagi Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax.

Spáin: Fram hafnar í 7. sæti

Íþróttadeild Vísis og Fréttablaðsins spáir í spilin fyrir Pepsi-deild karla sem hefst þann 5. maí næstkomandi. Við spáum því að Fram hafni í 7. sæti deildarinnar.

Suarez farinn í sumarfrí

Tíu leikja bann Luis Suarez stendur. Hann ákvað að sleppa því að áfrýja. Aganefndin segir að Suarez átti sig ekki á alvarleika brotsins sem hann framdi.

Barcelona verður ekki meistari í dag

Athletic Bilbao sá til þess að Barcelona verður ekki Spánarmeistari í dag en liðið tryggði sér 2-2 jafntefli í leik liðanna í dag með marki á lokamínútunni.

Sjá næstu 50 fréttir