Fleiri fréttir Eggert bjartsýnn á að halda Tevez Eggert Magnússon, stjórnaformaður West Ham, segir félagið staðráðið í að reyna að halda argentínska framherjanum Carlos Tevez í sínum röðum og minnir á að hann sé samningsbundinn félaginu til þriggja ára. 7.6.2007 15:24 Skorað fyrir gott málefni Í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna verður skorað fyrir gott málefni. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna. 7.6.2007 14:57 Viduka í læknisskoðun hjá Newcastle Ástralski framherjinn Mark Viduka er nú í læknisskoðun hjá Newcastle þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning fljótlega. Hann er með lausa samninga hjá Middlesbrough og hefur til þessa neitað að framlengja samning sinn við félagið. 7.6.2007 14:41 Real Madrid í viðræðum við Arjen Robben Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Chelsea um kaup á hollenska landsliðsmanninum Arjen Robben. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Chelsea frá PSV Eindhoven fyrir 12 milljónir punda og sló í gegn, en erfið meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. 7.6.2007 14:36 Reina framlengir við Liverpool Spænski markvörðurinn Jose Manuel Reina hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2012. Reina er 24 ára gamall og hefur átt fast sæti í liðinu undanfarna mánuði. Hann gekk til liðs við rauða herinn árið 2005 frá Villarreal á Spáni og hefur leikið sex leiki fyrir spænska landsliðið þar sem hann er varamaður Iker Casillas hjá Real Madrid. 7.6.2007 14:32 Myndband af skrípamarki Svía í kvöld Fimmta mark Svía gegn Íslendingum á Råsunda leikvanginum í kvöld var í meira lagi slysalegt og ekki á hverjum degi sem svona klúður sést í landsleik. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá markið sem segja má að hafi kórónað niðurlægingu íslenska liðsins í lýsingu Harðar Magnússonar á Sýn. 6.6.2007 20:53 Allbäck hló að skrípamarkinu Framherjinn Marcus Allbäck hjá sænska landsliðinu gat ekki annað en hlegið þegar sænsk sjónvarpsstöð spurði hann út í síðara mark hans gegn Íslendingum í kvöld. Boltinn barst þá til hans í vítateignum þar sem íslensku varnarmennirnir horfðu á hann skora því þeir héldu að dómarinn hefði verið búinn að dæma aukaspyrnu. 6.6.2007 21:38 Eyjólfur Sverrisson íhugar ekki að segja af sér "Þetta er gríðarlega svekkjandi og við töpuðum leiknum á 11 mínútum þar sem við fáum á okkur fjögur mörk og svo óskemmtilegt mark þarna í lokin. Strákarnir eru virkilega niðurlútir og miður sín," sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í viðtali á Sýn eftir stórtap íslenska liðsins fyrir Svíum ytra. 6.6.2007 21:20 Niðurlæging á Råsunda leikvanginum Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins. 6.6.2007 20:03 EM: Úrslit úr B-riðli Þrír leikir fóru fram í kvöld í B-riðli í undankeppni fyrir EM. Færeyingar tóku á móti Skotum en biðu lægri hlut 0-2. Frakkar unnu nauman sigur á Georgíu á heimavelli, 1-0 og að lokum sigruðu Ítalir 0-2 í Litháen. 6.6.2007 21:38 EM: Úrslit úr F-riðli Þrír leikir fóru fram í F-riðli í undankeppni EM í kvöld. Ber þar helst að nefna stórtap Íslands gegn Svíum, 5-0. Danir unnu góðan 0-2 útisigur á Litháen og Spánn sigraði Liechtenstein einnig 0-2 á útivelli. 6.6.2007 20:33 Skyldusigur hjá Englendingum Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga getur varpað öndinni léttar í kvöld eftir að hans menn lögðu Eista 3-0 í Tallin í kvöld í undankeppni EM. Joe Cole, Peter Crouch og Michael Owen skoruðu mörk enska liðsins og það var enginn annar en David Beckham sem var maðurinn á bak við þau tvö síðustu. 6.6.2007 20:27 Óvænt úrslit í A-riðli Það voru heldur betur óvænt úrslit í A-riðli í dag þar sem Pólland beið lægri hlut fyrir Armeníu á útivelli. Leikurinn endaði 0-1 og var það Mkhitaryan sem skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. 6.6.2007 17:31 Figo hefur ekki áhuga á Tottenham Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan segist ekki vilja spila annarsstaðar í Evrópu og hafnar slúðri sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. "Ef ég held áfram að spila í Evrópu, verður það aðeins fyrir Inter og ég er ekki á leið til Portúgal eða Englands," sagði Figo, sem einnig hefur verið orðaður við lið í Saudi Arabíu. 6.6.2007 16:51 England mætir Eistlandi í E-riðli England mætir Eistlandi í Tallin í undankeppni EM klukkan 18:30 í kvöld. Mikil pressa er á enska liðinu um að ná úrslitum þar sem liðið hefur ekki riðið feitum hesti í keppninni. Liðið situr í 4 sæti riðilsins með 11 stig eftir 6 leiki. 6.6.2007 15:44 Nani stóðst læknisskoðun Portúgalski leikmaðurinn Nani hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United og þar með ætti ekkert að koma í veg fyrir að hann skrifi undir samning við liðið á næstu dögum. 6.6.2007 15:28 West Ham fær Parker West Ham var rétt í þessu að ganga frá kaupum á Scott Parker frá Newcastle. Parker spilaði eitt tímabil með Newcastle, en var áður hjá Charlton þar Alan Curbishley var í brúnni. 6.6.2007 14:49 Ribery á leið til Bayern fyrir metfé Franski landsliðsmaðurinn, Franck Ribery, er á leið til Bayern Munchen fyrir metfé. Talið er að Ribery skrifi undir samning við félagið á fimmtudaginn. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda. 6.6.2007 14:23 Fabregas hefur miklar áhyggjur af framtíðinni Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal virðist vera farinn að sjá eftir því að hafa skrifað undir langtímasamning við félagið á árinu, því hann segist 90% viss um að fara frá félaginu ef Arsene Wenger knattspyrnustjóri hætti störfum. 6.6.2007 13:59 Aragones hættir á næsta ári Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta eftir að samningur hans rennur út eftir EM næsta sumar. Hann tók við liðinu árið 2004 og hefur raunar áður lofað að hætta, en stóð þá ekki við stóru orðin. Aragones hefur verið mjög umdeildur síðan Spánverjar þóttu ná óviðunandi árangri á HM í fyrra. 6.6.2007 13:53 Milan staðfestir áhuga sinn á Eto´o Forráðamenn AC Milan staðfestu í dag að þeir hefðu mikinn áhuga á að kaupa sóknarmanninn Samuel Eto´o frá Barcelona í sumar. Þeir vísa hinsvegar á bug fregnum um að kaupin séu komin langt á veg og taka fram að ekkert verði gert í málinu fyrr en eftir að deildarkeppninni lýkur á Spáni. 6.6.2007 13:48 Foster þarf í uppskurð Markvörðurinn Ben Foster hjá Manchester United getur ekki leikið með liði sínu í upphafi næstu leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð vegna hnémeiðsla. Foster stóð sig vel þegar hann var í láni hjá Watford í vetur og er inni í enska landsliðshópnum. 6.6.2007 13:24 Zlatan á bekknum hjá Svíum Sænska blaðið Aftonbladet hefur birt byrjunarlið Svía sem tekur á móti Íslendingum í Stokkhólmi í kvöld. Þar hefur verið staðfest að framherjinn Zlatan Ibrahimovic verði á varamannabekk sænska liðsins, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. 6.6.2007 13:16 Fimm breytingar á íslenska landsliðinu Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni EM í knattspyrnu í Svíþjóð í kvöld. Hann gertir fimm breytingar á liðinu frá leiknum við Liechtenstein um helgina. 6.6.2007 12:05 Crouch og Owen verða í framlínu Englendinga Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að það komi í hlut Peter Crouch að leika við hlið Michael Owen í framlínu enska landsliðsins í kvöld þegar það sækir Eista heim í Tallin í kvöld. Þá er reiknað með því að miðvörðurinn Ledley King komi inn í vörnina í stað Jamie Carragher og að Wayne Bridge leysi Nickey Shorey af hólmi í stöðu vinstri bakvarðar. Leikurinn verður sýndur á Sýn klukkan 20:30 í kvöld að loknum leik Svía og Íslendinga. 6.6.2007 11:27 Roberto Carlos á leið til Fenerbahce Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hjá Real Madrid hefur samþykkt að ganga í raðir tyrkneska liðsins Fenerbahce í sumar þegar hann verður með lausa samninga. Carlos hefur verið hjá Real í 11 ár og er einn besti og sigursælasti bakvörður knattspyrnunnar af þessari kynslóð. Carlos er 34 ára gamall og sagðist hafa neitað tilboðum frá Englandi og Ítalíu til að fara til Tyrklands. 6.6.2007 11:22 250 öryggisverðir verða allt í kringum völlinn Svíar ætla ekki að taka neina áhættu í kringum leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM 2008 á miðvikudaginn í kjölfar þess sem gerðist á Parken um helgina. Öryggisgæsla á leiknum hefur verið hert til mikilla muna og alls munu 250 manns vera á vaktinni í kringum leikvöllinn á meðan á leiknum stendur. 6.6.2007 00:01 Englendingar yfir í hálfleik Englendingar hafa yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Eistum í Tallin. Það var Joe Cole sem skoraði mark enska liðsins á 37. mínútu en enska liðið hefur aðeins einu sinni tapað leik þegar hann hefur verið í byrjunarliðinu. Það var gegn Portúgal á HM í fyrrasumar, en þá var Cole reyndar skipt af velli í síðari hálfleik. 6.6.2007 19:36 5-0 í leik Svíþjóðar og Íslands Markus Rosenberg skoraði strax á 48. mínútu kom Svíum í 4-0. Á 51. mínútu skoraði Marcus Allback mark sem verður að teljast hlægilegt þar sem Íslendingar héldu að búið væri að dæma inni í teig og Allback þurfti ekki annað að gera en að skjóta boltanum í netið. 6.6.2007 19:24 Svíar komnir í 2-0 Ander Svensson var að bæta við öðru marki Svía gegn Íslandi. Íslendingarnir voru að komast vel inn í leikinn þegar þetta gerðist og átti Brynjar Björn m.a. gott skot sem markvörður Svía varði í horn. Markið kom á 40. mínútu. 6.6.2007 18:58 Svíar búnir að skora Svíar eru búnir að skora og eru komnir í 1-0. Það var Marcus Allback sem skoraði markið eftir 10 mínútna leik. Það er ljóst að það verður á brattann að sækja fyrir íslensku strákana í Svíþjóð. 6.6.2007 18:28 Svíþjóð - Ísland í beinni á Sýn klukkan 18:15 Leikur Svía og Íslendinga í undankeppni EM í knattspyrnu hefst klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn. Þar er á dagskrá sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn þar sem sérfræðingar Sýnar fara yfir stöðu mála. Hörður Magnússon lýsir leiknum svo beint frá Svíþjóð, en auk þess verður fylgst með gangi mála hér á Vísi. 6.6.2007 17:58 Ljungberg: Verðum að keyra upp hraðann gegn Íslendingum Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal og sænska landsliðsins, segir að sænska liðið verði að keyra upp hraðann á móti Íslendingum þegar þjóðirnar mætast í undankeppni EM ytra annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hér í fréttinni má sjá viðtal við Ljungberg og Zlatan Ibrahimovic, sem reiknar með að fá að spila í leiknum. 5.6.2007 21:15 Krefjast 200 milljóna í skaðabætur Danski áhorfandinn sem réðist að dómaranum í leik Dana og Svía á Parken á laugardaginn hefur verið krafinn um 200 milljónir íslenskra króna í skaðabætur af danska knattspyrnusambandinu. Smelltu á spila til að sjá frétt stöðvar 2 um atvikið fræga frá því á laugardaginn. 5.6.2007 20:45 McClaren hefur ekki áhyggjur af starfi sínu Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki vera að hugsa um að bjarga starfi sínu þegar enska liðið mætir Eistum í Tallin í undankeppni EM annað kvöld. Enska liðið er í fjórða sæti E-riðilsins, fimm stigum á eftir efsta liðinu Króatíu, og fullyrt er að McClaren verði rekinn ef lið hans vinnur ekki sigur í leiknum. 5.6.2007 20:27 Totti lokar ekki á landsliðið Framherjinn Francesco Totti hjá Roma segist ekki vera búinn að útiloka frekari þáttöku með ítalska landsliðinu í knattspyrnu, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í sumar. Ítalir mörðu 2-1 sigur á Færeyingum í undankeppni EM um helgina og virtist liðið sakna Totti í sókninni. 5.6.2007 18:27 Slúðrið á Englandi í dag Bresku slúðurblöðin eru full af safaríkum sögum í dag eins og venjulega, en mikið hefur verið um að vera á leikmannamarkaðnum undanfarna daga. Að venju eru stórliðin á Englandi orðuð við fjölda leikmanna. 5.6.2007 17:24 Aston Villa býður 7 milljónir punda í Reo-Coker Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa gerði í dag 7 milljón punda kauptilboð í miðjumanninn Nigel Reo-Coker hjá West Ham. Leikmaðurinn hafði fyrir nokkrum dögum farið fram á að verða seldur frá félaginu og var í kjölfarið settur á hann 8 milljóna punda verðmiði. Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham, Arsenal og Newcastle. 5.6.2007 17:21 Gildardino er falur hjá AC Milan Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að framherjinn Alberto Gilardino sé falur fyrir 24 milljónir evra eða 2 milljarða króna. Gilardino skoraði 12 mörk fyrir Milan í A-deildinni í vetur en er ósáttur við hlutskipti sitt hjá liðinu og vill gjarnan breyta til. 5.6.2007 17:09 Fabregas óttast að missa Henry Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segist óttast að félagi hans Thierry Henry muni ganga í raðir Barcelona í sumar. Vitað er af áhuga Katalóníuliðsins á framherjanum skæða og Fabregas segir að það gæti reynst félaga sínum of freistandi að reyna fyrir sér á Spáni. 5.6.2007 16:38 Viduka á leið til Newcastle Framherjinn Mark Viduka hjá Middlesbrough er nú sagður vera við það að ganga í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Hinn 31 árs gamli Ástrali hefur enn ekki framlengt samning sinn við Boro og hefur neitað öllum tilboðum félagsins til þessa. Fjöldi liða á Englandi hafa verið orðuð við framherjann, þar á meðal Birmingham, Portsmouth og West Ham. Viduka skoraði 19 mörk fyrir Boro á síðustu leiktíð. 5.6.2007 16:33 Barton í læknisskoðun hjá Newcastle Joey Barton sást í dag með Sam Allardyce, stjóra Newcastle, og er hann talinn vera að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu. Þetta þýðir að allt bendi til að Barton muni velja Newcastle fram yfir West Ham. 5.6.2007 14:55 Aston Villa að undirbúa tilboð í Sneijder Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, mun á næstu dögum leggja fram tilboð í miðjumanninn Wesley Sneijder hjá Ajax í Hollandi. Sneijder var á leiðinni til Valencia en ekkert varð úr þeim kaupum. 5.6.2007 13:18 Harewood að yfirgefa West Ham Það er alltaf nóg að gerast í herbúðum West Ham, en nú hefur einum framherja liðsins, Marlon Harewood, hefur verið sagt að hann sé ekki inni í framtíðarplani Alan Curbishley. 5.6.2007 13:02 Newcastle fær leyfi til að ræða við Barton Það lítur allt út fyrir að Newcastle United sé að vinna kapphlauðið um ólátabelginn Joey Barton. Nú hefur Newcastle fengið leyfi frá Manchester City til að ræða við Barton en þetta kemur fram á sjónvarpsstöðinni Sky. West Ham hefur einnig verið á eftir Barton en virðast vera að missa af lestinni. 5.6.2007 11:31 Sjá næstu 50 fréttir
