Þægilegt hjá FH gegn KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2013 21:50 Guðjón Árni tók við bikarnum í leikslok. Mynd/Vilhelm FH er meistari meistaranna eftir öruggan 3-1 sigur á KR í Egilshöll í kvöld. Íslandsmeistararnir virka vel stemmdir fyrir Íslandsmótið sem hefst eftir viku. FH-ingar höfðu frumkvæðið frá upphafi og komust yfir eftir um hálftíma leik. Atli Guðnason fékk þá fína sendingu inn fyrir vörn KR frá Kristjáni Gauta Emilssyni og kom boltanum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í markinu. Tíu mínútum síðar geystist besti maður Íslandsmótsins í fyrra upp kantinn og sendi fyrir þar sem Ólafur Páll Snorrason var mættur á fjærstöng og lagði boltann í netið. Tveggja marka forysta meistaranna og þannig var staðan í leikhléi. Kristján Gauti fór af velli í hálfleik fyrir Brynjar Ásgeir Guðmundsson sem átti eftir að setja mark sitt á leikinn. KR-ingar reyndu að hressa sinn leik með því að skipta Þorsteini Má Ragnarssyni inn á fyrir Björn Jónsson en það hafði lítið að segja. Atli Guðna fékk dauðafæri hjá FH-ingum snemma í síðari hálfleiknum en Bjarni Guðjónsson kom KR-ingum til bjargar. Hann gat hins vegar ekkert gert þegar Brynjar Ásgeir lék á hann og kom FH-ingum í 3-0 stundarfjórðungi fyrir leikslok. Uppaldi FH-ingurinn Emil Atlason minnkaði muninn fyrir KR skömmu síðar þegar Róbert Óskarsson, markvörður FH, missti fyrirgjöf Gary Martin út í teiginn. Martin fékk dauðafæri skömmu síðar og sömuleiðis varamaðurinn Albert Brynjar fyrir FH á hinum endanum en fleiri urðu mörkin ekki.Guðjón Árni Antoníusson, nýskipaður fyrirliði FH-inga, tók því við fyrsta bikarnum í ár í búningi Hafnarfjarðarliðsins. Miðað við leikinn í kvöld og spár fróðra manna er ólíklegt að bikarinn verði sá síðasti sem bakvörðurinn lyftir í sumar. FH-ingar hefndu því fyrir 2-0 tap í leik liðanna á sama vettvangi í fyrra. Þá skoraði Kjartan Henry Finnbogason bæði mörkin en óljóst er með þátttöku hans í sumar. Hólmar Örn Rúnarsson og Pétur Viðarsson eru frá vegna meiðsla hjá FH-ingum og munu sömuleiðis líklega missa af upphafi Íslandsmótsins.Umfjöllun og viðtöl byggð á upplýsingum frá Fótbolti.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
FH er meistari meistaranna eftir öruggan 3-1 sigur á KR í Egilshöll í kvöld. Íslandsmeistararnir virka vel stemmdir fyrir Íslandsmótið sem hefst eftir viku. FH-ingar höfðu frumkvæðið frá upphafi og komust yfir eftir um hálftíma leik. Atli Guðnason fékk þá fína sendingu inn fyrir vörn KR frá Kristjáni Gauta Emilssyni og kom boltanum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í markinu. Tíu mínútum síðar geystist besti maður Íslandsmótsins í fyrra upp kantinn og sendi fyrir þar sem Ólafur Páll Snorrason var mættur á fjærstöng og lagði boltann í netið. Tveggja marka forysta meistaranna og þannig var staðan í leikhléi. Kristján Gauti fór af velli í hálfleik fyrir Brynjar Ásgeir Guðmundsson sem átti eftir að setja mark sitt á leikinn. KR-ingar reyndu að hressa sinn leik með því að skipta Þorsteini Má Ragnarssyni inn á fyrir Björn Jónsson en það hafði lítið að segja. Atli Guðna fékk dauðafæri hjá FH-ingum snemma í síðari hálfleiknum en Bjarni Guðjónsson kom KR-ingum til bjargar. Hann gat hins vegar ekkert gert þegar Brynjar Ásgeir lék á hann og kom FH-ingum í 3-0 stundarfjórðungi fyrir leikslok. Uppaldi FH-ingurinn Emil Atlason minnkaði muninn fyrir KR skömmu síðar þegar Róbert Óskarsson, markvörður FH, missti fyrirgjöf Gary Martin út í teiginn. Martin fékk dauðafæri skömmu síðar og sömuleiðis varamaðurinn Albert Brynjar fyrir FH á hinum endanum en fleiri urðu mörkin ekki.Guðjón Árni Antoníusson, nýskipaður fyrirliði FH-inga, tók því við fyrsta bikarnum í ár í búningi Hafnarfjarðarliðsins. Miðað við leikinn í kvöld og spár fróðra manna er ólíklegt að bikarinn verði sá síðasti sem bakvörðurinn lyftir í sumar. FH-ingar hefndu því fyrir 2-0 tap í leik liðanna á sama vettvangi í fyrra. Þá skoraði Kjartan Henry Finnbogason bæði mörkin en óljóst er með þátttöku hans í sumar. Hólmar Örn Rúnarsson og Pétur Viðarsson eru frá vegna meiðsla hjá FH-ingum og munu sömuleiðis líklega missa af upphafi Íslandsmótsins.Umfjöllun og viðtöl byggð á upplýsingum frá Fótbolti.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn