Fleiri fréttir

Þjóðerni skiptir ekki máli

Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, segir þjóðerni ekki skipta máli þegar kemur að því að finna eftirmann Steve McClaren hjá enska landsliðinu sem rekinn var í morgun ásamt aðstoðarmanni sínum Terry Venables.

Svona var landsliðsþjálfaratími McClarens

Steve McClaren var í dag rekinn úr starfi sínum sem þjálfari enska landsliðins í fótbolta. Hér fyrir neðan má sjá há- og lágpunkta á meðan McClaren var við stjórnvölinn.

Capello hefur áhuga á enska landsliðinu

Ítalski þjálfarinn Fabio Capello viðurkennir í samtali við fjölmiðla í heimalandi sínu að hann hafi mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu af Steve McClaren sem rekinn var í morgun.

Beckham: Ég er ekki hættur

David Beckham ætlar ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna þrátt fyrir skellinn sem Englendingar fengu á Wembley í gær. Hann spilaði sinn 99. leik þegar hann kom inn sem varamaður í gær og átti ágæta innkomu.

Ekki kenna Carson um tapið

Slaven Bilic, þjálfari króatíska landsliðsins, biður menn að kenna markverðinum unga Scott Carson ekki um tapið á Wembley í gær - hann hafi verið besti maður enska liðsins.

McClaren rekinn

Enska knattspyrnusambandið rak í morgun landsliðsþjálfarann Steve McClaren. Þetta var tilkynnt eftir krísufund hjá sambandinu í kjölfar þess að Englendingar töpuðu heima fyrir Króötum í undankeppni EM og komust ekki á Evrópumótið næsta sumar.

McClaren væntanlega rekinn í dag

Neyðarfundur er nú hafinn hjá enska knattspyrnusambandinu þar er fastlega reiknað með því að landsliðsþjálfarinn Steve McClaren verði rekinn. Englendingum mistókst að vinna sér sæti á EM í knattspyrnu á næsta ári og það er fyrst og fremst McClaren sem þarf að taka ábyrgð á því.

McClaren: Segi ekki af mér

Steve McClaren sagði eftir leik Englands og Króatíu að hann ætlar ekki að segja starfi sínu lausu þótt honum hafi mistekist að koma Englandi á EM.

Ólafur: Margt jákvætt við leikinn

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði í viðtali við Sýn eftir leik Danmerkur og Íslands að það væri margt jákvætt við leik íslenska liðsins.

Portúgal komst á EM

Portúgal dugði markalaust jafntefli gegn Finnum á heimavelli í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2008 sem fer fram næsta sumar.

Svíþjóð og Tyrkland á EM

Svíar og Tyrkir tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni EM 2008 í Austurríki og Sviss. Liðin unnu bæði sína leiki.

Svona fór undankeppni EM 2008

Vísir fylgdist grannt með gangi mála á síðasta leikdegi í undankeppni EM 2008 þar til síðasti leikur var flautaður af í kvöld.

Landsliðið vinnur ekki án Eiðs Smára

Getum við unnið án Eiðs Smára Guðjohnsen? Tölfræðin landsliðsins undanfarin tæp sjö ár bendir ekki til þess því Eiður Smári hefur verið með í öllum þrettán sigurleikjum íslenska A-landsliðsins á þessum tíma.

Danska treyjan á tilboði

Í dag mátti sjá dönsku landsliðstreyjuna til sölu á 50% afslætti víða á Strikinu í Kaupmannahöfn. Hvort þetta má rekja til þess að liðið er að skipta um búninga eða hvort Danir hafa misst áhugann á liði sínu skal ósagt látið.

Bruce settur í salt

Ekkert verður af því að úrvalsdeildarlið Wigan tilkynni Steve Bruce sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins í dag eins og til stóð. Talsmaður Wigan segir að komið hafi upp ófyrirséð vandamál milli Bruce og Birmingham og því sé ekki hægt að ganga frá málinu alveg strax.

Brynjar og Hermann fá hæstu einkunn BT

Danska blaðið BT ber saman landslið Íslands og Danmerkur í dag og þar fær íslenska byrjunarliðið 6,9 í meðaleinkunn á móti 8,0 sem danska byrjunarliðið fær.

Gott að byrja á alvörulandsleik

Það ætti að vera gott fyrir Ólaf Jóhannesson að byrja að stjórna íslenska landsliðinu í keppnisleik. Þrír síðustu A-landsliðsþjálfarar sem hafa byrjað á leik í undankeppni HM eða EM hafa fagnað sigri í sínum fyrsta landsleik en aðeins einn af síðustu sjö þjálfurum sem hafa byrjað á vináttulandsleik eða leik í minni keppnum hefur náð að vinna sinn fyrsta leik.

Bjarni og Eyjólfur utan hóps

Bjarni Þór Viðarsson og Eyjólfur Héðinsson verða fyrir utan 18 manna hóp Ólafs Jóhannessonar hjá Íslenska landsliðinu í leiknum gegn Dönum á Parken í kvöld.

Myndi kála mér ef ég væri enskur

Gordon Strachan, þjálfari Glasgow Celtic, var spurður að því í viðtali í gær hvaða leikaðferð hann myndi beita í dag ef hann væri enskur og þjálfaði lið þarlendra. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta.

