Enski boltinn

Ferguson ekki viss um að halda Vidic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sögusagnir þess eðlis að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sé á förum til Real Madrid frá Man. Utd ætla ekki að deyja út.

sögurnar fengu síðan byr undir báða vængi þegar Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, gat ekki staðfest að Vidic yrði áfram í herbúðum liðsins í vetur.

"Ég get ekki staðfest að hann verði hjá okkur en ég hef þá trú að svo verði," sagði Ferguson.

Sem fyrr er eiginkonu Vidic kennt um að hann vilji fara frá félaginu en hún ku víst vera búin að fá nóg af veðurfarinu á Englandi og vill frekar sóla sig á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×