Kyssti KA-merkið og Arnar og sannfærði sérfræðingana um breytta tíma Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 16:00 Jón Heiðar Sigurðsson fagnaði því vel þegar hann sótti vítakast og tvær mínútur á Eyjamenn í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er herra KA,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni og birti myndskeið af ástríðufullum Jóni Heiðari Sigurðssyni í jafntefli KA við ÍBV í Olís-deildinni í handbolta í gærkvöld. Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03