Enski boltinn

Eduardo strax farinn að sakna Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Króatíski Brasilíumaðurinn, Eduardo da Silva, er sorgmæddur yfir því að vera farinn frá Arsenal en hann var seldur á 6 milljónir punda til Shaktar Donetsk í Úkraínu.

"Síðustu dagar hafa tekið mjög á tilfinningarnar. Þó svo ég sé spenntur yfir nýju ævintýri þá er erfitt að yfirgefa heimili sitt til þriggja ára," sagði Edurado.

"Arsenal er sérstakt félag og ég mun sakna margra hjá félaginu og ekki síst stuðningsmannanna. Þegar ég kom fyrst til félagsins talaði ég ekki ensku og þekkti engan. Þrátt fyrir það leið mér eins og heima hjá mér eftir fyrsta daginn hjá félaginu. Arsenal mun alltaf eiga sérstakan sess í hjarta mínu."

Eduardo skoraði 20 mörk í 67 leikjum fyrir félagið en þangað kom hann frá Dinamo Zagreb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×