Enski boltinn

Fyrsti leikur Wayne Rooney á tímabilinu verður í Dublin 4. ágúst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/AP
Wayne Rooney og aðrir HM-leikmenn Manchester United fá 28 daga frí til að jafna sig eftir Heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku í sumar. Það skiptir Sir Alex Ferguson engu máli hversu langt þeir komust á HM því allir koma til baka á sama tíma.

Þeir Rooney, Nemanja Vidic, Michael Carrick, Park Ji-sung og Patrice Evra munu koma inn í liðið fyrir æfingaleik á móti úrvalsliði írsku deildarinnar sem verður opnunarleikur Aviva Stadium í Dublin og fer fram 4.ágúst.

Einn HM-leikmaður mun þó koma fyrr inn á undirbúningstímabilinu því Javier Hernández sem skoraði tvö mörk með landsliði Mexíkó á HM mun spila á móti sínu gamla liði Guadalajara. Leikurinn fer fram í Mexíkó en hann var hluti af sjö milljón punda kaupverði kappans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×