Eggert bjartsýnn á að halda Tevez Eggert Magnússon, stjórnaformaður West Ham, segir félagið staðráðið í að reyna að halda argentínska framherjanum Carlos Tevez í sínum röðum og minnir á að hann sé samningsbundinn félaginu til þriggja ára. 7.6.2007 15:24
Skorað fyrir gott málefni Í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna verður skorað fyrir gott málefni. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna. 7.6.2007 14:57
Viduka í læknisskoðun hjá Newcastle Ástralski framherjinn Mark Viduka er nú í læknisskoðun hjá Newcastle þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning fljótlega. Hann er með lausa samninga hjá Middlesbrough og hefur til þessa neitað að framlengja samning sinn við félagið. 7.6.2007 14:41
Real Madrid í viðræðum við Arjen Robben Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Chelsea um kaup á hollenska landsliðsmanninum Arjen Robben. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Chelsea frá PSV Eindhoven fyrir 12 milljónir punda og sló í gegn, en erfið meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. 7.6.2007 14:36
Reina framlengir við Liverpool Spænski markvörðurinn Jose Manuel Reina hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2012. Reina er 24 ára gamall og hefur átt fast sæti í liðinu undanfarna mánuði. Hann gekk til liðs við rauða herinn árið 2005 frá Villarreal á Spáni og hefur leikið sex leiki fyrir spænska landsliðið þar sem hann er varamaður Iker Casillas hjá Real Madrid. 7.6.2007 14:32
Myndband af skrípamarki Svía í kvöld Fimmta mark Svía gegn Íslendingum á Råsunda leikvanginum í kvöld var í meira lagi slysalegt og ekki á hverjum degi sem svona klúður sést í landsleik. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá markið sem segja má að hafi kórónað niðurlægingu íslenska liðsins í lýsingu Harðar Magnússonar á Sýn. 6.6.2007 20:53
Allbäck hló að skrípamarkinu Framherjinn Marcus Allbäck hjá sænska landsliðinu gat ekki annað en hlegið þegar sænsk sjónvarpsstöð spurði hann út í síðara mark hans gegn Íslendingum í kvöld. Boltinn barst þá til hans í vítateignum þar sem íslensku varnarmennirnir horfðu á hann skora því þeir héldu að dómarinn hefði verið búinn að dæma aukaspyrnu. 6.6.2007 21:38
Eyjólfur Sverrisson íhugar ekki að segja af sér "Þetta er gríðarlega svekkjandi og við töpuðum leiknum á 11 mínútum þar sem við fáum á okkur fjögur mörk og svo óskemmtilegt mark þarna í lokin. Strákarnir eru virkilega niðurlútir og miður sín," sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í viðtali á Sýn eftir stórtap íslenska liðsins fyrir Svíum ytra. 6.6.2007 21:20
Niðurlæging á Råsunda leikvanginum Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins. 6.6.2007 20:03
EM: Úrslit úr B-riðli Þrír leikir fóru fram í kvöld í B-riðli í undankeppni fyrir EM. Færeyingar tóku á móti Skotum en biðu lægri hlut 0-2. Frakkar unnu nauman sigur á Georgíu á heimavelli, 1-0 og að lokum sigruðu Ítalir 0-2 í Litháen. 6.6.2007 21:38
EM: Úrslit úr F-riðli Þrír leikir fóru fram í F-riðli í undankeppni EM í kvöld. Ber þar helst að nefna stórtap Íslands gegn Svíum, 5-0. Danir unnu góðan 0-2 útisigur á Litháen og Spánn sigraði Liechtenstein einnig 0-2 á útivelli. 6.6.2007 20:33
Skyldusigur hjá Englendingum Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga getur varpað öndinni léttar í kvöld eftir að hans menn lögðu Eista 3-0 í Tallin í kvöld í undankeppni EM. Joe Cole, Peter Crouch og Michael Owen skoruðu mörk enska liðsins og það var enginn annar en David Beckham sem var maðurinn á bak við þau tvö síðustu. 6.6.2007 20:27
Óvænt úrslit í A-riðli Það voru heldur betur óvænt úrslit í A-riðli í dag þar sem Pólland beið lægri hlut fyrir Armeníu á útivelli. Leikurinn endaði 0-1 og var það Mkhitaryan sem skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. 6.6.2007 17:31
Figo hefur ekki áhuga á Tottenham Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan segist ekki vilja spila annarsstaðar í Evrópu og hafnar slúðri sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. "Ef ég held áfram að spila í Evrópu, verður það aðeins fyrir Inter og ég er ekki á leið til Portúgal eða Englands," sagði Figo, sem einnig hefur verið orðaður við lið í Saudi Arabíu. 6.6.2007 16:51
England mætir Eistlandi í E-riðli England mætir Eistlandi í Tallin í undankeppni EM klukkan 18:30 í kvöld. Mikil pressa er á enska liðinu um að ná úrslitum þar sem liðið hefur ekki riðið feitum hesti í keppninni. Liðið situr í 4 sæti riðilsins með 11 stig eftir 6 leiki. 6.6.2007 15:44
Nani stóðst læknisskoðun Portúgalski leikmaðurinn Nani hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United og þar með ætti ekkert að koma í veg fyrir að hann skrifi undir samning við liðið á næstu dögum. 6.6.2007 15:28
West Ham fær Parker West Ham var rétt í þessu að ganga frá kaupum á Scott Parker frá Newcastle. Parker spilaði eitt tímabil með Newcastle, en var áður hjá Charlton þar Alan Curbishley var í brúnni. 6.6.2007 14:49
Ribery á leið til Bayern fyrir metfé Franski landsliðsmaðurinn, Franck Ribery, er á leið til Bayern Munchen fyrir metfé. Talið er að Ribery skrifi undir samning við félagið á fimmtudaginn. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda. 6.6.2007 14:23
Fabregas hefur miklar áhyggjur af framtíðinni Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal virðist vera farinn að sjá eftir því að hafa skrifað undir langtímasamning við félagið á árinu, því hann segist 90% viss um að fara frá félaginu ef Arsene Wenger knattspyrnustjóri hætti störfum. 6.6.2007 13:59
Aragones hættir á næsta ári Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta eftir að samningur hans rennur út eftir EM næsta sumar. Hann tók við liðinu árið 2004 og hefur raunar áður lofað að hætta, en stóð þá ekki við stóru orðin. Aragones hefur verið mjög umdeildur síðan Spánverjar þóttu ná óviðunandi árangri á HM í fyrra. 6.6.2007 13:53
Milan staðfestir áhuga sinn á Eto´o Forráðamenn AC Milan staðfestu í dag að þeir hefðu mikinn áhuga á að kaupa sóknarmanninn Samuel Eto´o frá Barcelona í sumar. Þeir vísa hinsvegar á bug fregnum um að kaupin séu komin langt á veg og taka fram að ekkert verði gert í málinu fyrr en eftir að deildarkeppninni lýkur á Spáni. 6.6.2007 13:48
Foster þarf í uppskurð Markvörðurinn Ben Foster hjá Manchester United getur ekki leikið með liði sínu í upphafi næstu leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð vegna hnémeiðsla. Foster stóð sig vel þegar hann var í láni hjá Watford í vetur og er inni í enska landsliðshópnum. 6.6.2007 13:24
Zlatan á bekknum hjá Svíum Sænska blaðið Aftonbladet hefur birt byrjunarlið Svía sem tekur á móti Íslendingum í Stokkhólmi í kvöld. Þar hefur verið staðfest að framherjinn Zlatan Ibrahimovic verði á varamannabekk sænska liðsins, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. 6.6.2007 13:16
Fimm breytingar á íslenska landsliðinu Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni EM í knattspyrnu í Svíþjóð í kvöld. Hann gertir fimm breytingar á liðinu frá leiknum við Liechtenstein um helgina. 6.6.2007 12:05
