Fleiri fréttir

Kitson eyðilagði endurkomu Owen

Michael Owen spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með liði Newcastle í eitt ár þegar hans menn töpuðu 1-0 fyrir Reading á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Owen skoraði reyndar mark eftir 7 mínútna leik en það var dæmt af vegna rangstöðu. Það var Dave Kitson sem skoraði sigurmark Íslendingaliðsins eftir 52 mínútna leik og heldur liðið enn í von um sæti í Evrópukeppninni.

Stefán skoraði fyrir Lyn í tapleik

Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Stefán Gíslason og félagar í Lyn töpuðu 3-1 á útivelli fyrir Lilleström. Stefán skoraði mark gestanna á 29. mínútu og jafnaði þá metin í 1-1. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn í kvöld.

Shevchenko verður ekki með gegn Liverpool

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko verður ekki með liði sínu Chelsea þegar það sækir Liverpool heim í síðari undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þegar er ljóst að liðið verður án þeirra Ricardo Carvalho og Michael Ballack, sem báðir eru meiddir.

Finnan og Essien verða með annað kvöld

Bakvörðurinn Steve Finnan verður leikfær með Liverpool annað kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea í síðari leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þá kemur miðjumaðurinn Michael Essien aftur inn í lið Chelsea. Leikurinn er á Anfield í Liverpool og verður sýndur beint á Sýn.

Benitez: Hringlið í Mourinho kostaði Chelsea titilinn

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú bætt enn í sálfræðistríðið við Jose Mourinho kollega sinn hjá Chelsea fyrir síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Benitez segir að Mourinho hafi eyðilagt möguleika Chelsea á Englandsmeistaratitlinum um síðustu helgi með því að gera of miklar breytingar á byrjunarliði sínu.

Kevin Nolan: Allardyce er ekki að taka við öðru liði

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, segist enn vera í miklu uppnámi vegna ákvörðunar Sam Allardyce að hætta sem knattspyrnustjóri hjá félaginu. Hann segist hlakka til þess að spila fyrir Sammy Lee, en fullvissar alla um að Allardyce hafi ekki verið að hætta hjá félaginu til að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá öðru liði í úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City.

Grískir lögreglumenn hóta verkfalli

Lögreglumenn í Aþenu í Grikklandi hafa nú skapað nokkra spennu þar í borg, því þeir hóta að fara í verkfall daginn sem úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu fer fram í borginni þann 23. maí næstkomandi. Lögreglumennirnir ætla að nota þessa hótun í kjarabaráttu sinni þar sem þeir fara fram á bætta vinnuaðstöðu og hærri tekjur.

Thierry Henry skýtur föstum skotum á Tottenham

Litlir kærleikar eru milli grannliðanna Arsenal og Tottenham í norðurhluta Lundúna og nú hefur framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal skvett olíu á eldinn með því að gera grín að leikmönnum Tottenham.

Peruzzi hættur

Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Angelo Peruzzi hjá Lazio tilkynnti í dag að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið því hann ætli að leggja hanskana á hilluna. Peruzzi er 37 ára gamall og var í landsliði Ítala á HM í sumar. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Roma árið 1987 en náði besta árangri sínum með Juventus á síðasta áratug þar sem hann vann þrjá Ítalíutitla og báðar Evrópukeppnirnar. Hann spilaði 31 landsleik fyrir Ítala.

Messi hefur ekki áhuga á Inter

Argentínumaðurinn ungi Lionel Messi hjá Barcelona segist ekki hafa áhuga á að ganga í raðir Inter Milan á Ítalíu þó eigandi félagsins hafi lýst yfir aðdáun sinni á honum undanfarið. "Ég veit að Massimo Moratti hefur miklar mætur á mér og ég er sáttur við það, en ég vil ekki fara frá Barcelona. Ég hef engan áhuga á að spila á Ítalíu - ekki núna að minnsta kosti," sagði Messi.

Lee tekinn við Bolton

Sammy Lee hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Bolton í stað Sam Allardyce sem hætti störfum um helgina. Lee er 48 ára gamall og var áður aðstoðarmaður Allardyce. Hann hefur einnig starfað með Liverpool og enska landsliðinu. Lee segist ætla að halda áfram því góða starfi sem Allardyce hafi verið að vinna hjá félaginu.

