Enski boltinn

Dan Gosling skrifaði undir fjögurra samning við Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dan Gosling fagnar frægu sigurmarki sínu á móti Liverpool í enska bikarnum.
Dan Gosling fagnar frægu sigurmarki sínu á móti Liverpool í enska bikarnum. Mynd/AFP
Newcastle United hefur samið við 21 árs landsliðsmanninn Dan Gosling en hann var með lausan samning hjá Everton. Gosling skrifaði undir fjögurra ára samning en hann var búinn að spila 22 leiki fyrir Everton frá því að hann kom til liðsins í janúar 2008.

„Þetta eru frábær skipti fyrir mig. Ég varla beðið eftir því að byrja að spila núna þegar samningurinn er frágenginn," sagði Dan Gosling. Hann var í viðræðum við Everton en upp úr þeim slitnaði í maí.

„Ég hef spilað á St James' Park og veit hversu frábært andrúmsloftið er á vellinum. Ég er búinn að hugsa um það lengi að fá að spila í svart-hvítu og það verður frábær dagur fyrir mig þegar ég geng út á völlinn fyrir fram 50 þúsund stuðningsmenn," sagði Gosling við BBC.

Chris Hughton, stjóri Newcastle er ánægður með nýja leikmanninn sem hann flokkar undir orkuleikmann sem getur spilað teiganna á milli. „Við erum mjög ánægðir með að vera komnir með hann til okkar. Hann er ungur en með reynslu úr úrvalsdeildinni og við ættum að geta þróað hans leik enn frekar," sagði Hughton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×