Enski boltinn

Arsenal búið að selja Eduardo da Silva fyrir sex milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eduardo da Silva.
Eduardo da Silva. Mynd/AFP
Króatíski framherjinn Eduardo da Silva er farinn frá Arsenal en úkraínska liðið Shakhtar Donetsk keypti hann fyrir um sex milljónir punda. Eduardo da Silva skrifaði undir fjögurra ára samning við Shakhtar Donetsk.

Eduardo da Silva er 27 ára gamall en hann kom til Arsenal frá Dinamo Zagreb í júlí 2007. Hann hefur ekki tekist að vinna sér fast sæti í liðinu eftir að hann missti ár úr þegar hann fótbrotnaði illa eftir ruddatæklingu frá Martin Taylor varnarmanni Birmingham.

Eduardo skrifaði undir nýjan samning við Arsenal í nóvember en Arsene Wenger ákvað að selja framherjann og fá inn pening sem gæti nýst við að fá inn nýja leikmenn fyrir tímabilið.

Eduardo da Silva skoraði 22 mörk í 67 leikjum með Arsenal en þar af gerði hann 4 mörk í 24 deildarleikjum á síðasta tímabili. Eduardo da Silva náði ekki að vinna neinn titil með Arsenal á sínum þremur tímabilum hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×