Fleiri fréttir

Guardiola kvaddi Barcelona með enn einum titlinum

Barcelona tryggði sér í kvöld spænska konungsbikarinn með öruggum 3-0 sigri á Athletic Bilbao í úrslitaleiknum. Þetta var síðasti leikur Pep Guardiola með Barcelona-liðið.

Zlatan: Milan er í fjárhagsvandræðum

Svíinn Zlatan Ibrahimovic óttast að félag hans, AC Milan, muni ekki geta styrkt sig almennilega í sumar en miklar breytingar munu verða á liðinu.

Dempsey: Ég vil spila í Meistaradeildinni

Clint Dempsey átti frábært tímabil með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði alls 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Svo gæti farið að Dempsey yfirgefi Craven Cottage í sumar en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum og hefur talað opinberlega um áhuga sinn að komast í sterkara lið.

Pepsimörkin: Markaregnið úr 5. umferð

Alls voru 17 mörk skoruð í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta en umferðinni lauk í gær með fimm leikjum. Flest mörk voru skoruð á Selfossvelli þar sem að heimamenn gerðu 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Öll mörkin má sjá í þessari markasyrpu og tónlistin er frá bandrísku hljómsveitinni, The Black Keys og lagið heitir Gold on the ceiling.

Pepsi-deild kvenna: Stjarnan lagði KR

Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu góðan sigur, 3-1, á sigurlausu liði KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi.

Guardiola: Ég mun þjálfa á ný ef einhverju liði tekst að tæla mig

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld þegar Barcelona mætir Athletic Bilbao í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Barcelona getur þarna unnið sinn fjórtánda titil undir stjórn Guardiola en hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að taka sér hvíld frá þjálfun.

Eyjólfur velur þrjá nýliða í 21 árs landsliðið

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla í fótbolta, er búinn að velja hópinn sinn fyrir leiki á móti Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Fær Willum Þór fyrstu stigin sín í kvöld?

Þriðja umferð 1. deildar karla í fótbolta hefst í kvöld með þremur leikjum og þar á meðal er botnslagur Þróttar og Leiknis á Valbjarnarvellinum en bæði lið eru án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Sky: Martinez boðið stjórastarfið hjá Liverpool

Dave Whelan, stjórnaformaður Wigan, hefur staðfest það við Sky-fréttastofuna að Liverpool hafi boðið Roberto Martinez stjórastöðuna á Anfield en eigendur Liverpool leita enn að nýjum stjóra eftir að Kenny Dalglish var látinn fara.

Pepsimörkin: 5. umferð | allur þátturinn

Fimmtu umferð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu lauk í gær með fimm leikjum. Farið var yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þátturinn aðgengilegur í heild sinni á Vísi.

Blatter segir vítakeppnir vera ósanngjarnar

Sepp Blatter, forseti FIFA, er á því að fótboltaleikur geti breyst í harmleik þegar úrslitin ráðast í vítakeppni eins og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem Chelsea vann Bayern München í vítaspyrnukeppni eftir að þýska liðið hafði verið í stórsókn mest allan leikinn.

Fámennt í markaveislu Selfoss og Grindavíkur

Aðeins 1.099 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina sex í 5. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í gærkvöldi. Flestir sáu KR-inga leggja FH-inga að velli í Vesturbæ en fæstir markaveislu Selfoss og Grindavíkur.

Knattspyrnusambandið búið að kaupa hjartastuðtæki fyir landsliðin

Landslið Íslands í knattsprnu munu framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur ásamt hefðbundnum sjúkrabúnaði í öll sín verkefni, innanlands sem erlendis. Vegna hertra reglna UEFA um öryggismál landsliða í knattspyrnu og atburða sem átt hafa sér stað á knattspyrnuvöllum í Evrópu festi KSÍ nýverið kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirkum hjartastuðtækjum og Sport Promote sjúkratöskum með endurlífgunar- og fyrstu hjálparbúnaði frá Á.Hr ehf. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Ruddy missir af EM vegna fingurbrots | Táningur í hans stað

John Ruddy, markvörður Norwich, braut á sér fingur á æfingu með enska landsliðinu í gær. Hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á Evrópumótinu í knattspyrnu. Jack Butland tekur stöðu Ruddy í landsliðshópnum.

