Fleiri fréttir

Eduardo strax farinn að sakna Arsenal

Króatíski Brasilíumaðurinn, Eduardo da Silva, er sorgmæddur yfir því að vera farinn frá Arsenal en hann var seldur á 6 milljónir punda til Shaktar Donetsk í Úkraínu.

Kári: Þetta er svekkjandi

Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeild UEFA fyrir Motherwell í kvöld.

Blikar úr leik í Evrópudeildinni

Breiðablik er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir tap á heimavelli, 0-1, fyrir skoska liðinu Motherwell. Skoska liðið vann rimmu liðanna 2-0 samanlagt.

Kjartan orðinn markahæsti leikmaður KR í Evrópukeppnum

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppnum ásamt fríðum hópi manna, þeim Guðmundi Benediktssyni, Mihajlo Bibercic og Ríkharði Daðasyni. Þetta kemur fram á heimasíðu KR en þeir hafa allir skorað fjögur mörk.

Ferguson ekki viss um að halda Vidic

Sögusagnir þess eðlis að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sé á förum til Real Madrid frá Man. Utd ætla ekki að deyja út.

Mark Veigars dugði ekki Stabæk

Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev.

Tvö mörk Kjartans Henry hvergi nærri nóg fyrir KR

KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir tap í Úkraínu gegn Karpaty. Leiknum lauk með 3-2 sigri Úkraínumannanna en Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR og jafnaði leikinn í 2-2.

Bild: Raul búinn að semja við Schalke

Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að spænski leikmaðurinn Raul sé að ganga frá tveggja ára samning við þýska liðið Schalke 04 en hann var ekki inn í framtíðaráformum Jose Mourinho á Santiago Bernabeu.

Klaas-Jan Huntelaar til Liverpool í skiptum fyrir Ryan Babel?

Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að Liverpool sé þegar farið að undirbúa það ef Fernando Torres ákveður að fara frá liðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ætlar Liverpool þá að fá Klaas-Jan Huntelaar frá AC Milan og nota landa hans Ryan Babel upp í kaupverðið.

Haraldur Freyr: Ekki viss um að Kongsvinger sé réttur kostur

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, er ekki viss um að það yrði rétt skref fyrir sig að fara frá Keflavík til Kongsvinger í Noregi. Norska úrvalsdeildarfélagið er í harðri fallbaráttu og er í næst neðsta sæti eftir 17 umferðir af 30.

Bayern keppir við Real um Sami Khedira - á að leysa af van Bommel

Bayern Munchen er búið að blanda sér í baráttuna um þýska landsliðsmanninn Sami Khedira sem spilar með VfB Stuttgart en sló í gegn í Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku. Khedira var á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid en það gæti nú breyst víst að besta liðið í Þýskalandi sér hann sem framtíðarmann á miðju liðsins.

Viktor Unnar farinn til Selfoss

Viktor Unnar Illugason var í dag seldur frá Val til Selfoss. Viktor samdi við Selfyssinga til loka leiktíðarinnar.

Dan Gosling skrifaði undir fjögurra samning við Newcastle

Newcastle United hefur samið við 21 árs landsliðsmanninn Dan Gosling en hann var með lausan samning hjá Everton. Gosling skrifaði undir fjögurra ára samning en hann var búinn að spila 22 leiki fyrir Everton frá því að hann kom til liðsins í janúar 2008.

Redknapp: Tottenham getur alveg orðið meistari

Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er sannfærður um að sitt lið geti barist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili en hann kom liðinu frekar óvænt inn í Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

Liverpool gæti selt Mascherano til Inter fyrir 25 milljónir punda

Liverpool er komið í formlegar viðræður við Evrópumeistarana í Internazionale frá Mílanó um kaup ítalska liðsins á Argentínumanninum Javier Mascherano. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er tilbúinn að selja fyrirliða argentínska landsliðsins fái félagið rétta upphæð fyrir hann.

Obertan tryggði Manchester United sigur í nótt

Frakkinn Gabriel Obertan tryggði Manchester United 1-0 sigur á Philadelphia Union í æfingaleik í nótt á Lincoln Financial Field í Philadelphia í Bandaríkjunum. Þetta var annar leikur United á undirbúningstímabilinu en liðið vann 3-1 sigur á Celtic á föstudaginn var.

Bara fínt að vera litla liðið

„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið,“ segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni.

Búið að selja 1000 miða af 1340

Búið er að selja um þúsund miða af þeim 1.340 sem í boði eru á leik Breiðabliks og Motherwell í kvöld. Forráðamenn Blika sögðu við Fréttablaðið í gær að um 150 stuðningsmenn Motherwell myndu horfa á leikinn úr gömlu stúkunni á Kópavogsvelli.

Fyrsti leikur Rúnars í KR-útvarpinu

KR-ingar spila í dag seinni leikinn sinn við FK Karpaty L'viv í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar. FK Karpaty vann fyrri leikinn 3-0 á KR-velli í síðustu viku og KR-liðið á því ekki mikla möguleika á að komast áfram.

Naumur sigur Þróttar á HK

Þróttur vann HK 3-2 í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 3-2 en endurkoma HK hófst of seint en annað mark HK kom í uppbótartíma.

FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu

FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals.

Marklínu-dómararnir verða í Meistaradeildinni í vetur

Það verða fimm dómarar á vellinum í Meistaradeildinni á komandi tímabili en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti þetta í dag. Það var gerð tilraun með tvo auka aðstoðardómara í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og henni verður haldið áfram á komandi tímabili.

Fá Valskonur gull- silfur og bronsskóinn í ár?

Valskonur eru í frábærum málum í Pepsi-deild kvenna eftir leiki gærkvöldsins með sex stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik inni á liðið í öðru sæti sem er Breiðablik. Valsliðið hefur skorað 51 mark í 11 leikjum eða 28 mörkum meira en næsta lið og nú er svo komið að liðið á þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

Gestir skysports.com spá Manchester United titlinum

Manchester United mun vinna enska meistaratitilinn ef marka má gesti heimasíðu Skysports. 26 prósent spá því að United-liðið endurheimti enska titilinn en 50 þúsund atkvæði hafa borist í könnun síðunnar. Enska úrvalsdeildin fer af stað 14. ágúst.

David James í viðræður við Celtic

Skoska liðið Celtic er að leita sér að markverði eftir að Artur Boruc fór til ítalska liðsins Fiorentina. Neil Lennon, stjóri liðsins, er að vonast eftir því að hinn 39 ára gamli David James standi í marki Celtic í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir