Enski boltinn

Liverpool gæti selt Mascherano til Inter fyrir 25 milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Mascherano.
Javier Mascherano. Mynd/AFP
Liverpool er komið í formlegar viðræður við Evrópumeistarana í Internazionale frá Mílanó um kaup ítalska liðsins á Argentínumanninum Javier Mascherano. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er tilbúinn að selja fyrirliða argentínska landsliðsins fái félagið rétta upphæð fyrir hann.

Samkvæmt heimildum Guarrdian þá vill Liverpool í það minnsta 25 milljónir punda fyrir Javier Mascherano en Mascherano sjálfur hefur ekki farið leynt með áhuga sinn að elta fyrrum stjóra Liverpool-liðsins, Rafael Benítez, til Internazionale.

Umboðsmaður Mascherano hefur sagt að það væri draumur leikmannsins að komast til Internazionale en Argentínumaðurinn hefur verið ósáttur um tíma hjá Liverpool. Benítez lokaði á það í fyrra að hann færi til Barcelona og Mascherano hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning.

Til að toppa allt saman þá náði Roy Hodgson ekki í Mascherano í síma þegar Argentínumaðurinn var í sumarfrí eftir HM í Suður-Afríku. Það var aðeins til að ýta undir líkurnar á því að Javier Mascherano sé á förum frá Bítlaborginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×