Pepsimörkin: Óheppilegt að markavarðaþjálfari landsliðsins starfi hjá KR

Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport er ekki sammála því að markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta sé einnig að starfa fyrir Íslandsmeistaralið KR. Hjörvar vitnaði í ummæli Kjartans Henry Finnbogasonar í viðtali á fotbolti.net eftir 2-0 sigur KR gegn FH í fyrrakvöld þar sem að Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður skoraði sjálfsmark.

Guðjón Þórðarson verður í viðtali á Boltanum X977 á milli 11-12 í dag

Guðjón Þórðarson þjálfari Grindvíkinga í Pepsideild karla verður í viðtali á Boltanum á X977 í dag á milli kl. 11-12. Fimmtu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær og eru Grindvíkingar í næst neðsta sæti deildarinnar. Meistaradeild Evrópu í handbolta verður einnig til umræðu í þættinum en átta Íslendingar koma við sögu í leikjum helgarnnar í Köln um helgina. Valtýr Björn Valtýsson er umsjónarmaður Boltans í dag.

Brjálaðist við að verða tekinn af velli

Menn taka því misvel að vera teknir af velli í fótbolta. Þeir eru þó fáir sem verða eins ósáttir og Giovanna Narvaez varð er hann var tekinn af velli í leik í Síle.

Skagamenn enn ósigraðir - myndir

Skagamenn eru ólseigir og þeir sönnuðu það enn á ný í kvöld er þeir sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn og nældu í gott stig.

Martin: Vorum að reyna leika eftir klúðrið hjá Lennon og Hewson

Gary Martin var ánægður með stig Skagamanna í Garðabænum í kvöld. „Það eru ekki mörg lið sem ná í þrjú stig hér. Þeir eru með sterkt lið. Við hefðum þegið eitt stig fyrir leikinn og erum sáttir," sagði Martin en Skagamenn komu enn á ný sterkir til leiks í síðari hálfleik. Martin segir það enga tilviljun.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 3-1

Fylkir vann sanngjarnan sigur á Val í fjörugum leik í Árbænum í kvöld. Árni Freyr Guðnason skoraði í tvígang fyrir Fylki áður en, Matthías Guðmundsson minnkaði muninn rétt fyrir hlé. Davíð Þór Ásbjörnsson tryggði stigin þrjú með gulli af marki undir lok leiks úr aukaspyrnu af löngu færi.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍA 1-1

Garðar Bergmann Gunnlaugsson reyndist hetja Skagamanna í Garðabænum í kvöld. Garðar kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og var ekki lengi að skora jöfnunarmark Skagamanna. Gestirnir fóru nokkuð sáttir heim að loknum hörkuleik þar sem Stjarnan var á heildina litið sterkari aðilinn.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Grindavík 3-3

Grindvíkingar komu til baka og sóttu stig á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins og jafna í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti þrumuskot í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af 3-3.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-0

Keflvíkingar unnu í kvöld óverðskuldaðan 1-0 sigur á Eyjamönnum í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar. Eina mark leiksins gerði Jóhann Birnir Guðmundsson eftir hrikaleg mistök Abel Dhaira í marki ÍBV.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 0-2

Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur.

Litli og stóri mætast á morgun

Tvö sigursælustu liðin í spænsku bikarkeppninni í fótbolta mætast annað kvöld í úrslitaleik á Vicente Calderon vellinum, heimavelli Atletico Madrid. Barcelona hefur 25 sinnum unnið bikarinn en mótherjar þeirra á morgun, Athletic Bilbao 23 sinnum.

Kostar 2,2 milljarða króna að reka Barton

Vandræðapésinn Joey Barton var í gær dæmdur í 12 leikja bann fyrir rauða spjaldið þegar Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn. Ef hann hefði látið vera að sparka í Sergio Aguero og reyna að skalla Vincent Kompany hefði hann sloppið með fjögurra leikja bann.

Guðjón skoraði í 2-0 sigri Halmstad

Guðjón Baldvinsson er áfram á skotskónum með sænska b-deildarliðinu Halmstad en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 heimasigri á Brommapojkarna í kvöld. Halmstad er í 2. sæti deildarinnar á eftir Davíð Þór Viðarssyni og félögum í Östers IF.

