Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 4-1 | Draumaendurkoma Tryggva 29. maí 2012 17:30 Tryggvi verður í leikmannahópi ÍBV í kvöld. Tryggvi Guðmundsson snéri aftur inn í lið ÍBV eftir að hafa misst af fimm fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á móti ÍBV í fyrsta leik 6. umferðar Pepsi-deildar karla í Eyjum í kvöld. Tryggvi skoraði þriðja mark ÍBV beint úr aukaspyrnu en hann bætti með því markamet sitt og Inga Björns Albertssonar. Tryggvi hefur nú skoraði 127 mörk í efstu deild á Íslandi. Tryggvi var ágengur í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið úr þremur ágætis færum. Eyjamenn voru sterkari en það var Alexander Scholz sem kom Stjörnunni í 1-0 á 65. mínútu með skoti af stuttu færi eftir klafs í kjölfar hornspyrnu. Eyjamenn gáfust ekki upp og þeir gerðu út um leikinn með þremur frábærum mörkum á aðeins sex mínútna kafla. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði það fyrsta með frábæru langskoti af 30 metra færi á 71. mínútu, Christian Steen Olsen labbaði í gegnum Stjörnuvörnina á 74. mínútu og svo var komið að Tryggva Guðmundssyni að skora beint úr aukaspyrnu á 76. mínútu. Magnús Gylfason sendi Ian David Jeffs inn á völlinn strax eftir mark Stjörnumanna og það var hann sem innsiglaði 4-1 sigur Eyjaliðsins á 90. mínútu eftir varnarmistök Stjörnumanna. Tryggvi: Sem betur fer var nóg eftir í tanknum hjá okkurTryggvi Guðmundsson átti mjög góðan leik í sigrinum á Stjörnunni í kvöld en þetta var fyrsti leikur hans með ÍBV í sumar þar sem að hann missti af fyrstu fimm leikjunum vegna meiðsla. Tryggvi skoraði þriðja mark ÍBV beint úr aukaspyrnu og bætti með því markamet sitt og Inga Björns Albertssonar í efstu deild. Tryggvi hefur nú skorað 127 mörk þar af 73 þeirra fyrir ÍBV sem er líka nýtt met. „Það má ekki gleymast í öllu þessu markametaspjalli að við náum loksins góðum sigri. Mér fannst þetta jafn fyrri hálfleikur og ef eitthvað var vorum við hættulegri á móti vindinum. Í seinni hálfleik erum við að stjórna þessu án þess að skapa okkur eitthvað að viti," sagði Tryggvi. „Við fáum svo á okkur mark úr föstu leikatriði sem við þurfum að bæta úr. Það er ekki hægt að fá á sig svona mörg mörk úr föstum leikatriðum. En sem betur fer var nóg eftir í tanknum hjá okkur og Brynjar Gauti skorar þetta fáránlega mark. Ég hljóp þá í markið og næ í boltann vegna þess að ég hafði það á tilfinningunni að við værum að fara að fylgja þessu á eftir og það gerðist," sagði Tryggvi. „Markametið er komið og þá getum við hætt að tala um það. Eigum við ekki að taka einn leik í einu. Við erum búnir að vera í basli í byrjun móts og náum okkar fyrsta sigri. Núna er það bara að mjaka sér upp deildina. Það er ágætt að enda þetta hraðmót á sigri. Nú náum við að stilla saman strengi í tvær vikur og komum bara vonandi góðir inn í sumarið," sagði Tryggvi en hvað er að frétta af meiðslunum? „Ég er bara fínn, ég finn ekkert fyrir þessum blessaða tappa. Ég var bara nokkuð sprækur í þessum leik. Kláraði 83 mínútur og var kannski aðeins of þungur á mér, eðlilega en þetta lítur bara vel út." Magnús Gylfason: Draumaendurkoma Tryggva„Við erum búnir að „ströggla" við að fá betri úrslit. Við erum búnir að vera að spila ágætlega en það tókst í dag að fá þrjú stig" sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV eftir 4-1 sigur á Stjörnunni í kvöld og bætti við að það væri ákveðinn léttir að vinna loksins leik. Um leikinn sagði Magnús: „Við vorum hættulegri en vanalega og sköpuðum betri færi. En við héldum áfram að spila sama leik og í fyrstu fimm leikjum í mótinu. Í dag gekk allt upp og það er það sem skilur að. Við höfum verið að gefa mörk í hverjum leik, gerðum það líka í dag en við héldum áfram og kláruðum þetta með stæl," sagði Magnús. „Brynjar Gauti skoraði algjört snilldar mark og svo náttúrulega kemur Tryggvi með þessa aukaspyrnu, slær metið og var það sem toppaði þetta". Hann bætti við að endurkoma Tryggva væri algjör draumur. „Þetta var algjör draumaendurkoma hjá Tryggva. Hann er búinn að vera veikur í þrjá mánuði. Kemur núna til baka eftir þrálát meiðsli, skorar og liðið vinnur sinn fyrsta leik. Það er náttúrulega algjör snilld," sagði Magnús. Bjarni Jóh: Betra að skíttapa en að tapa með einu marki „Við vorum helvíti slappir eftir að hafa náð forrystunni. Ég hélt að það myndi aðeins kveikja í okkur og að við gætum þétt okkur betur til baka" sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 1-4 tap í Eyjum í kvöld. „Við vildum beita skyndisóknum á þá á móti vindi en fram að þessu var leikurinn í járnum. Þá eigum við arfaslakt korter sem kálar leiknum fyrir okkur" bætti hann við. Á lokamínútum leiksins fengu Stjörnumenn svo á sig fjórða markið eftir að varnarmenn liðsins höfðu reynt að spila boltanum sín á milli. Ian Jeffs náði þá af þeim boltanum, lék á Ingvar í marki Stjörnunnar og sendi boltann í autt markið. „Þetta var bara kæruleysi. Það er svosem ágætt að skíttapa þessu frekar en að tapa þessu með einu marki og halda að menn séu góðir" sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson snéri aftur inn í lið ÍBV eftir að hafa misst af fimm fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á móti ÍBV í fyrsta leik 6. umferðar Pepsi-deildar karla í Eyjum í kvöld. Tryggvi skoraði þriðja mark ÍBV beint úr aukaspyrnu en hann bætti með því markamet sitt og Inga Björns Albertssonar. Tryggvi hefur nú skoraði 127 mörk í efstu deild á Íslandi. Tryggvi var ágengur í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið úr þremur ágætis færum. Eyjamenn voru sterkari en það var Alexander Scholz sem kom Stjörnunni í 1-0 á 65. mínútu með skoti af stuttu færi eftir klafs í kjölfar hornspyrnu. Eyjamenn gáfust ekki upp og þeir gerðu út um leikinn með þremur frábærum mörkum á aðeins sex mínútna kafla. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði það fyrsta með frábæru langskoti af 30 metra færi á 71. mínútu, Christian Steen Olsen labbaði í gegnum Stjörnuvörnina á 74. mínútu og svo var komið að Tryggva Guðmundssyni að skora beint úr aukaspyrnu á 76. mínútu. Magnús Gylfason sendi Ian David Jeffs inn á völlinn strax eftir mark Stjörnumanna og það var hann sem innsiglaði 4-1 sigur Eyjaliðsins á 90. mínútu eftir varnarmistök Stjörnumanna. Tryggvi: Sem betur fer var nóg eftir í tanknum hjá okkurTryggvi Guðmundsson átti mjög góðan leik í sigrinum á Stjörnunni í kvöld en þetta var fyrsti leikur hans með ÍBV í sumar þar sem að hann missti af fyrstu fimm leikjunum vegna meiðsla. Tryggvi skoraði þriðja mark ÍBV beint úr aukaspyrnu og bætti með því markamet sitt og Inga Björns Albertssonar í efstu deild. Tryggvi hefur nú skorað 127 mörk