Fleiri fréttir

Læt fjölmiðla ekki hrekja mig frá Manchester

Búlgarinn Dimitar Berbatov er ákveðinn í því að vera áfram í herbúðum Man. Utd á næstu leiktíð og segir það ekki koma til greina að láta fjölmiðla hrekja sig frá félaginu.

Berlusconi íhugar að selja Milan

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, veltir því fyrir sér þessa dagana að selja félagið sem hann hefur farið fyrir í ein 24 ár.

Ronaldinho fær tveggja ára samning

Brasilíumaðurinn Ronaldinho verður væntanlega áfram í herbúðum AC Milan eftir allt saman. Nýr tveggja ára samningur liggur á borðinu sem verður væntanlega skrifað undir.

Ballack íhugar að fara í mál við Boateng

Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack, leikmaður Chelsea, mun ekki spila á HM í sumar en brot Kevin-Prince Boateng, leikmanns Portsmouth, í bikarúrslitaleiknum sá til þess að hann horfir á mótið í sjónvarpinu.

Henry alveg að sleppa frá Barcelona

Rafael Yuste, varaforseti Barcelona, segir að félagið sé að ganga frá lausum endum svo Thierry Henry verði frjáls ferða sinna og geti skrifað undir samning við félag í Bandaríkjunum.

Inter gerir ekki ráð fyrir að halda Mourinho

Massimo Moratti, forseti Inter, er farinn að búa sig undir að þurfa að leita að nýjum þjálfara í stað José Mourinho. Portúgalinn er sterklega orðaður við Real Madrid og flest bendir til þess að hann fari þangað í sumar.

James: Veit ekki hver er aðalmarkvörður

Enski markvörðurinn David James segist ekki hafa hugmynd um hver sér aðalmarkvörður enska landsliðsins en James er einn af þremur markvörðum í enska landsliðshópnum.

Barcelona reynir að landa Villa og Fabregas

Varaforseti Barcelona, Rafael Yuste, segir að félagið sé langt komið með að semja við framherjann David Villa og félagið er einnig bjartsýnt á að geta keypt Cesc Fabregas frá Arsenal.

Eyjamenn sóttu stig gegn Val - myndir

Baráttuglaðir Eyjamenn nældu í stig gegn Val í gær þó svo þeir hafi leikið manni færri lungann af leiknum og lentu marki undir.

Man. City sagt hafa gert tilboð í Milner

Forráðamenn Man. City eru ekki farnir í sumarfrí því Sky-fréttastofan greinir frá því í kvöld að félagið sé búið að gera tilboð í enska landsliðsmanninn James Milner sem leikur með Aston Villa.

Gunnlaugur: Mjög svekktur að ná ekki þremur stigum

„Ég er mjög svekktur með að ná ekki þremur stigum úr þessum leik. Við vorum með leikinn í höndunum eftir að við komumst yfir og vorum einum leikmanni fleiri. Það er ljóst að mínir menn náðu ekki að notfæra sér liðsmuninn nógu vel,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 1-1 jafntefli við ÍBV á Vodafone-vellinum í kvöld.

Tryggvi: Vonandi fyrsta stigið af mörgum

„Við vorum líklegri til að hirða öll þrjú stigin í lokin. Þetta var mikill baráttuleikur hjá okkur og þurftum að hlaupa mikið eftir að við urðum manni færri. Þetta var flott stig hjá okkur og vonandi það fyrsta af mörgum í sumar,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, Eyjapeyi, eftir 1-1 jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld.

Adriano orðaður við Roma

Brasilíski framherjinn og þunglyndissjúklingurinn, Adriano, er smám saman að koma lífi sínu í réttar skorður á nýjan leik og hann íhugar nú að snúa aftur í evrópska boltann.

Van Gaal: Mourinho var einu sinni hógvær

Hinn hollenski þjálfari FC Bayern, Louis Van Gaal, segist eiga örlítið í José Mourinho, þjálfara Inter, en þeir tveir mætast með lið sín á laugardag í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Leikbann Ribery stendur

Það varð endanlega ljóst í dag að Franck Ribery spilar ekki úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Inter um næstu helgi. Íþróttadómstóll í Sviss tók málið fyrir í dag og hafnaði beiðni FC Bayern um að aflétta leikbanninu.

Zenden áfram hjá Sunderland

Boudewijn Zenden mun spila með Sunderland á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.