Kristján Örn fékk rautt en Hönefoss tókst samt að jafna

Nýliðar Hönefoss gerðu 1-1 jafntefli á móti Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hönefoss lék 22 síðustu mínútur leiksins manni færri eftir að Kristján Örn Sigurðarson fékk rauða spjaldið á 69. mínútu.

Hulk spenntur fyrir Chelsea

Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Hulk segir að hann muni hefja viðræður við Chelsea um möguleg vistaskipti kappans nú í sumar.

Gerrard ætlar ekki að hætta í enska landsliðinu eftir EM í sumar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins, er ekki að fara að spila sína síðustu landsleiki á EM í sumar. Gerrard er bara 31 árs gamall en hefur verið afar óheppin með meiðsli síðustu tvö tímabil. Gerrard hefur nú sett stefnuna á að spila einnig á HM í Brasilíu 2016.

Seinna mark KR var sjálfsmark Gunnleifs

Þorvaldur Árnason, knattspyrnudómari, hefur nú staðfest með skýrslu sinni að síðara mark KR-inga gegn FH í gær var sjálfsmark markvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar.

Villas-Boas kemur ekki lengur til greina

Staðarblaðið Liverpool Echo segir frá því í dag að Andre Villas-Boas, fyrrum stjóri Chelsea, komi ekki lengur til greina sem næsti knattspyrnustjóri Liverpool.

Bjarni Guðjóns kominn upp fyrir þjálfarana sína á fyrirliða-listanum

Tölfræði twitter-síða KR-inga, KRstats, segir frá því í dag að Bjarni Guðjónsson sé kominn upp fyrir þjálfara sína, Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson, yfir fjölda leikja sem fyrirliði KR í efstu deild. Bjarni er á sínu þriðja ári sem fyrirliði en sigurleikurinn á móti FH í gær var hans 46. leikur sem fyrirliði KR-liðsins í Pepsi-deildinni.

Kuyt spenntur fyrir Van Gaal

Hollendingurinn Dirk Kuyt væri ánægður með ef Liverpool myndi ráða Louis van Gaal til starfa, annað hvort sem knattspyrnustjóra eða yfirmann knattspyrnumála.

Kalou og Bosingwa á leið frá Chelsea

Samkvæmt enskum fréttamiðlum er búist við því að það verði tilkynnt að þeir Salomon Kalou og Jose Bosingwa muni báðir fara frá Chelsea nú í sumar.

Pepsimörkin Extra: Stjörnumenn deila sturtuklefanum með kvennaliðinu

Hjörvar Hafliðason ræddi við bræðurna Jóhann og Daníel Laxdal úr liði Stjörnunnar í Garðabæ þar sem þeir fóru yfir ýmsa hluti hjá félaginu. Í þessu innslagi í Pepsimörkunum Extra á Vísi fékk Hjörvar m.a. að skoða búningsklefa Stjörnunnar. En karla – og kvennalið félagsins eru með sameiginlegan sturtuklefa

ÍA getur jafnað nýliðamet Vals í kvöld

Stórleikur kvöldsins í Pepsi-deild karla er á milli Stjörnunnar (3. sæti með 8 stig) og ÍA (1. sæti með 12 stig) en bæði lið eru taplaus og til alls líkleg í toppbaráttu deildarinnar ef marka má upphaf mótsins.

Pepsi-mörkin í beinni á Vísi

Pepsi-mörkin hefjast klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Þátturinn er einnig í beinni útsendingu á Vísi.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR-FH 2-0

KR-ingar eru komnir upp að hlið FH-inga í 2. sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 sigur á FH í fyrsta leik fimmtu umferðar á KR-vellinum í kvöld. FH var búið að vinna þrjá leiki í röð og átti möguleika á því að komast í toppsætið en Hafnfirðingar komust lítið áleiðis gegn KR-ingum í Vesturbænum í kvöld.

Keane: Neville ekki jafn áhrifamikill og fólk heldur

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, furðar sig á því að Gary Neville fái að halda áfram að starfa í sjónvarpi þrátt fyrir að hafa verið tekinn inn í þjálfaralið enska landsliðsins.

Sjá næstu 50 fréttir