Fleiri fréttir

Mun City bjóða 100 milljónir punda í Torres?

Stjórnarformenn City eru yfir sig ánægðir með nýja þjálfarann, Roberto Mancini og eru tilbúnir að borga 100 milljónir punda fyrir framherja Liverpool, Fernando Torres til að tryggja að liðið verði í toppbaráttunni.

Nistelrooy: Vonandi fer ég með á HM

Ruud van Nistelrooy er genginn í raðir þýska liðsins Hamburger SV. Tíðindin eru vonbrigði fyrir ensku liðin West Ham og Tottenham sem höfðu áhuga á leikmanninum.

Bentley á ekki framtíð hjá Tottenham

David Bentley virðist ekki eiga neina framtíð hjá Tottenham. Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp gaf það skýrt í skyn í viðtali við blaðamann The Mirror.

Ronaldo styður AC Milan í kvöld

Það er risaslagur í ítalska boltanum í kvöld þegar grannarnir í AC Milan og Inter eigast við. AC Milan getur með sigri saxað forskot Inter í þrjú stig og þar að auki á liðið leik til góða.

Eiður sagður hafa hafnað Liverpool

Breska slúðurblaðið The Mirror segir í dag að Eiður Smári Guðjohnsen hafi hafnað tilboði um að koma til Liverpool og ætli þess í stað að fara til West Ham.

Nistelrooy til Hamburger

Þýska félagið Hamburger SV hefur krækt í hollenska sóknarmanninn Ruud van Nistelrooy. Leikmaðurinn hefur verið úti í kuldanum hjá Real Madrid að undanförnu og átt erfitt uppdráttar eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum.

Aftur stal Beckford senunni

Framherjinn Jermaine Beckford sá til þess að Tottenham og Leeds þurfa að mætast á nýjan leik í enska bikarnum.

Stjóri Reading hrósar Gylfa í hástert

Brian McDermott, stjóri Reading, var í skýjunum yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í dag en hann skaut Reading áfram í bikarnum með laglegu marki.

Sigurmark Gylfa - Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson er að fara á kostum með Reading þessa dagana og hann var hetja liðsins í dag er það lagði Burnley í enska bikarnum.

Gylfi skaut Reading áfram - Chelsea lagði Preston

Fyrstu tveim leikjunum í enska bikarnum í dag er lokið. Bikarævintýri Reading hélt áfram er liðið lagði úrvalsdeildarlið Burnley að velli, 1-0, og á sama tíma vann Chelsea lið Preston, 2-0.

Góður útisigur hjá Barcelona

Leikmenn Barcelona sýndu allar sínar bestu hliðar er liðið sótti Valladolid heim í gærkvöldi og landaði flottum 0-3 sigri.

Steve Bruce: Algjört virðingaleysi hjá Liverpool

Steve Bruce, stjóri Sunderland, er allt annað en sáttur við tilraunir Liverpool til að krækja í Kenwyne Jones, framherja Sunderland. Liverpool er samkvæmt breskum fjölmiðlum að reyna að fá Jones á láni út tímabilið en stjórinn hefur sjaldan heyrt annað eins bull.

Rio Ferdinand með Manchester United um helgina

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, mun spila sinn fyrsta leik í þrjá mánuði þegar United mætir Hull í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Ferdinand var síðast með Manchester á móti Liverpool í október.

Thierry Henry gefur tíu milljónir til hjálpar Haíti

Thierry Henry, framherji Barcelona og franska landsliðsins, var mjög rausnarlegur þegar hann gaf 56 þúsund evrur, eða tíu milljónir íslenskra króna, til hjálparstarfs á Haíti í kjölfar jarðskjálftans hræðilega á dögunum.

Roberto Mancini segir Tevez að hætta tala um Gary Neville

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur líkt og kollegi hans hjá Manchester United, Alex Ferguson, reynt að eyða deilunum á milli þeirra Carlos Tevez og Gary Neville sem hafa fyllt síður ensku blaðanna með hverri yfirlýsingunni á fætur annarri.

Fótboltastrákarnir eiga flottar konur

Þeir sem ná langt í boltanum verða ekki bara moldríkir, eiga flott hús og glæsilega bíla. Þeir eiga líka afar huggulegar konur sem oftar en ekki eru kallaðar WAGs í Bretlandi.

United lánar Tosic til Köln

Flest bendir til þess að Serbinn Zoran Tosic verði lánaður til þýska úrvalsdeildarliðsins Köln frá Man. Utd út þessa leiktíð.

Essien frá í sex vikur

Ghanamaðurinn Michael Essien getur ekki spilað fótbolta næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í Afríkukeppninni.

Huntelaar á leið til HSV

AC Milan hefur samþykkt að lána hollenska framherjann Klaas Jan Huntelaar til þýska félagsins, HSV, út leiktíðina.

Tevez: Neville er hálfviti

Stríði Carlos Tevez og Gary Neville er hvergi nærri lokið enda var Tevez nú síðast að kalla Neville hálfvita. Hann segist hafa verið að fagna mörkunum til þess að svara Neville.

Babel gæti farið til Birmingham

Umboðsmaður Hollendingsins Ryan Babel hjá Liverpool hefur ekki útilokað að svo gæti farið að Babel verði leikmaður Birmingham áður en mánuðurinn er á enda.

Helgi Valur samdi við Hansa Rostock

Helgi Valur Daníelsson varð í dag annar landsliðsmaðurinn sem skrifar undir samning við þýska félagið Hansa Rostock. Hann er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2013. Mbl.is greindi frá þessu í dag.

Tevez: Neville var með dónaskap

Carlos Tevez, leikmaður Man. City, hefur varið það hvernig hann fagnaði mörkum sínum í leik City og Man. Utd í deildarbikarnum.

Mancini vill fá Flamini og Gago

Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur staðfest að hann sé á höttunum eftir Mathieu Flamini, leikmanni AC Milan, og Fernando Gago, leikmanni Real Madrid.

O´Shea ekki meira með í vetur

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest að Írinn stóri, John O´Shea verði ekki meira með félaginu í vetur vegna meiðsla.

Arsenal lenti 0-2 undir en vann og komst á toppinn

Arsenal og Liverpool voru bæði á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Arsenal komst á toppinn með 4-2 sigri á Bolton á meðan Liverpool, er aðeins einu stigi á eftir Tottenham og Manchester City í baráttunni um fjórða sætið, eftir 2-0 sigur á Tottenham.

Mónakó vann Paris SG á sjálfsmarki - Eiður ekkert með

Mónakó vann góðan 1-0 útisigur á Paris Saint Germain í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen sem var í dag enn á ný orðaður við enska úrvalsdeildarliðið West Ham kom ekkert við sögu í leiknum.

Babel biðst afsökunar á Twitter-væli

Hollendingurinn Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fór sömu leið og margir íþróttamenn í Bandaríkjunum og vældi á samskiptasíðunni Twitter því hann var ósáttur.

Guardiola búinn að framlengja

Framhaldssögunni um framtíð Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, er lokið því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við Evrópumeistarana.

Beckford búinn að semja við Everton

Simon Grayson, stjóri Leeds, segir að framherjinn Jermaine Beckford sé búinn að skrifa undir samning við Everton um að ganga til liðs við félagið næsta sumar er samningur hans við Leeds rennur út.

Neville sýndi Tevez fingurinn

Það er ekkert sérstaklega kært á milli fyrrum liðsfélaganna Gary Neville og Carlos Tevez. Það sannaðist endanlega í gær.

Redknapp enn að reyna við Nistelrooy

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ekki gefið upp alla von um að fá Hollendinginn Ruud Van Nistelrooy í raðir félagsins. Redknapp vill fá Nistelrooy lánaðan frá Real Madrid.

Mörkin hans Tevez trufla mig ekkert

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er ekki búinn að missa trúna á að sitt lið komist í úrslit enska deildarbikarsins þó svo liðið hafi tapað fyrir nágrönnum sínum í City, 2-1, í fyrri leik liðanna.

Sjá næstu 50 fréttir