Ívar Ingimars: Mitt hlutverk að halda aftur af Owen

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Reading tekur á móti Newcastle. Þetta verður fyrsti leikur Michael Owen með liði sínu síðan hann meiddist illa á HM í sumar og það kemur í hlut Ívars Ingimarssonar að gæta þess að Owen skori ekki í endurkomunni.

Sven Göran: Ég er vel liðinn á Englandi

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist aldrei hafa fundið fyrir öðru en að hann væri vel liðinn á Englandi í stjórnartíð sinni. Hann viðurkennir að liðið hefði átt að standa sig mun betur á HM í sumar.

Sannfærandi sigur hjá Real Madrid

Real Madrid styrkti stöðu sína í þriðja sæti spænsku deildarinnar í kvöld með öruggum 4-1 sigri á Atletic Bilbao á útivelli. David Beckham lagði upp fyrsta markið fyrir Sergio Ramos, Ruud Van Nistelrooy skoraði sitt hvoru megin við hálfleikinn og Guti bætti við fjórða markinu á lokamínútunni eftir að heimamenn höfðu minnkað muninn. Real á enn möguleika á spænska meistaratitlinum og hefur leikið ágætis knattspyrnu í undanförnum leikjum.

Barthez er farinn frá Nantes

Óvíst er hvort markvörðurinn Fabien Barthez spili meira með franska liðinu Nantes, en hann smalaði börnum sínum upp í bíl og ók burt úr borginni í dag að sögn talsmanns félagsins. Barthez lenti í slagsmálum við nokkra óánægða stuðningsmenn liðsins um helgina og er sagður í losti eftir uppákomuna.

Bremen fór illa að ráði sínu

Werder Bremen fullkomnaði ömurlega viku sína í dag með því að tapa 3-2 fyrir Bielefeld á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bremen átti möguleika að komast á toppinn með sigri, en er nú enn í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið steinlá 3-0 fyrir Espanyol í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða fyrr í vikunni. Sigur Bielefeld þýddi að Gladbach er fallið úr deildinni í annað sinn á átta árum.

Barcelona á toppinn

Barcelona skaust í toppsætið í spænsku deildinni í dag með 1-0 sigri á Levante á heimavelli sínum. Það var framherjinn Samuel Eto´o sem skoraði sigurmark liðsins í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum hjá Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Nú um klukkan 19 hefst svo bein útsending frá leik Bilbao og Real Madrid sem er lokaleikurinn í umferðinni.

Wenger: Við sköpum flest færi allra liða

Arsene Wenger var ekki ánægður með það hvað hans menn í Arsenal fóru illa með færin í dag þegar liðið lagði Fulham 3-1 á heimavelli. Hann segir liðið skulda stuðningsmönnunum að hirða þriðja sætið í deildinni.

Celtic fékk bikarinn afhentan í dag

Skotlandsmeistarar Glasgow Celtic fengu afhentan bikarinn í dag þó liðið tapaði stórt 3-1 á heimavelli fyrir Hearts. Liðið hafði mikla yfirburði í deildinni í vetur og ekki hægt að segja að Celtic hafi fengið mikla samkeppni þrátt fyrir að dala nokkuð á síðustu vikunum.

Arsenal lagði Fulham

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal lagði Fulham 3-1 á Emirates vellinum. Heimamenn voru ekki sérstaklega sannfærandi í leiknum en komust yfir með marki Julio Baptista strax eftir fjórar mínútur. Simon Davies jafnaði fyrir Fulham á 78. mínútu en þeir Adebayor og Gilberto (víti) innsigluðu sigur Arsenal í lokin. Heiðar Helguson kom inn sem varamaður hjá Fulham á 60. mínútu.

Luca Toni á leið til Bayern?

Ítalskir fjölmiðlar fullyrða í dag að landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina sé á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Sagt er að kaupverðið sé um 12 milljónir punda og að hann verði í kjölfarið hæst launaðasti leikmaður Bayern með um 3,75 milljónir punda í árslaun. Toni hefur skorað grimmt í A-deildinni á síðustu árum og er með 16 mörk á þessari leiktíð. Forráðamenn Bayern neita að staðfesta þessar fréttir.