Crouch og Owen verða í framlínu Englendinga Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að það komi í hlut Peter Crouch að leika við hlið Michael Owen í framlínu enska landsliðsins í kvöld þegar það sækir Eista heim í Tallin í kvöld. Þá er reiknað með því að miðvörðurinn Ledley King komi inn í vörnina í stað Jamie Carragher og að Wayne Bridge leysi Nickey Shorey af hólmi í stöðu vinstri bakvarðar. Leikurinn verður sýndur á Sýn klukkan 20:30 í kvöld að loknum leik Svía og Íslendinga. 6.6.2007 11:27
Roberto Carlos á leið til Fenerbahce Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hjá Real Madrid hefur samþykkt að ganga í raðir tyrkneska liðsins Fenerbahce í sumar þegar hann verður með lausa samninga. Carlos hefur verið hjá Real í 11 ár og er einn besti og sigursælasti bakvörður knattspyrnunnar af þessari kynslóð. Carlos er 34 ára gamall og sagðist hafa neitað tilboðum frá Englandi og Ítalíu til að fara til Tyrklands. 6.6.2007 11:22
250 öryggisverðir verða allt í kringum völlinn Svíar ætla ekki að taka neina áhættu í kringum leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM 2008 á miðvikudaginn í kjölfar þess sem gerðist á Parken um helgina. Öryggisgæsla á leiknum hefur verið hert til mikilla muna og alls munu 250 manns vera á vaktinni í kringum leikvöllinn á meðan á leiknum stendur. 6.6.2007 00:01
Englendingar yfir í hálfleik Englendingar hafa yfir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Eistum í Tallin. Það var Joe Cole sem skoraði mark enska liðsins á 37. mínútu en enska liðið hefur aðeins einu sinni tapað leik þegar hann hefur verið í byrjunarliðinu. Það var gegn Portúgal á HM í fyrrasumar, en þá var Cole reyndar skipt af velli í síðari hálfleik. 6.6.2007 19:36
5-0 í leik Svíþjóðar og Íslands Markus Rosenberg skoraði strax á 48. mínútu kom Svíum í 4-0. Á 51. mínútu skoraði Marcus Allback mark sem verður að teljast hlægilegt þar sem Íslendingar héldu að búið væri að dæma inni í teig og Allback þurfti ekki annað að gera en að skjóta boltanum í netið. 6.6.2007 19:24
Svíar komnir í 2-0 Ander Svensson var að bæta við öðru marki Svía gegn Íslandi. Íslendingarnir voru að komast vel inn í leikinn þegar þetta gerðist og átti Brynjar Björn m.a. gott skot sem markvörður Svía varði í horn. Markið kom á 40. mínútu. 6.6.2007 18:58
Svíar búnir að skora Svíar eru búnir að skora og eru komnir í 1-0. Það var Marcus Allback sem skoraði markið eftir 10 mínútna leik. Það er ljóst að það verður á brattann að sækja fyrir íslensku strákana í Svíþjóð. 6.6.2007 18:28
Svíþjóð - Ísland í beinni á Sýn klukkan 18:15 Leikur Svía og Íslendinga í undankeppni EM í knattspyrnu hefst klukkan 18:15 og verður sýndur beint á Sýn. Þar er á dagskrá sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn þar sem sérfræðingar Sýnar fara yfir stöðu mála. Hörður Magnússon lýsir leiknum svo beint frá Svíþjóð, en auk þess verður fylgst með gangi mála hér á Vísi. 6.6.2007 17:58
Ljungberg: Verðum að keyra upp hraðann gegn Íslendingum Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal og sænska landsliðsins, segir að sænska liðið verði að keyra upp hraðann á móti Íslendingum þegar þjóðirnar mætast í undankeppni EM ytra annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hér í fréttinni má sjá viðtal við Ljungberg og Zlatan Ibrahimovic, sem reiknar með að fá að spila í leiknum. 5.6.2007 21:15
Krefjast 200 milljóna í skaðabætur Danski áhorfandinn sem réðist að dómaranum í leik Dana og Svía á Parken á laugardaginn hefur verið krafinn um 200 milljónir íslenskra króna í skaðabætur af danska knattspyrnusambandinu. Smelltu á spila til að sjá frétt stöðvar 2 um atvikið fræga frá því á laugardaginn. 5.6.2007 20:45
