Fleiri fréttir

Ef einhver kastar í mig banana þá mun ég drepa hann

Ítalinn Mario Balotelli ætlar ekki að sætta sig við neitt kynþáttaníð á EM í sumar. Hann hefur nú hótað að labba af velli ef hann verður fyrir slíku á mótinu. Hann segir enn fremur að ef einhver myndi kasta banana í hann út á götu þá myndi hann drepa viðkomandi.

Taglið farið en Voronin er samt enn að klúðra færum

Stuðningsmenn Liverpool hafa eflaust ekki gleymt Úkraínumanninum með taglið, Andriy Voronin, en hann náði aldrei að standa undir væntingum á Anfield líkt og margir sem þangað hafa komið síðustu ár.

22 úr unglingaliði Barca fengu fyrsta tækifærið í tíð Guardiola

Pep Guardiola, fráfarandi þjálfari spænska liðsins Barcelona, var óhræddur að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri í aðalliðinu þau fjögur tímabil sem hann var með liðið. Barcelona vann fjórtán titla undir hans stjórn á þessum fjórum árum en þá fengu einnig 22 leikmenn úr unglingaliði Barca sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Heimasíða Barcelona hefur tekið saman upplýsingar um hvaða leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik undir stjórn Guardiola

Fanndís og Rakel á skotskónum - myndir

Fanndís Friðriksdóttir fór fyrir sínu liði í 7-1 stórsigri á Selfossi í kvöld og varð sú fyrsta til að skora þrennu í Pepsi-deild kvenna á þessu tímabili. Fanndís og Rakel Hönnudóttir sem skoraði tvö mörk eru nú markahæstu leikmenn deildarinnar með fjögur mörk hvor.

Eigandi Liverpool vill ræða við Brendan Rodgers á morgun

Liverpool hefur enn áhuga á því að ræða við Brendan Rodgers, stjóra Swansea, um möguleikann á því að hann verði eftirmaður Kenny Dalglish á Anfield. Enskir fjölmiðlar segja frá því að eigandi Liverpool sé kominn til Englands og ætli að ræða við Rodgers á morgun.

659 milljónir halda með Manchester United í heiminum

Það halda flestir fótboltaáhugamenn með enska liðinu Manchester United af öllum knattspyrnuliðum heimsins ef marka má nýja könnun sem United birtir á heimasíðu sinni í dag. United hefur tvöfaldað stuðningsmanna hóp sinn síðustu ár og á meðal annars tvöfalt fleiri stuðningsmenn en Barcelona í Asíu.

Fanndís með þrennu í stórsigri Blika

Breiðablik er komið á topp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á nýjan leik eftir 7-1 stórsigur á nýliðum Selfoss á Kópavogsvellinum í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Blika, skoraði þrennu á fyrstu 40 mínútum leiksins. Fylkir og KR gerðu á sama tíma 1-1 jafntefli í Árbænum.

Torres þakklátur Del Bosque

Spænski framherjinn Fernando Torres segist ætla að launa landsliðsþjálfaranum Vicente del Bosque fyrir traustið eftir að hann var valinn í spænska landsliðshópinn fyrir EM.

Gordon með tvö mörk í sigri Eyjakvenna í Mosfellsbænum

Shaneka Jodian Gordon kom inn í byrjunarlið ÍBV í fyrsta sinn í sumar og þakkaði fyrir sig með því að skora tvö fyrstu mörkin í 3-0 útisigri ÍBV á Aftureldingu í kvöld en þetta var leikur í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta.

Affelay: Hef styrkst andlega og líkamlega

Síðasta tímabil var ekki auðvelt fyrir Hollendinginn Ibrahim Affelay hjá Barcelona enda var hann meira og minna meiddur. Hann segist þó koma sterkari til baka.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 4-1 | Draumaendurkoma Tryggva

Tryggvi Guðmundsson snéri aftur inn í lið ÍBV eftir að hafa misst af fimm fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á móti ÍBV í fyrsta leik 6. umferðar Pepsi-deildar karla í Eyjum í kvöld. Tryggvi skoraði þriðja mark ÍBV beint úr aukaspyrnu en hann bætti með því markamet sitt og Inga Björns Albertssonar. Tryggvi hefur nú skoraði 127 mörk í efstu deild á Íslandi.

Tryggvi beint inn í byrjunarlið ÍBV

Tryggvi Guðmundsson hoppar beint inn í byrjunarlið ÍBV í kvöld þegar hannn spilar sinn fyrsta leik í sumar. Tryggvi verður í liði ÍBV sem tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik 6. umferðar Pepsi-deildar karla.

Þýski hópurinn klár fyrir EM

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, er búinn að velja 23 manna hópinn sinn fyrir EM í sumar og kom aðeins á óvart í vali sínu.

Cech framlengir við Chelsea

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea og verður hjá félaginu til ársins 2016 hið minnsta.

Sörensen fer ekki með Dönum á EM

Kasper Schmeichel, markvörður Leicester og sonur goðsagnarinnar Peter, er á leið með danska landsliðinu á EM þar sem Thomas Sörensen hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla.

Whelan: Liverpool fá frest fram á fimmtudag

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, hefur gefið Liverpool frest fram á fimmtudag til þess að ákveða sig hvort að þeir ætli sér að ráða Roberto Martinez sem nýjan stjóra liðsins.

Þór/KA með góðan sigur á FH í Pepsi-deild kvenna

Þór/KA vann í dag góðan 4-1 útisigur á FH-ingum í fyrsta leik fjórðu umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA hefur byrjað mótið af miklum krafti og sitja þær í efsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki.

Leikir í norska boltanum | Íslendingaslagur í Stabæk

Það fóru fram þrír leikir í tólftu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Nokkrir Íslendingar voru að vanda að spila með liðum sínum, en létu þó óvenju lítið fyrir sér fara í leikjum dagsins.

Matthías með mark í sigri Start

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi, var á skotskónum þegar liðið vann góðan 3-0 sigur á Bodö/Glimt í norsku fyrstu deildinni í dag.

Chelsea að vinna kapphlaupið um Hazard

Eden Hazard, leikmaður Lille í Frakklandi, er sagður hafa ákveðið að ganga til liðs við Chelsea í stað Manchester liðanna í sumar, eftir miklar vangaveltur um framtíð hans á undanförnum vikum.

Sol Campbell ráðleggur stuðningsmönnum Englands að vera heima

Keppni á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu hefst eftir 11 daga en keppnin fer fram að þessu sinni í Póllandi og Úkraínu. Margir hafa áhyggjur af hvernig tekið verður á móti áhorfendum í þessum löndum og hafa fjölskyldur tveggja enskra landsliðsmanna ákveðið að verða eftir á Englandi vegna fjölmargra mála sem komið hafa upp í tengslum við kynþáttaníð í Úkraínu og Póllandi.

Þjálfari meistaraliðs Juventus yfirheyrður af lögreglu

Ítalska lögreglan hefur handtekið fyrirliða fótboltaliðsins Lazio, Stefano Mauri og Omar Milanetto fyrrum leikmann Genoa vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í leikjum í ítalska fótboltanum. Þjálfari Ítalíumeistaraliðs Juventus, Antonio Conte, var yfirheyrður af lögreglunni í tengslum við þetta mál samkvæmt frétt Reuters.

Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu | Myndaveisla

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gengu svekktir af velli að loknu 3-2 tapi gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. Íslenska liðið var örfáum mínútum frá því að skrá sig í sögubækurnar en tvö mörk undir lokin gerðu út um þá skráningu.

Lars Lagerbäck: Malouda og Ribery réðu úrslitum

"Stemmningin er frekar dauf myndi ég segja. Það er alltaf erfitt að tapa í lokin líkt og í kvöld," sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Vísi í kvöld.

Del Bosque skildi De Gea og Soldado eftir heima

Vincent Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur tilkynnt 23 manna hóp sinn fyrir Evrópumótið í knattspyrnu. Mesta athygli vekur að markamaskína Valencia, Roberto Soldado, var ekki valinn í hópinn.

Hulk sá um Danina

Hulk, sóknarmaður Porto, var í aðalhlutverki hjá Brasilíu sem vann 3-1 sigur á Danmörku í vináttulandsleik þjóðanna í Hamburg í dag.

Sjá næstu 50 fréttir