Barthez flaugst á við stuðningsmenn Nantes

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hjá Nantes er enn kominn í sviðsljósið og nú fyrir að slást við tvo af stuðningsmönnum liðsins. Nantes er átta stigum frá öruggu sæti í frönsku 1. deildinni þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

PSV meistari með minnsta mögulega mun

PSV EIndhoven tryggði sér í dag meistaratitilinn í hollensku knattspyrnunni þriðja árið í röð. Liðið burstaði Vitesse 5-1 í síðustu umferðinni, en Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar töpuðu leik sínum gegn Excelsior 3-2 og misstu af lestinni. Ajax varð í öðru sæti eftir sigur á Willem II 2-0. PSV og Ajax voru jöfn að stigum en PSV vann deildina með minnsta mögulega markamun.

Arsenal Evrópumeistari

Kvennalið Arsenal varð í dag Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli á heimavelli við sænska liðið Umea. Arsenal vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli. Liðið varð einnig enskur meistari fjórða árið í röð fyrir skömmu, en Arsenal sló Breiðablik út úr 8-liða úrslitum keppninnar í haust.

Birmingham og Sunderland í úrvalsdeild á ný

Topplið Birmingham og Sunderland í ensku Championship deildinni tryggðu sér bæði sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar keppinautar liðsins í Derby County töpuðu fyrir Crystal Palace. Fyrrum samherjarnir Steve Bruce og Roy Keane hjá Manchester United eru knattspyrnustjórar liðanna, en stutt er síðan bæði lið voru í úrvalsdeildinni.

Sam Allardyce hættur hjá Bolton

Sam Allardyce sagði í dag af sér sem knattspyrnustjóri Bolton. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir stuðningsmenn liðsins. "Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið, en það er kominn tími á breytingar hjá Bolton," sagði Allardyce. Hann hefur undanfarið verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City.

Barcelona - Levante í beinni

Leikur Barcelona og Levante í spænska boltanum er nú hafinn og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Þá er fjórði leikur Miami og Chicago í úrslitakeppni NBA kominn á fullt og hann er í beinni útsendingu á Sýn Extra í lýsingu Svala Björgvinssonar og Friðriks Inga Rúnarssonar.

Joaquin bjargaði Valencia

Miðjumaðurinn knái Joaquin hjá Valencia var hetja sinna manna í kvöld þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Recreativo og hélt sér í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Joaquin skoraði bæði mörk liðsins á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Zaragoza getur þó slegið Valencia úr Evrópusætinu á morgun með sigri á Osasuna. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 59 stig, Sevilla hefur 58, Real 57 og Valencia 56.

Ballack fór í uppskurð

Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea fór í ökklauppskurð í gær og óvíst er hvort hann verður meira með liðinu á leiktíðinni. Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea á lokasprettinum en miðvörðurinn Ricardo Carvalho meiddist á hné í dag og verður tæplega meira með liðinu í vor.

Ferguson: Skulda Sam tvo stóra kossa

Sir Alex Ferguson var í sjöunda himni í dag eftir að hans menn náðu fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og fóru langt með að tryggja sér meistaratitilinn. Það var ekki síst fyrir það að Bolton náði að hirða tvö stig af Chelsea á útivelli.

Valur og KR leika til úrslita

Valur og KR leika til úrslita um deildarbikar kvenna í knattspyrnu eða Lengjubikarnum eins og hann er kallaður. Liðin fóru með sigur af hólmi í undanúrslitaviðureignum sínum í dag.

Gammarnir svífa yfir Elland Road

Nú er aðeins ein umferð eftir af ensku Championship deildinni og þar eru Birmingham og Sunderland nánast búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Leeds United, sem náði langt í Meistaradeild Evrópu fyrir nokkrum árum, er nánast dauðadæmt til að falla niður í 1. deild - eða C-deildina á Englandi.

Ferguson: Við eigum skilið að vinna deildina

Sir Alex Ferguson stökk hæð sína af gleði í dag þegar hans menn unnu dramatískan sigur á Everton og tryggðu sér fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ferguson segir að liðið ef hans menn verði meistarar - sé það vegna þess að þeir eigi það skilið.

Mourinho: Þetta er ekki búið enn

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitar alfarið að gefast upp í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þó hans menn séu nú fimm stigum á eftir toppliði Manchester United eftir leiki dagsins. Chelsea náði aðeins jafntefli við Bolton á heimavelli í dag á meðan United vann dramatískan sigur á Everton á útivelli.

Allt opið í þýsku úrvalsdeildinni

Nú stefnir í æsispennandi lokasprett í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meistarar Bayern Munchen lágu á heimavelli gegn HSV og eru nú möguleikar liðsins á Meistaradeildarsæti orðnir ansi litlir. Topplið Schalke tapaði í gær fyrir Bochum 2-1 og Stuttgart skaust í annað sætið í dag eftir 1-0 sigur á botnliði Gladbach.

Hermann skoraði sjálfsmark

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton áttu ekki góðan dag í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið steinlá 4-1 fyrir Blackburn. Hermann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum og er liðið nú í næstneðsta sæti deildarinnar og missti West Ham upp fyrir sig. Sigur hefði þýtt að Charlton hefði komið sér í góð mál fyrir ofan Wigan og West Ham, en nú bíður liðsins erfiður slagur í síðustu tveimur leikjunum.

West Ham heldur enn í vonina

West Ham vann í dag gríðarlegar mikilvægan 3-0 útisigur á Wigan í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Portsmouth og Sheffield United náði einnig í mikilvæg stig með 1-0 sigri á botnliði Watford, sem þegar er fallið.

Dramatík á Goodison Park - United í vænlegri stöðu

Manchester United er komið í afar vænlega stöðu í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann ótrúlegan sigur á Everton á útivelli í dag 4-2 eftir að hafa lent undir 2-0. Á sama tíma gerði Chelsea 2-2 jafntefli við Bolton á heimavelli og því er forysta United orðin fimm stig á toppnum þegar aðeins þrír leikir eru eftir.

David Beckham er orðinn eins og Scooter

David Beckham er ekki vanur að láta sitt eftir liggja í heimi tískunnar og hann hefur nú komið tískumógúlum um allan heim í opna skjöldu með því að láta aflita á sér hárið. Þýska blaðið Bild hitti naglann á höfuðið í dag þegar það sagði Beckham vera orðinn eins og danstónlistarfrömuðurinn HP Baxter í útliti - en hann er betur þekktur sem íslandsvinurinn Scooter.

Klose biðst afsökunar

Framherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen í Þýskalandi hefur beðið forráðamenn félagsins afsökunar á framkomu sinni í kjölfar þess að upp komst um leynilegan fund sem hann átti með forráðamönnum Bayern Munchen í vikunni. Forráðamenn Bremen segja að ekki komi til greina að selja Klosa til annars liðs í Þýskalandi áður en samningur hans rennur út eftir eitt ár.

Tevez fær að spila með West Ham

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham fékk í kvöld grænt ljóst frá enska knattspyrnusambandinu til að tefla Argentínumanninum Carlos Tevez fram í síðustu leikjum tímabilsins. Félagið var í dag sektað um 5,5 milljónir punda vegna félagaskipta hans sem reyndust ólögleg en samningamál hans hafa nú verið gerð upp.

Valur og FH í úrslit Lengjubikarsins

Valur og FH tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Valsmenn lögðu Víking 1-0 í Egilshöllinni og Íslandsmeistarar FH lögðu HK 4-1á Stjörnuvelli. Úrslitaleikurinn fer fram á þriðjudagskvöldið.

Ein breyting á U-17 ára landsliðinu

Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum sem leikur til úrslita í Evrópukeppni landsliða leikmanna 17 ára og yngri. KR-ingurinn Dofri Snorrason tekur sæti í liðinu fyrir Kristinn Steindórsson úr Breiðabliki sem er meiddur. Íslendingar mæta Englendingum í fyrsta leik 2. maí.

Yfirtökutilboð í Southampton á frumstigi

Svo gæti farið að enska 1. deildarfélagið Southampton yrði nýjasta knattspyrnufélagið á Englandi til að komast í eigu amerískra fjárfesta. Félagið tilkynnti í dag að viðræður vegna yfirtökutilboðs væru á frumstigi, en heimildir herma að Paul Allen, annar stofnenda tölvurisans Microsoft, sé á bak við tilboðið.

Föstudagsslúðrið á Englandi

Tottenham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. The Sun segir að Manchester United sé að undirbúa tilboð í framherjann Jermain Defoe sem sé ósáttur í herbúðum Tottenham. Lundúnaliðið sé að íhuga 5-6 milljón punda tilboð í Kieron Dyer hjá Newcastle, en launakröfur hans geti þar sett strik í reikninginnn því leikmaðurinn sé með helmingi hærri laun en launahæsti maður Tottenham.

Sjá næstu 50 fréttir