McClaren hefur ekki áhyggjur af starfi sínu Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki vera að hugsa um að bjarga starfi sínu þegar enska liðið mætir Eistum í Tallin í undankeppni EM annað kvöld. Enska liðið er í fjórða sæti E-riðilsins, fimm stigum á eftir efsta liðinu Króatíu, og fullyrt er að McClaren verði rekinn ef lið hans vinnur ekki sigur í leiknum. 5.6.2007 20:27
Totti lokar ekki á landsliðið Framherjinn Francesco Totti hjá Roma segist ekki vera búinn að útiloka frekari þáttöku með ítalska landsliðinu í knattspyrnu, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM í sumar. Ítalir mörðu 2-1 sigur á Færeyingum í undankeppni EM um helgina og virtist liðið sakna Totti í sókninni. 5.6.2007 18:27
Slúðrið á Englandi í dag Bresku slúðurblöðin eru full af safaríkum sögum í dag eins og venjulega, en mikið hefur verið um að vera á leikmannamarkaðnum undanfarna daga. Að venju eru stórliðin á Englandi orðuð við fjölda leikmanna. 5.6.2007 17:24
Aston Villa býður 7 milljónir punda í Reo-Coker Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa gerði í dag 7 milljón punda kauptilboð í miðjumanninn Nigel Reo-Coker hjá West Ham. Leikmaðurinn hafði fyrir nokkrum dögum farið fram á að verða seldur frá félaginu og var í kjölfarið settur á hann 8 milljóna punda verðmiði. Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham, Arsenal og Newcastle. 5.6.2007 17:21
Gildardino er falur hjá AC Milan Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að framherjinn Alberto Gilardino sé falur fyrir 24 milljónir evra eða 2 milljarða króna. Gilardino skoraði 12 mörk fyrir Milan í A-deildinni í vetur en er ósáttur við hlutskipti sitt hjá liðinu og vill gjarnan breyta til. 5.6.2007 17:09
Fabregas óttast að missa Henry Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segist óttast að félagi hans Thierry Henry muni ganga í raðir Barcelona í sumar. Vitað er af áhuga Katalóníuliðsins á framherjanum skæða og Fabregas segir að það gæti reynst félaga sínum of freistandi að reyna fyrir sér á Spáni. 5.6.2007 16:38
Viduka á leið til Newcastle Framherjinn Mark Viduka hjá Middlesbrough er nú sagður vera við það að ganga í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Hinn 31 árs gamli Ástrali hefur enn ekki framlengt samning sinn við Boro og hefur neitað öllum tilboðum félagsins til þessa. Fjöldi liða á Englandi hafa verið orðuð við framherjann, þar á meðal Birmingham, Portsmouth og West Ham. Viduka skoraði 19 mörk fyrir Boro á síðustu leiktíð. 5.6.2007 16:33
Barton í læknisskoðun hjá Newcastle Joey Barton sást í dag með Sam Allardyce, stjóra Newcastle, og er hann talinn vera að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu. Þetta þýðir að allt bendi til að Barton muni velja Newcastle fram yfir West Ham. 5.6.2007 14:55
Aston Villa að undirbúa tilboð í Sneijder Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, mun á næstu dögum leggja fram tilboð í miðjumanninn Wesley Sneijder hjá Ajax í Hollandi. Sneijder var á leiðinni til Valencia en ekkert varð úr þeim kaupum. 5.6.2007 13:18
Harewood að yfirgefa West Ham Það er alltaf nóg að gerast í herbúðum West Ham, en nú hefur einum framherja liðsins, Marlon Harewood, hefur verið sagt að hann sé ekki inni í framtíðarplani Alan Curbishley. 5.6.2007 13:02
Newcastle fær leyfi til að ræða við Barton Það lítur allt út fyrir að Newcastle United sé að vinna kapphlauðið um ólátabelginn Joey Barton. Nú hefur Newcastle fengið leyfi frá Manchester City til að ræða við Barton en þetta kemur fram á sjónvarpsstöðinni Sky. West Ham hefur einnig verið á eftir Barton en virðast vera að missa af lestinni. 5.6.2007 11:31
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti