Fótbolti

Allbäck hló að skrípamarkinu

Marcus Allbäck virkar undrandi á svipinn um leið og hann fagnar marki sínu í kvöld - og engin furða
Marcus Allbäck virkar undrandi á svipinn um leið og hann fagnar marki sínu í kvöld - og engin furða AFP

Framherjinn Marcus Allbäck hjá sænska landsliðinu gat ekki annað en hlegið þegar sænsk sjónvarpsstöð spurði hann út í síðara mark hans gegn Íslendingum í kvöld. Boltinn barst þá til hans í vítateignum þar sem íslensku varnarmennirnir horfðu á hann skora því þeir héldu að dómarinn hefði verið búinn að dæma aukaspyrnu.

Nafni hans Markus Rosenberg hirti boltann upp í teignum eftir að Ívar Ingimarsson gaf boltan grunlaus fyrir markið og Rosenberg var ekki lengi að finna félaga sinn sem renndi boltanum í netið framhjá Árna Gauti.

"Ég hrópaði á "Mackan" að gefa á mig og vippaði boltanum upp og skaut honum í markið. Ég var agndofa og skildi ekki af hverju ég heyrði aldrei í flautu dómarans," sagði Allbäck og hló dátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×