Fleiri fréttir

Ancelotti: Góð úrslit en ekki góð spilamennska

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea viðurkenndi að lið sitt hafi ef til vill ekki verið að spila sinn besta leik í 0-1 sigri sínum gegn Apoel Nicosia í kvöld en var þó ánægður með sigurinn.

Ferguson: Giggs er einfaldlega stórkostlegur

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá United var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir 2-1 sigurinn gegn Wolfsburg í kvöld og hrósaði sérstaklega framlagi Ryan Giggs.

Jovetic: Vonandi næ ég að feta í fótspor Baggio

Svartfellingurinn ungi Stevan Jovetic hjá Fiorentina stal senunni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðs síns í 2-0 sigri gegn Liverpool í Flórens.

Ólafur Jóhannesson búinn að skrifa undir nýjan samning

Ólafur Jóhannesson verður áfram karlalandsliðsþjálfari í knattspyrnu en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. Ólafur tók við landsliðinu af Eyjólfi Sverrissyni í lok október 2007 eftir að hafa unnið fjóra stóra titla með FH frá 2004 til 2007. Hann mun stjórna landsliðinu út undankeppni EM 2012..

Björgólfur áfram hjá KR

Björgólfur Takefusa hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR en hann var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í ár.

Mourinho: Þurfum bara að vinna heimaleikina okkar

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hjá Inter er ekki af baki dottinn eftir jafnteflið gegn Rubin Kazan í gærkvöld og þó svo að lið hans sé enn ekki búið að landa sigri eftir tvær umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Lazio leiðir kapphlaupið um van der Vaart

Fastlega er búist við því að miðjumaðurinn Rafael van der Vaart muni yfirgefa herbúðir Real Madrid þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju í janúar.

Owen: Ég mun spila aftur fyrir enska landsliðið

Framherjinn Michael Owen hjá Manchester United hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Fabio Capello hjá Englandi undanfarið en er þó sannfærður um að hann hafi það sem þurfti til þess að spila aftur fyrir landsliðið.

Benitez: Liverpool mun koma til baka á móti Chelsea

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er sannfærður um að sínir menn nái að bæta fyrir ófarirnar í Meistaradeildinni í gær þegar liðið mætir Chelsea á sunnudaginn. Liverpool-liðið var eins og áhorfandi í fyrri hálfleik í 0-2 tapinu á móti Fiorentina í gær.

Valskonur töpuðu stórt á Ítalíu í Meistaradeildinni

Kvennalið Vals tapaði 1-4 á móti ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í Meistaradeild UEFA kvenna en hann fór fram í Sassari á Ítalíu í dag. Hallbera Gísladóttir náði að minnka muninn í 3-1 á 68. mínútu en þær ítölsku bættu við marki í lokin.

Guðmundur næsti þjálfari Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur boðað til blaðamannafundar þar sem tilkynnt verður um ráðningu þjálfara meistaraflokks karla. Samkvæmt heimildum Vísis verður það Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR.

Landsliðið sem mætir Suður-Afríku

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Suður-Afríku í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 13. október næstkomandi.

Walcott klár í slaginn um helgina

Theo Walcott gæti komið við sögu í sínum fyrsta leik með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á núverandi tímabili er liðið mætir Blackburn um helgina.

Capello mun ekki slaka á í landsleikjunum

Fabio Capello mun velja sitt sterkasta lið fyrir síðustu leiki enska landsliðsins í undankeppni HM 2010 þó svo að England sé þegar búið að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku.

Nicky Butt sagði Owen fyrst frá áhuga United

Michael Owen hefur greint frá því að það var Nicky Butt, félagi hans hjá Newcastle, sem benti honum fyrst á að Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefði áhuga á honum.

Wenger: Við stjórnuðum leiknum allan tímann

Arsenal vann 2-0 sigur gegn Olympiakos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld á Emirates-leikvanginum í Lundúnum. Robin van Persie og Andrei Arshavin skoruðu mörkin fyrir heimamenn sem hafa unnið báða leiki sína í riðlakeppninni til þessa.

Meistaradeild Evrópu: Liverpool brotlenti í Flórens

Í E-riðli áttu sér stað fremur óvænt úrslit í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Liverpool tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginum í Flórens.

Megson ætlar að gera allt til þess að halda Cahill

Varnarmaðurinn efnilegi Gary Cahill hjá Bolton hefur verið sterklega orðaður við stærri félög á borð við AC Milan og Juventus upp á síðkastið en knattspyrnustjórinn Gary Megson hjá Bolton er ekki á því að missa sinn mann.

Tómas Ingi tekinn við HK - semur til þriggja ára

„Ég er búinn að nota síðustu ár til þess að fylgjast vel með boltanum hér á Íslandi og ná mér í tiltekin réttindi til þess að þjálfa. Það er svona vika síðan þetta kom fyrst upp með HK og þetta gekk því tiltölulega fljótt og vel fyrir sig.

Einhver vírus að ganga í Manchester United liðinu

Kóreumaðurinn Park Ji-sung getur ekki verið með Manchester United á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni á morgun þar sem hann er með vírus. Patrice Evra er hinsvegar orðinn góður af sínum veikindum. Það er því einhver vírus að ganga innan United-liðsins.

Pepe: Cristiano Ronaldo er betri en Messi

Pepe leikmaður Real Madrid segir að Cristiano Ronaldo sé betri en Lionel Messi hjá Barcelona þar sem að Ronaldo sé mun fjölhæfari leikmaður en Argentínumaðurinn. Pepe er nýkomin aftur inn í lið Real Madrid eftir að hafa verið dæmdur í tíu leikja bann í fyrra fyrir að ráðast á mótherja.

Roma ætlar að byggja nýja leikvanginn í enskum stíl

Ítalska félagið AS Roma ætlar að fara byggja nýjan 55 þúsund manna leikvang í vesturhluta Rómarborgar en félagið hefur leikið heimaleiki sína undan farin ár á Ólympíuleikvanginum í Róm eins og nágrannar þeirra í Lazio.

Willum Þór: Er úthvíldur og gæti sett á æfingartörn út alla vikuna

„Þetta gerðist mjög hratt í gær og ég er bara mjög spenntur að takast á við þetta verkefni. Það er svo margt sem styður það að þetta sé spennandi því þetta lið er búið að vera mjög sterkt síðustu ár og Kristján Guðmundsson getur gengið stoltur frá sínu verki,“ segir Willum Þór Þórsson sem verður formlega kynntur sem nýr þjálfari Keflavíkur á morgun.

Áhorfendum fækkaði annað árið í röð

Áhorfendum á leiki í Pepsi-deild karla fækkaði á nýliðnu keppnistímabili en alls mættu 135.783 áhorfendur á leikina eða 1.029 áhorfendur að meðaltali á leik. 1.106 manns komu að meðaltali á völlinn 2008 og metárið 2007 mættu 1329 manns að meðaltali á leikina.

Dóra María valin best í lokaþriðjungnum

Valskonan Dóra María Lárusdóttir var í dag valin besti leikmaður 13. til 18. umferð Pepsi-deildar kvenna en hún er líka ein fimm Valskonum sem voru valdar í úrvalslið þessara umferða. Freyr Alexanderson, þjálfari Vals, var valinn besti þjálfarinn og Magnús Jón Björgvinsson var valinn besti dómarinn.

Fær Matthaus loksins tækfærið heima? - orðaður við Hertha

Lothar Matthaus, fyrirliði Heimsmeistaraliðs Þjóðverja frá 1990 og leikjahæsti landsliðsmaður Þýskalands frá upphafi, hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Hertha Berlin. Hertha er á botni þýsku deildarinnar og rak í gær þjálfara sinn Lucien Favre.

Uppgjör Pepsídeildarinnar: Ummæli sumarsins (myndband)

Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, spekingar Stöðvar 2 Sport í Pepsídeild karla í fótbolta, fóru yfir sumarið í lokaþætti Pepsímarkanna í gær. Hér má sjá myndband af ummælum sumarins að þeirra mati.

Benitez: Vonar að Mascherano geti spilað Chelsea-leikinn

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er að vonast til þess að argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano geti spilað með á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Mascherano verður ekki með á móti Fiorentina í Meistaradeildinni í kvöld.

Guðrún Sóley líka á leiðinni í bandarísku deildina

Bandaríska liðið Chicago Red Stars hefur mikinn áhuga á að fá landsliðskonuna Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur til liðs við sig fyrir næsta tímabil en þetta kom fyrst fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Chicago hafi öðlast valrétt á Guðrúnu og hafði þar betur í samkeppni við bandarísku meistarana Jersey Sky Blue, sem höfðu líka áhuga á henni.

Frábær samvinna Blika skilaði fallegasta marki ársins

Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, völdu í gær fallegustu mörk Íslandsmótsins í uppgjörsþætti Pepsi-markanna í gær. Mark ársins á Blikinn Olgeir Sigurgeirsson en hann skoraði það á KR-vellinum í níundu umferðinni.

Faðir Bendtner: Hann var mjög heppinn að sleppa svona vel

Faðir danska landsliðsmannsins Nicklas Bendtner segir son sinn hafa verið mjög heppinn að sleppa svona vel út úr bílslysi sem hann lenti i á sunnudaginn. Bendtner klessukeyrði þá Aston Martin bílinn sinn þegar hann var á hraðferð á æfingu hjá Arsenal-liðinu.

Þessir voru bestir að mati þjálfara Pepsi-deildarinnar

Þjálfarar liðanna í Pepsi-deild karla voru fengnir til að útnefna besta leikmann tímabilsins í glæsilegum uppgjörsþætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Flestir völdu FH-ingana Atli Guðnason (7 atkvæði) og Atli Viðar Björnsson (6 atkvæði) en alls fengu sex leikmenn atkvæði frá þjálfurunum ellefu en Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV var ekki með.

Uppgjör Pepsídeildarinnar: Fyndin atvik (myndband)

Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, spekingar Stöðvar 2 Sport í Pepsídeild karla í fótbolta, fóru yfir sumarið í lokaþætti Pepsímarkanna í gær. Hér má sjá myndband af fyndnustu atvikum sumarins að þeirra mati.

Darren Bent ver ákvörðun sína að leyfa Jones að taka vítið

Darren Bent, leikmaður Sunderland, hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að leyfa Kenwyne Jones að taka annað víti liðsins í 5-2 sigrinum á Wolves en Steve Bruce, stjóri Sunderland, var allt annað en sáttur með það eftir leikinn enda taldi hann að besta vítaskytta liðsins ætti að taka vítið.

McAllister ráðinn til starfa hjá Portsmouth

Gary McAllister, fyrrum leikmaður og stjóri hjá Leeds United, verður aðstoðarstjóri hjá Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Portsmouth er búið að tapa sjö fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og hefur þurft að leika án íslenska landsliðsfyrirliðans í þeim öllum.

Sérfræðingarnir völdu Atla Guðnason bestan í sumar

Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, Tómas Ingi Tómasson og Magnús Gylfason, völdu Atla Guðnason, leikmann Íslandsmeistara FH, besta leikmann tímabilsins uppgjörsþætti Pepsi-markanna í gær. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var valinn besti þjálfarinn og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki var valinn besti ungi leikmaðurinn.

Sjá næstu 50 fréttir