þar af 73 þeirra fyrir ÍBV sem er líka nýtt met. „Það má ekki gleymast í öllu þessu markametaspjalli að við náum loksins góðum sigri. Mér fannst þetta jafn fyrri hálfleikur og ef eitthvað var vorum við hættulegri á móti vindinum. Í seinni hálfleik erum við að stjórna þessu án þess að skapa okkur eitthvað að viti," sagði Tryggvi. „Við fáum svo á okkur mark úr föstu leikatriði sem við þurfum að bæta úr. Það er ekki hægt að fá á sig svona mörg mörk úr föstum leikatriðum. En sem betur fer var nóg eftir í tanknum hjá okkur og Brynjar Gauti skorar þetta fáránlega mark. Ég hljóp þá í markið og næ í boltann vegna þess að ég hafði það á tilfinningunni að við værum að fara að fylgja þessu á eftir og það gerðist," sagði Tryggvi. „Markametið er komið og þá getum við hætt að tala um það. Eigum við ekki að taka einn leik í einu. Við erum búnir að vera í basli í byrjun móts og náum okkar fyrsta sigri. Núna er það bara að mjaka sér upp deildina. Það er ágætt að enda þetta hraðmót á sigri. Nú náum við að stilla saman strengi í tvær vikur og komum bara vonandi góðir inn í sumarið," sagði Tryggvi en hvað er að frétta af meiðslunum? „Ég er bara fínn, ég finn ekkert fyrir þessum blessaða tappa. Ég var bara nokkuð sprækur í þessum leik. Kláraði 83 mínútur og var kannski aðeins of þungur á mér, eðlilega en þetta lítur bara vel út." Magnús Gylfason: Draumaendurkoma Tryggva„Við erum búnir að „ströggla" við að fá betri úrslit. Við erum búnir að vera að spila ágætlega en það tókst í dag að fá þrjú stig" sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV eftir 4-1 sigur á Stjörnunni í kvöld og bætti við að það væri ákveðinn léttir að vinna loksins leik. Um leikinn sagði Magnús: „Við vorum hættulegri en vanalega og sköpuðum betri færi. En við héldum áfram að spila sama leik og í fyrstu fimm leikjum í mótinu. Í dag gekk allt upp og það er það sem skilur að. Við höfum verið að gefa mörk í hverjum leik, gerðum það líka í dag en við héldum áfram og kláruðum þetta með stæl," sagði Magnús. „Brynjar Gauti skoraði algjört snilldar mark og svo náttúrulega kemur Tryggvi með þessa aukaspyrnu, slær metið og var það sem toppaði þetta". Hann bætti við að endurkoma Tryggva væri algjör draumur. „Þetta var algjör draumaendurkoma hjá Tryggva. Hann er búinn að vera veikur í þrjá mánuði. Kemur núna til baka eftir þrálát meiðsli, skorar og liðið vinnur sinn fyrsta leik. Það er náttúrulega algjör snilld," sagði Magnús. Bjarni Jóh: Betra að skíttapa en að tapa með einu marki „Við vorum helvíti slappir eftir að hafa náð forrystunni. Ég hélt að það myndi aðeins kveikja í okkur og að við gætum þétt okkur betur til baka" sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 1-4 tap í Eyjum í kvöld. „Við vildum beita skyndisóknum á þá á móti vindi en fram að þessu var leikurinn í járnum. Þá eigum við arfaslakt korter sem kálar leiknum fyrir okkur" bætti hann við. Á lokamínútum leiksins fengu Stjörnumenn svo á sig fjórða markið eftir að varnarmenn liðsins höfðu reynt að spila boltanum sín á milli. Ian Jeffs náði þá af þeim boltanum, lék á Ingvar í marki Stjörnunnar og sendi boltann í autt markið. „Þetta var bara kæruleysi. Það er svosem ágætt að skíttapa þessu frekar en að tapa þessu með einu marki og halda að menn séu góðir" sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira