Fleiri fréttir

Albert og félagar náðu í stig gegn meisturum Inter

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem nældi í stig gegn Ítalíumeisturum Inter Milan í síðari leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur 0-0 en Albert fékk gott færi snemma leiks en brenndi af.

Nancy tapaði þrátt fyrir stórleik Elvars

Elvar Ásgeirsson átti stórleik er Nancy tapaði með fjögurra marka mun fyrir Chambéry í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 32-36.

Udinese náði í stig á San Siro

AC Milan og Udinese gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heimamenn í Milan misstigu sig í toppbaráttunni en þeir eru í harðri baráttu við Inter og Napoli um ítalska meistaratitilinn.

Fær frí vegna stríðsins í Úkraínu

Andriy Yarmolenko, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham United, verður ekki með liðinu um helgina en Yarmalenko kemur frá Úkraínu og er kominn í nokkurra daga frí vegna stöðunnar þar í landi. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, verður hins vegar til taks ef þess þarf.

Sverrir Þór tekur við Grinda­vík

Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Ólafur Kristjáns ráðinn til Breiðabliks

Ólafur Kristjánsson, sem stýrði karlaliði Breiðabliks þegar það varð Íslandsmeistari í fótbolta í fyrsta og eina sinn árið 2010, hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Shaq gaf ellefu manna fjölskyldu tvo bíla

Bandaríska körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal er þekktur fyrir manngæsku sína og rausnarskap og enn eitt dæmi um það er nú komið fram í dagsljósið.

Stórleikir í undanúrslitum bikarsins

Það verða sannkallaðir stórleikir á dagskrá í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna og karla í handbolta í mars en dregið var í dag.

Arnar frá Færeyjum í Kórinn

Arnar Gunnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá HK og mun stýra kvennaliði félagsins í handbolta út leiktíðina.

Meistararnir kynntu Ekroth til leiks

Sænski miðvörðurinn Oliver Ekroth verður í vörn Íslands- og bikarmeistara Víkings í sumar en hann var í dag formlega kynntur til leiks í Víkinni.

„Biðjið fyrir okkur“

Stríðsástand í Úkraínu hefur auðvitað mikil áhrif á marga og ekki bara Úkraínumenn og Rússa. Erlendir atvinnumenn í landinu eru í vandræðum að sleppa í burtu.

Hamrarnir til Spánar og Barcelona mætir Galatasaray

Austurríska liðið RB Leipzig dróst gegn Spartak Moskvu í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og bíður þess því að vita hvar útileikurinn verður spilaður því UEFA hefur ákveðið að loka fyrir leiki í Rússlandi og Úkraínu vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Harri ætlaði að hætta í sumar en var rekinn

Eftir að hafa sagt frá því í viðtali í byrjun vikunnar að hann myndi hætta sem þjálfari kvennaliðs HK í handbolta í sumar hefur Halldór Harri Kristjánsson nú verið rekinn frá félaginu.

Breskur þingmaður vill gera eigur eiganda Chelsea upptækar

Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, var til umræðu á breska þinginu í kjölfarið á innrás Rússa í Úkraínu þótt málið tengist ekki beint aðgerðum Rússa heldur upplýsingum sem láku úr innanríkisráðuneytinu.

Jón Axel búinn að græja veitingastað í Bologna

Jón Axel Guðmundsson er á leið til Bologna á Ítalíu, þar sem hann spilaði fyrri hluta leiktíðar, til að mæta Ítölum öðru sinni í undankeppni HM í körfubolta. Ísland vann þegar liðin mættust í Ólafssal í gær í tvíframlengdum trylli.

„Held að við höfum verið mjög pirrandi“

„Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir