Enski boltinn

Leikur Liverpool og Grasshoppers í beinni á Stöð 2 Sport 2 í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Mynd/Getty Images
Stöð 2 Sport 2 mun sýna beint í dag fyrsta leik Liverpool undir stjórn Roy Hodgson en liðið mætir þá svissneska liðinu Grasshoppers í æfingaleik í Sviss.

Liverpool átti að mæta Al-Hilal á mánudagskvöldið en leiknum var frestað vegna mikilla rigninga. Guðlaugur Victor Pálsson er meðal leikmanna Liverpool í ferðinni og það verður fróðlegt að sjá hvort hann fái að spreyta sig í leiknum á eftir.

Þetta er búin að vera viðburðarrík vika í herbúðum Liverpool því auk þess að vera með liðið í æfingabúðunum í Sviss þá er Roy Hodgson á fullu að setja saman leikmannahópinn sinn fyrir komandi tímabil.

Athygli skal vakin á því að leikur Liverpool og Grasshoppers hefst klukkan 17.30 en ekki klukkan 18.50 eins og stendur á dagskrásíðunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.