Fótbolti

Fanndís með tvö í sigri Kolbotn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fanndís í leik með íslenska landsliðinu.
Fanndís í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Fanndís Friðriksdóttir átti stóran þátt í því að tryggja Kolbotn sinn fyrsta sigur á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni.

Hún skroaði tvö mörk í 4-3 sigri á Trondheims-Örn á útivelli í dag. Kolbotn er nú með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina á tímabilinu.

Avaldsnes tapaði hins vegar fyrir Arna-Björnar, 2-1. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir voru allar í byrjunarliði Avaldsnes í dag.

Gunnhildur Jónsdóttir spilaði allan leikinn í liði Arna-Björnar sem er með þrjú stig eftir tvær umferðir. Avaldsnes er á botni deildarinnar, án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×