Síðasti andstæðingur Beckham lék í Axarmorðingjanum

Fréttamaður breska sjónvarpsins sem fjallar um leik Englendinga og Króata í kvöld hitti naglann skemmtilega á höfuðið þegar hann velti fyrir sér af hverju David Beckham væri ekki í byrjunarliðinu í kvöld.

128 milljarða leikur

Flestir reikna með því að Englendingar komist áfram í undankeppni EM á næsta ári þar sem liðinu nægir jafntefli gegn Króötum í kvöld til að tryggja sér farseðilinn þangað. Fari hinsvegar allt á versta veg fyrir enska liðið, er talið að það muni kosta breska þjóðarbúið um milljarð punda.

Lippi neitaði Birmingham

Marcello Lippi neitaði tilboði enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham um að gerast knattspyrnustjóri félagsins. Þetta segir stjórnarformaður enska félagsins í samtali við Daily Mail í dag. Lippi hefur verið í fríi síðan hann gerði Ítali að heimsmeisturum í fyrrasumar.

Íslenska landsliðið í brennidepli á Sýn í kvöld

Sérstakur þáttur um málefni íslenska landsliðsins í knattspyrnu verður á dagskrá Sýnar í kvöld klukkan 21:10 þegar leik Dana og Íslendinga í undankeppni EM lýkur. Landsleikurinn verður líka sýndur beint á Sýn.

Adriano neitar að vera kominn í flöskuna

Brasilíski framherjinn Adriano segist ekki vera farinn að misnota áfengi á ný þrátt fyrir nokkrar fréttir af því að hann sé farinn að halla sér að flöskunni á ný þar sem hann er við æfingar í heimalandi sínu.

15 ára stúlka miðpunkturinn í kynlífshneyksli

Sex leikmenn knattspyrnuliðsins FC Thun í Sviss og alls 14 manns hafa verið ákærðir í tengslum við stórt kynlífshneyksli. Mennirnir eru sakaðir um að hafa átt kynferðislegt samneyti við 15 ára gamla stúlku sem er stuðningsmaður liðsins.

Tevez fékk rautt í fyrsta tapi Argentínu

Argentínumenn töpuðu í gærkvöld sínum fyrsta leik í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM þegar liðið lá 2-1 fyrir Kólumbíu. Carlos Tevez fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 25 mínútur í leiknum.

Kanarnir eyðilögðu Wembley

Slaven Bilic, þjálfari Króata, er mjög óhress með ástandið á sparkvellinum á Wembley í Lundúnum fyrir leikinn við Englendinga í kvöld.

Robinson og Beckham settir út

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga ætlar að gera tvær áhugaverðar breytingar á liði sínu þegar það mætir Króötum í mikilvægum lokaleik sínum í undankeppni EM í kvöld.

U21 landsliðið vann Belga

Íslenska U21 karlalandsliðið vann Belgíu 2-1 á útivelli í leik sem var að ljúka rétt í þessu. Leikurinn er í undankeppni Evrópumótsins en með sigrinum komst Ísland uppfyrir Belga í þriðja sæti riðilsins.

Suker spáir Englandi áfram

Davor Suker segist sannfærður um að England muni komast í lokakeppni Evrópumótsins. Til þess að það gerist má enska liðið alls ekki tapa fyrir hans mönnum í Króatíu á morgun.

Viljum ná stoltinu til baka

„Eftir síðustu ófarir viljum við fyrst og fremst ná stoltinu til baka og sýna það hvað í okkur býr," sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hermann verður fyrirliði Íslands í leiknum gegn Dönum á morgun.

Bjarnólfur ekki í áætlunum Loga

Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir KR. Logi Ólafsson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt Bjarnólfi að hann sé ekki í framtíðaráætlunum sínum og því geti hann leitað á önnur mið.

Byrjunarlið Íslands á morgun

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008.

Auðveldara að mæta sterkum liðum

Dimitar Berbatov segist vonast til þess að Búlgaría muni fá sterka andstæðinga í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2010. Ljóst er að Búlgaría verður ekki með á Evrópumótinu á næsta ári.

Evra að framlengja

Franski varnarmaðurinn Patrice Evra mun á næstunni skrifa undir nýjan samning við Manchester United. Hann hefur leikið hreint frábærlega með ensku meisturunum en hann er vinstri bakvörður liðsins.

McClaren þögull sem gröfin

Steve McClaren gefur engar vísbendingar um hvernig enska landsliðinu verður stillt upp á morgun. England mætir þá Króatíu í gríðarlega mikilvægum leik sem sker úr um hvort enska liðið komist í lokakeppni Evrópumótsins.

Pétur Pétursson: Vitum allt um danska liðið

Pétur Pétursson var léttur í skapi á blaðamannfundinum fyrir leik Dana og Íslendinga í dag og ljóst að hann nýtur sín vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Danir spila í nýjum búningum á morgun

Danska landsliðið mun frumsýna nýja búninga frá Adidas í leiknum gegn Íslendingum á Parken annað kvöld. Landsliðsmennirnir eru ánægðir með nýja búninginn sem var sérhannaður fyrir liðið, en í honum má finna tilvísun í búninga liðsins frá HM í Mexíkó fyrir rúmum 20 árum.

Portúgalskur dómari á Parken

Það verður Portúgalinn Olegário Benquerenca sem dæmir leik Dana og Íslendinga á Parken í undankeppni EM annað kvöld. Honum ti aðstoðar verða landar hans José Cardinal og Bertino Cunha Miranda.

Sjá næstu 50 fréttir