Enski boltinn

Bruce settur í salt

NordicPhotos/GettyImages

Ekkert verður af því að úrvalsdeildarlið Wigan tilkynni Steve Bruce sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins í dag eins og til stóð. Talsmaður Wigan segir að komið hafi upp ófyrirséð vandamál milli Bruce og Birmingham og því sé ekki hægt að ganga frá málinu alveg strax.

Fregnir á Englandi herma að þessar tafir gætu verið út af því að Bruce hefði í huga að taka aðstoðarmann sinn Eric Black með sér frá Birmingham til Wigan, en forráðamenn Birmingham eru sagðir ósáttir við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×