Ballack: Mikil vonbrigði

Michael Ballack segir það vissulega mikil vonbrigði að hann muni ekki spila með þýska landsliðinu á HM í Suður-Afríku í sumar.

Umfjöllun: Þolinmæðisverk hjá Keflavík

Keflvíkingar og Fylkismenn eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir tvær fyrstu umferðirnar. Keflvíkingar skruppu yfir til Grindavíkur í kvöld og sóttu þrjú stig í leik sem bauð annars ekki upp á mikið.

Umfjöllun: Valur glutraði niður unnum leik gegn ÍBV

Eyjamenn fengu sín fyrstu stig í Pepsi-deild karla í kvöld eftir 1-1- jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld. Eyjamenn geta verið virkilega sáttir með stigið enda léku þeir manni færri meginþorrann af leiknum.

Portsmouth vill halda James

Portsmouth hefur staðfest að félagið hafi gert David James markverði óformlegt tilboð um að vera áfram í herbúðum félagsins.

Pepsi-mörkin endursýnd í kvöld

Markaþáttur Stöðvar 2 Sports um Pepsi-deild karla frá því í gærkvöldi verður endursýndur fyrir beina útsendingu frá viðureign Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld.

Selfoss fyrsta liðið á fyrsta ári til að vinna á KR-vellinum

Selfyssingar unnu sögulegan sigur á KR-ingum á KR-vellinum í gær. Þeir urðu þar með fyrsta liðið á sínu fyrsta ári í efstu deild sem nær að vinna sinn fyrsta leik í Frostaskjólinu. KR-ingar tóku völlinn í notkun 1984 og síðan þá höfðu tíu félög komist upp í efstu deild í fyrsta sinn.

Advocaat tekur við Rússum

Hollendingurinn Dick Advocaat verður næsti landsliðsþjálfari Rússlands og tekur hann við starfinu af landa sínum, Guus Hiddink.

Hleb vill fara aftur til Barcelona

Alexander Hleb vill snúa aftur til Barcelona og berjast fyrir sínu sæti þar en hann hefur verið í láni hjá Stuttgart í Þýskalandi í vetur.

Engin krísa hjá KR

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að það sé engin krísa í herbúðum KR þrátt fyrir að liðið sé aðeins eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi-deild karla.

Heimir: Sanngjarn sigur

„Mér fannst það alltaf liggja í loftinu að við gætum skorað í þessum leik. Við gerðum það og unnum þetta sanngjarnt 1-0," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 1-0 sigurinn á Haukum í kvöld.

Logi: Viðurkenni fúslega að við vorum slakir

„Þetta var mjög slæmur ósigur hjá okkur og ég viðurkenni fúslega að við vorum slakir í dag,“ sagði Logi Ólafsson eftir tap sinna manna á heimavelli fyrir Selfossi 1-2 í kvöld.

Ingólfur: Veit ekki hver stuðullinn var á Lengjunni

„Ég veit ekki hver stuðullinn var á Lengjunni en þetta er vissulega gríðarlega óvæntur sigur. Það var ótrúlega stemmning í hópnum fyrir leikinn og við trúðum því að við gætum náð sigri,“ sagði Ingólfur Þórarinsson miðjumaður hjá Selfossi sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild úr víti í 1-2 sigri Selfoss á KR í kvöld.

Bjarni Jóhannsson: Klúðruðum þessu í lokin

„Þetta var baráttuleikur. Við vorum slappir í byrjun en mér fannst þetta vera koma í seinni hálfleik þar sem við áttum skot í stöng og slá en afdrifarík mistök af okkar hálfu kostuðu okkur stig hér í kvöld. Það hefði verið ljúft að taka stig," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnurnar, eftir leik liðsins gegn Fylki í kvöld en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.

Ásgeir Börkur: Það kemur enginn hingað og tekur stig

„Ég er mjög ánægður með þetta. Frábært að vinna fyrsta heimaleikinn og við ætlum að gera þetta að gryfju í sumar. Það kemur enginn hingað og tekur stig, það er alveg á hreinu," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur Fylkis gegn Stjörnunni í annari umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Umfjöllun: Baráttuglaðir Fylkismenn kláruðu Stjörnuna

Fylkir sigraði Stjörnuna í fyrsta heimaleik þeirra í sumar en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna. Leikurinn var frábær skemmtun og baráttan allsráðandi í Árbænum. Fylkir reyndust sterkari undir lokin og kláruðu leikinn á síðustu tuttugu mínútunum.

Sjá næstu 50 fréttir